Lífið

Svona geturðu séð hver hefur eytt þér af Facebook

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Appið heitir Who Deleted Me?
Appið heitir Who Deleted Me? vísir/getty
Nýtt app sem gerir Facebook-notanda kleift að sjá hverjir hafa eytt honum út af vinalistanum sínum hefur nú verið kynnt til sögunnar.

Appið, sem heitir því upplýsandi nafni Who Deleted Me?, eða „Hver eyddi mér?“ er bæði fáanlegt í Android og iPhone-síma. Þá er líka hægt að bæta því við Google Chrome og Firefox-vafrana. Appinu svipar til appsins Who Unfollowed Me? sem er hugsað fyrir samfélagsmiðilinn Twitter.

Who Deleted Me? byrjar þó ekki að fara yfir glataða vináttu á Facebook fyrr en eftir að notandinn hefur hlaðið því niður, það er appið getur ekki séð hverjir hafa eytt þér út af Facebook fyrir þann tíma sem þú náðir þér í appið.


Tengdar fréttir

Getur ekki hætt að vinna í Facebook-leikjum

Verslunareigandinn Erna Margrét Oddsdóttir hefur vakið athygli fyrir það hve heppin hún hefur verið í hinum ýmsu Facebook-leikjum. Tekur tarnir í leikjum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×