Fatlað fólk skapar sér frumkvöðlavettvang Una Sighvatsdóttir skrifar 24. desember 2015 15:45 Nútímatækni hefur haft mikil áhrif til þess að bæta lífsgæði fatlaðs fólks. Sjálfsbjörg hefur nú stofnað vettvang fyrir frumkvöðlastarf á sviði rannsókna- og tækniþróunar sem nýst geti hreyfihömluðum. Nýstofnuð frumkvöðlamiðstöð Sjálfsbjargar hlaut nafnið Frumbjörg. Talsmenn hennar segja að vannýtt tækifæri séu fyrir nýsköpun í velferðariðnaði á Íslandi. Um leið er markmiðið að styðja fatlaða í að skapa sín eigin atvinnutækifæri.Fatlað fólk skortir atvinnutækifæri „Fatlað fólk á að geta búið sér til vettvang, búið sér til eigin atvinnu í velferðartengdum lausnum. Þar getur það átt sinn starfsframa, sem samfélaginu í heild hefur ekki fyllilega tekist að búa til ramma utan um," segir Bergur Þorri Benjamínsson, starfandi formaður Sjálfsbjargar. Brandur Bjarnason Karlsson, stofnandi Frumbjargar, segir hún sé svar við ákalli eftir frumkvöðlavettvangi til að vinna að úrlausnum á heilbrigðiskerfisvandamálum -og velferðarvandamálum. Hann bætir við að liðsmenn Sjálfsbjargar hafi góða innsýn í þarfir fatlaðra. „Við vitum manna best að það skortir tækifæri fyrir fatlaða til að taka þátt í vinnumarkaðnum. Það vilja langflestir leggja sitt af mörkum, en það vantar tækifærin."Stýrir tölvunni með augunum Meðal fatlaðra er fylgst náið með þeirri byltingu sem stendur yfir í tækniþróun enda hefur hún þegar haft mikil áhrif á lífsgæði margra. Brandur nefnir sem dæmi að fyrst eftir að hann fatlaðist átti hann mjög erfitt með að nota tölvu en fyrir um þremur árum fékk hann tölvu sem hann getur sýrt með augunum. Þá hefur Bergur Þorri sem dæmi sérpantað sér bíl frá Þýskalandi sem búinn er hagkvæmri, fjarstýrðri lyfti svo auðvelt er fyrir hann að koma sér á hjólastólnum inn í bílinn á eiign spýtur. „Það eru ekki margir áratugir síðan það var þannig að ef einstaklingur varð fyrir miklum líkamsskaða gat hann hvorki keyrt bíl, né opnað eina einustu hurð hvað þá meira. Þannig að allar lausnir og tækninýjungar hafa komið fötluðu fólki sérstaklega vel."Miklar væntingar til framtíðarþróunar tækninnar Snjallvæðing raftækja til daglegra nota hefur líka auðveldað mörgum fötluðum lífið og miklar vonir eru bundnar við frekari þróun slíks búnaðar. „Til dæmis er vinur minn í Danmörku að þróa græju sem hann ætlar að prófa á hjólastólnum mínum, sem mun gera mér kleift að stýra hjólastólnum með augunum og röddinni. Þannig að ég mun geta sagt „kveiktu á þér" og svo get ég bara horft á þann stað sem ég vil fara og stóllinn fer með mig þangað sjálfkrafa," segir Brandur. Frumkvöðlamiðstaðin hefur fengið inni í húsi Sjálfsbjargar en hópsöfnun stendur nú yfir til þess að efla aðstöðuna. Hægt er að styrkja starfið hér á vef Karolina Fund. Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fleiri fréttir Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Sjá meira
Nútímatækni hefur haft mikil áhrif til þess að bæta lífsgæði fatlaðs fólks. Sjálfsbjörg hefur nú stofnað vettvang fyrir frumkvöðlastarf á sviði rannsókna- og tækniþróunar sem nýst geti hreyfihömluðum. Nýstofnuð frumkvöðlamiðstöð Sjálfsbjargar hlaut nafnið Frumbjörg. Talsmenn hennar segja að vannýtt tækifæri séu fyrir nýsköpun í velferðariðnaði á Íslandi. Um leið er markmiðið að styðja fatlaða í að skapa sín eigin atvinnutækifæri.Fatlað fólk skortir atvinnutækifæri „Fatlað fólk á að geta búið sér til vettvang, búið sér til eigin atvinnu í velferðartengdum lausnum. Þar getur það átt sinn starfsframa, sem samfélaginu í heild hefur ekki fyllilega tekist að búa til ramma utan um," segir Bergur Þorri Benjamínsson, starfandi formaður Sjálfsbjargar. Brandur Bjarnason Karlsson, stofnandi Frumbjargar, segir hún sé svar við ákalli eftir frumkvöðlavettvangi til að vinna að úrlausnum á heilbrigðiskerfisvandamálum -og velferðarvandamálum. Hann bætir við að liðsmenn Sjálfsbjargar hafi góða innsýn í þarfir fatlaðra. „Við vitum manna best að það skortir tækifæri fyrir fatlaða til að taka þátt í vinnumarkaðnum. Það vilja langflestir leggja sitt af mörkum, en það vantar tækifærin."Stýrir tölvunni með augunum Meðal fatlaðra er fylgst náið með þeirri byltingu sem stendur yfir í tækniþróun enda hefur hún þegar haft mikil áhrif á lífsgæði margra. Brandur nefnir sem dæmi að fyrst eftir að hann fatlaðist átti hann mjög erfitt með að nota tölvu en fyrir um þremur árum fékk hann tölvu sem hann getur sýrt með augunum. Þá hefur Bergur Þorri sem dæmi sérpantað sér bíl frá Þýskalandi sem búinn er hagkvæmri, fjarstýrðri lyfti svo auðvelt er fyrir hann að koma sér á hjólastólnum inn í bílinn á eiign spýtur. „Það eru ekki margir áratugir síðan það var þannig að ef einstaklingur varð fyrir miklum líkamsskaða gat hann hvorki keyrt bíl, né opnað eina einustu hurð hvað þá meira. Þannig að allar lausnir og tækninýjungar hafa komið fötluðu fólki sérstaklega vel."Miklar væntingar til framtíðarþróunar tækninnar Snjallvæðing raftækja til daglegra nota hefur líka auðveldað mörgum fötluðum lífið og miklar vonir eru bundnar við frekari þróun slíks búnaðar. „Til dæmis er vinur minn í Danmörku að þróa græju sem hann ætlar að prófa á hjólastólnum mínum, sem mun gera mér kleift að stýra hjólastólnum með augunum og röddinni. Þannig að ég mun geta sagt „kveiktu á þér" og svo get ég bara horft á þann stað sem ég vil fara og stóllinn fer með mig þangað sjálfkrafa," segir Brandur. Frumkvöðlamiðstaðin hefur fengið inni í húsi Sjálfsbjargar en hópsöfnun stendur nú yfir til þess að efla aðstöðuna. Hægt er að styrkja starfið hér á vef Karolina Fund.
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fleiri fréttir Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Sjá meira