Myndbandið skoðað yfir 125.000 sinnum Gunnar Leó Pálsson skrifar 29. júlí 2015 08:00 Páll Óskar Hjálmtýsson svífur um á bleiku skýi. mynd/daníel bjarnason „Ég er ofsalega hrærður yfir þessum ótrúlegu viðtökum og svíf um á bleiku skýi,“ segir tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson. Hans nýjasta tónlistarmyndband við lagið Líttu upp í ljós hefur verið skoðað rúmlega 125.000 sinnum, þar af 110.000 sinnum á Facebook og 15.000 sinnum á Youtube. „Við settum myndbandið í loftið á föstudagsmorgun og klukkan ellefu á mánudagskvöld var áhorfið komið yfir hundrað þúsund. Ég hef aldrei upplifað svona svakalegt sprengjuvídeó og ég hef aldrei komast yfir hundrað þúsund áhorfa-múrinn á fjórum dögum á mínum ferli,“ segir Palli alsæll með viðtökurnar. Myndbandið er unnið af framleiðslufyrirtækinu Silent og sá Daníel Bjarnason um leikstjórn, Snædís Snorradóttir um framleiðslu og Hákon Sverrisson um stjórn kvikmyndatöku. Þá er lagið það fyrsta sem Páll Óskar gefur út í samvinnu við Jakob Reyni Jakobsson og Bjarka Hallbergsson, sem mynda tónlistarteymið DUSK. „Ég hef heyrt fallegar sögur og að allir helstu plötusnúðar landsins hafi spilað lagið strax á föstudagskvöldið eftir að það kom út á skemmtistöðunum. Ég er svo ánægður með þessi yndislega fallegu viðbrögð.“ Lagið fæst gefins á palloskar.is og eru fleiri lög væntanleg frá Palla. „Við leyfum þessu lagi að eiga sinn líftíma en við eigum nóg eftir,“ bætir Palli við. Hann er leið til Vestamannaeyja þar sem hann kemur fram á Húkkaraballinu annað kvöld. „Ég er að spila í fjóra sólarhringa í röð. Fyrst er það Húkkarinn á morgun, barnaskemmtun á föstudag, Akureyri á laugardag og svo flýg beint aftur til Eyja á sunnudag. Ég verð með ball í Dalnum frá klukkan þrjú til sex aðfaranótt mánudags, það er ekki leiðinlegt að fá að byrja og enda þjóhátíð.“ Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Fleiri fréttir Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Sjá meira
„Ég er ofsalega hrærður yfir þessum ótrúlegu viðtökum og svíf um á bleiku skýi,“ segir tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson. Hans nýjasta tónlistarmyndband við lagið Líttu upp í ljós hefur verið skoðað rúmlega 125.000 sinnum, þar af 110.000 sinnum á Facebook og 15.000 sinnum á Youtube. „Við settum myndbandið í loftið á föstudagsmorgun og klukkan ellefu á mánudagskvöld var áhorfið komið yfir hundrað þúsund. Ég hef aldrei upplifað svona svakalegt sprengjuvídeó og ég hef aldrei komast yfir hundrað þúsund áhorfa-múrinn á fjórum dögum á mínum ferli,“ segir Palli alsæll með viðtökurnar. Myndbandið er unnið af framleiðslufyrirtækinu Silent og sá Daníel Bjarnason um leikstjórn, Snædís Snorradóttir um framleiðslu og Hákon Sverrisson um stjórn kvikmyndatöku. Þá er lagið það fyrsta sem Páll Óskar gefur út í samvinnu við Jakob Reyni Jakobsson og Bjarka Hallbergsson, sem mynda tónlistarteymið DUSK. „Ég hef heyrt fallegar sögur og að allir helstu plötusnúðar landsins hafi spilað lagið strax á föstudagskvöldið eftir að það kom út á skemmtistöðunum. Ég er svo ánægður með þessi yndislega fallegu viðbrögð.“ Lagið fæst gefins á palloskar.is og eru fleiri lög væntanleg frá Palla. „Við leyfum þessu lagi að eiga sinn líftíma en við eigum nóg eftir,“ bætir Palli við. Hann er leið til Vestamannaeyja þar sem hann kemur fram á Húkkaraballinu annað kvöld. „Ég er að spila í fjóra sólarhringa í röð. Fyrst er það Húkkarinn á morgun, barnaskemmtun á föstudag, Akureyri á laugardag og svo flýg beint aftur til Eyja á sunnudag. Ég verð með ball í Dalnum frá klukkan þrjú til sex aðfaranótt mánudags, það er ekki leiðinlegt að fá að byrja og enda þjóhátíð.“
Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Fleiri fréttir Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Sjá meira