Innlent

Sjáðu tilfinningaþrungna ræðu Obama í Selmu

Birgir Olgeirsson skrifar
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, flutti tilfinningaþrungna ræðu í dag tileinkaða þeim sem tóku þátt í mannréttindagöngunni frá borginni Selmu til Montgomery fyrir fimmtíu árum.

Hann minntist blóðuga sunnudagsins 7. mars árið 1965 þegar óeirðasveitir lögreglunnar réðust á þá sem börðust fyrir kosningarétti blökkumanna í Bandaríkjunum. Í ræðu sinni í dag sagði Obama þetta fólk sem barðist fyrir jöfnum kosningarétti hafa veitt milljónum hugrekki.

„Vegna þeirra baráttu opnuðust dyr tækifæranna, ekki bara fyrir þeldökka, heldur alla Bandaríkjamenn.“

Obama lofaði Martin Luther King Jr. og annað baráttufólk sem börðust fyrir jafnrétti þrátt fyrir mikið mótlæti. „Það er staður og stund í Bandaríkjunum þar sem örlögin ráðast. Selma er þannig staður,“ sagði Obama.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×