Einkarekstur er ekki einkavæðing Hulda Bjarnadóttir skrifar 29. júlí 2015 12:00 Einkarekstur og einkavæðing heilbrigðisþjónustunnar hafa verið talsvert í umræðunni og sumir telja þetta vera það sama. En einkarekstri má ekki rugla saman við einkavæðingu. Það er langur vegur á milli þessara hugtaka og þróunin yfir í aukinn einkarekstur mun ekki þýða að ríkið hætti að sjá okkur fyrir grunnþjónustu sem allir skattgreiðendur hafa rétt á og vilja fá. Það að heilbrigðiskerfið sé rekið með stoðþjónustu og aðstoð einkafyrirtækja er einfaldlega aðferð til að tryggja hagkvæmari og fjölbreyttari þjónustu, með minni tilkostnaði. Ríkið mun að lokum alltaf sinna því allra nauðsynlegasta. Það gerir skattgreiðandinn einfaldlega kröfu um.Kerfi er ekki bygging Og talandi um það. Hver segir að spítalaþjónusta sé bygging sem ríkið á og rekur? Er ekki einmitt nauðsynlegt að huga áfram að leiðum sem geta nýst sjúklingum og aðstandendum hvað best. Teljum við okkur hafa efni á þvi að stækka yfirbygginguna eða viljum við vera opin fyrir nýjum og hagkvæmari leiðum þar sem ríkið greiðir minna, sinnir skyldum sínum og sjúklingurinn greiðir sama verð þar sem þjónustan er þegin. Hinn endinn á þörf fyrir þjónustu er einmitt biðlistarnar sem verða til við takmörkun fjármagns og aðstöðuleysi af hálfu ríkisins. Af hverju ætti rík þjóð á borð við okkar að sætta sig við biðlista yfirhöfuð? Er það bara að verða venjan frekar en undantekningin? Og að sumir hafi ekki aðgengi að heimilislækni. Þannig er staðan á Íslandi í dag.Stýrt þjónustustig ríkisins Það er þó segin saga að þegar kemur að því að ræða einkarekstur verður fókusinn oftar en ekki á hagnað og laun þeirra sem sinna þjónustunni utan þeirrar byggingar sem kallast ríkisspítali. Það er þó löngu vitað að mörgum þjónustuþáttum er hægt að sinna utan spítalans, með minni tilkostnaði. Ríkið á og getur með ýmsu móti stýrt þjónustustigi til þeirra sem þurfa á heilbrigðisþjónustunni að halda. Án þess að það fari allt í gegnum eina gátt sem kallast spítali. Við erum eftirbátar Norðurlandaþjóða sem nýta sér einkarekstur margfalt meira en við. Og jú, vissulega geta einhverjir hagnast á því að vera með fyrirtæki í einkarekstri þar sem ríkið er einn stærsti viðskiptavinurinn. En á bak við fjölbreyttari þjónustu eru oftast nær framtaksamir og duglegir einstaklingar sem eru tilbúnir að leggja á sig mikla vinnu og oft á tíðum að leggja allt sitt undir. Og það þýðir að sama skapi að áhætta viðkomandi er töluverð – allt getur farið á versta veg. Það setur þrýsting á rekstraraðilann að veita framúrskarandi þjónustu svo að viðskiptavinurinn snúi aftur. Samkeppnin býr þannig til umhverfi sem hvetur alla til dáða og þeir sem hagnast mest eru sjúklingarnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Sjá meira
Einkarekstur og einkavæðing heilbrigðisþjónustunnar hafa verið talsvert í umræðunni og sumir telja þetta vera það sama. En einkarekstri má ekki rugla saman við einkavæðingu. Það er langur vegur á milli þessara hugtaka og þróunin yfir í aukinn einkarekstur mun ekki þýða að ríkið hætti að sjá okkur fyrir grunnþjónustu sem allir skattgreiðendur hafa rétt á og vilja fá. Það að heilbrigðiskerfið sé rekið með stoðþjónustu og aðstoð einkafyrirtækja er einfaldlega aðferð til að tryggja hagkvæmari og fjölbreyttari þjónustu, með minni tilkostnaði. Ríkið mun að lokum alltaf sinna því allra nauðsynlegasta. Það gerir skattgreiðandinn einfaldlega kröfu um.Kerfi er ekki bygging Og talandi um það. Hver segir að spítalaþjónusta sé bygging sem ríkið á og rekur? Er ekki einmitt nauðsynlegt að huga áfram að leiðum sem geta nýst sjúklingum og aðstandendum hvað best. Teljum við okkur hafa efni á þvi að stækka yfirbygginguna eða viljum við vera opin fyrir nýjum og hagkvæmari leiðum þar sem ríkið greiðir minna, sinnir skyldum sínum og sjúklingurinn greiðir sama verð þar sem þjónustan er þegin. Hinn endinn á þörf fyrir þjónustu er einmitt biðlistarnar sem verða til við takmörkun fjármagns og aðstöðuleysi af hálfu ríkisins. Af hverju ætti rík þjóð á borð við okkar að sætta sig við biðlista yfirhöfuð? Er það bara að verða venjan frekar en undantekningin? Og að sumir hafi ekki aðgengi að heimilislækni. Þannig er staðan á Íslandi í dag.Stýrt þjónustustig ríkisins Það er þó segin saga að þegar kemur að því að ræða einkarekstur verður fókusinn oftar en ekki á hagnað og laun þeirra sem sinna þjónustunni utan þeirrar byggingar sem kallast ríkisspítali. Það er þó löngu vitað að mörgum þjónustuþáttum er hægt að sinna utan spítalans, með minni tilkostnaði. Ríkið á og getur með ýmsu móti stýrt þjónustustigi til þeirra sem þurfa á heilbrigðisþjónustunni að halda. Án þess að það fari allt í gegnum eina gátt sem kallast spítali. Við erum eftirbátar Norðurlandaþjóða sem nýta sér einkarekstur margfalt meira en við. Og jú, vissulega geta einhverjir hagnast á því að vera með fyrirtæki í einkarekstri þar sem ríkið er einn stærsti viðskiptavinurinn. En á bak við fjölbreyttari þjónustu eru oftast nær framtaksamir og duglegir einstaklingar sem eru tilbúnir að leggja á sig mikla vinnu og oft á tíðum að leggja allt sitt undir. Og það þýðir að sama skapi að áhætta viðkomandi er töluverð – allt getur farið á versta veg. Það setur þrýsting á rekstraraðilann að veita framúrskarandi þjónustu svo að viðskiptavinurinn snúi aftur. Samkeppnin býr þannig til umhverfi sem hvetur alla til dáða og þeir sem hagnast mest eru sjúklingarnir.
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar