Viðskipti innlent

Kleinuhringjaóðir Íslendingar: Enn hleypt inn í hollum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Allajafna eru dyraverðir aðeins í næturvinnu við Laugaveg en þessi hefur haft nóg að gera á milli 7 og 22.
Allajafna eru dyraverðir aðeins í næturvinnu við Laugaveg en þessi hefur haft nóg að gera á milli 7 og 22.
Aðstandendur Dunkin’ Donuts hoppa vafalítið hæð sína í lofti yfir viðtökunum sem kleinuhringjastaðurinn hefur fengið hjá íslenskum neytendum. Þriðja daginn í röð verður fólk að gjöra svo vel að bíða í góða veðrinu á Laugaveginum eftir að fá að kaupa sér kleinuhringi.

Á þriðja tímanum í dag.Vísir/Vilhelm
Á þriðja tímanum í dag voru á milli fimmtíu og sextíu manns í röðinni fyrir utan Laugaveg 3. Fjölmargir aðrir hægja á ferð sinni utan við staðinn og velta fyrir sér áhuganum sem augljóslega er mjög mikill.

Að neðan má sjá myndband frá fyrsta degi Dunkin’ Donuts á Íslandi. Nokkrir tugir fólks biðu næturlangt til þess að geta unnið sér inn gjafakort upp á sex kleinuhringi á viku yfir eitt ár. Fimmtíu fyrstu viðskiptavinir fengu slíkt gjafabréf en sumir hafa af einhverjum ástæðum síðan reynt að koma bréfinu í verð á sölusíðum.

Hér má sjá myndband frá röðinni í nótt og opnuninni í morgun. Það er ennþá fullt hús af fólki en allt gengur þetta fljótt og vel fyrir sig.Opið til 22 í kvöld :)

Posted by Dunkin' Donuts on Wednesday, August 5, 2015

Tengdar fréttir

Seldu um tólf þúsund kleinuhringi á fyrsta degi

„Við fórum út hálftíma seinna og það var stanslaust verið að afgreiða en það voru ennþá 200 manns í röðinni. Það var aldrei þannig að það var enginn í röð.“


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.