Einkarekstur er ekki einkavæðing Hulda Bjarnadóttir skrifar 29. júlí 2015 12:00 Einkarekstur og einkavæðing heilbrigðisþjónustunnar hafa verið talsvert í umræðunni og sumir telja þetta vera það sama. En einkarekstri má ekki rugla saman við einkavæðingu. Það er langur vegur á milli þessara hugtaka og þróunin yfir í aukinn einkarekstur mun ekki þýða að ríkið hætti að sjá okkur fyrir grunnþjónustu sem allir skattgreiðendur hafa rétt á og vilja fá. Það að heilbrigðiskerfið sé rekið með stoðþjónustu og aðstoð einkafyrirtækja er einfaldlega aðferð til að tryggja hagkvæmari og fjölbreyttari þjónustu, með minni tilkostnaði. Ríkið mun að lokum alltaf sinna því allra nauðsynlegasta. Það gerir skattgreiðandinn einfaldlega kröfu um.Kerfi er ekki bygging Og talandi um það. Hver segir að spítalaþjónusta sé bygging sem ríkið á og rekur? Er ekki einmitt nauðsynlegt að huga áfram að leiðum sem geta nýst sjúklingum og aðstandendum hvað best. Teljum við okkur hafa efni á þvi að stækka yfirbygginguna eða viljum við vera opin fyrir nýjum og hagkvæmari leiðum þar sem ríkið greiðir minna, sinnir skyldum sínum og sjúklingurinn greiðir sama verð þar sem þjónustan er þegin. Hinn endinn á þörf fyrir þjónustu er einmitt biðlistarnar sem verða til við takmörkun fjármagns og aðstöðuleysi af hálfu ríkisins. Af hverju ætti rík þjóð á borð við okkar að sætta sig við biðlista yfirhöfuð? Er það bara að verða venjan frekar en undantekningin? Og að sumir hafi ekki aðgengi að heimilislækni. Þannig er staðan á Íslandi í dag.Stýrt þjónustustig ríkisins Það er þó segin saga að þegar kemur að því að ræða einkarekstur verður fókusinn oftar en ekki á hagnað og laun þeirra sem sinna þjónustunni utan þeirrar byggingar sem kallast ríkisspítali. Það er þó löngu vitað að mörgum þjónustuþáttum er hægt að sinna utan spítalans, með minni tilkostnaði. Ríkið á og getur með ýmsu móti stýrt þjónustustigi til þeirra sem þurfa á heilbrigðisþjónustunni að halda. Án þess að það fari allt í gegnum eina gátt sem kallast spítali. Við erum eftirbátar Norðurlandaþjóða sem nýta sér einkarekstur margfalt meira en við. Og jú, vissulega geta einhverjir hagnast á því að vera með fyrirtæki í einkarekstri þar sem ríkið er einn stærsti viðskiptavinurinn. En á bak við fjölbreyttari þjónustu eru oftast nær framtaksamir og duglegir einstaklingar sem eru tilbúnir að leggja á sig mikla vinnu og oft á tíðum að leggja allt sitt undir. Og það þýðir að sama skapi að áhætta viðkomandi er töluverð – allt getur farið á versta veg. Það setur þrýsting á rekstraraðilann að veita framúrskarandi þjónustu svo að viðskiptavinurinn snúi aftur. Samkeppnin býr þannig til umhverfi sem hvetur alla til dáða og þeir sem hagnast mest eru sjúklingarnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Einkarekstur og einkavæðing heilbrigðisþjónustunnar hafa verið talsvert í umræðunni og sumir telja þetta vera það sama. En einkarekstri má ekki rugla saman við einkavæðingu. Það er langur vegur á milli þessara hugtaka og þróunin yfir í aukinn einkarekstur mun ekki þýða að ríkið hætti að sjá okkur fyrir grunnþjónustu sem allir skattgreiðendur hafa rétt á og vilja fá. Það að heilbrigðiskerfið sé rekið með stoðþjónustu og aðstoð einkafyrirtækja er einfaldlega aðferð til að tryggja hagkvæmari og fjölbreyttari þjónustu, með minni tilkostnaði. Ríkið mun að lokum alltaf sinna því allra nauðsynlegasta. Það gerir skattgreiðandinn einfaldlega kröfu um.Kerfi er ekki bygging Og talandi um það. Hver segir að spítalaþjónusta sé bygging sem ríkið á og rekur? Er ekki einmitt nauðsynlegt að huga áfram að leiðum sem geta nýst sjúklingum og aðstandendum hvað best. Teljum við okkur hafa efni á þvi að stækka yfirbygginguna eða viljum við vera opin fyrir nýjum og hagkvæmari leiðum þar sem ríkið greiðir minna, sinnir skyldum sínum og sjúklingurinn greiðir sama verð þar sem þjónustan er þegin. Hinn endinn á þörf fyrir þjónustu er einmitt biðlistarnar sem verða til við takmörkun fjármagns og aðstöðuleysi af hálfu ríkisins. Af hverju ætti rík þjóð á borð við okkar að sætta sig við biðlista yfirhöfuð? Er það bara að verða venjan frekar en undantekningin? Og að sumir hafi ekki aðgengi að heimilislækni. Þannig er staðan á Íslandi í dag.Stýrt þjónustustig ríkisins Það er þó segin saga að þegar kemur að því að ræða einkarekstur verður fókusinn oftar en ekki á hagnað og laun þeirra sem sinna þjónustunni utan þeirrar byggingar sem kallast ríkisspítali. Það er þó löngu vitað að mörgum þjónustuþáttum er hægt að sinna utan spítalans, með minni tilkostnaði. Ríkið á og getur með ýmsu móti stýrt þjónustustigi til þeirra sem þurfa á heilbrigðisþjónustunni að halda. Án þess að það fari allt í gegnum eina gátt sem kallast spítali. Við erum eftirbátar Norðurlandaþjóða sem nýta sér einkarekstur margfalt meira en við. Og jú, vissulega geta einhverjir hagnast á því að vera með fyrirtæki í einkarekstri þar sem ríkið er einn stærsti viðskiptavinurinn. En á bak við fjölbreyttari þjónustu eru oftast nær framtaksamir og duglegir einstaklingar sem eru tilbúnir að leggja á sig mikla vinnu og oft á tíðum að leggja allt sitt undir. Og það þýðir að sama skapi að áhætta viðkomandi er töluverð – allt getur farið á versta veg. Það setur þrýsting á rekstraraðilann að veita framúrskarandi þjónustu svo að viðskiptavinurinn snúi aftur. Samkeppnin býr þannig til umhverfi sem hvetur alla til dáða og þeir sem hagnast mest eru sjúklingarnir.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun