Seldu um tólf þúsund kleinuhringi á fyrsta degi Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 6. ágúst 2015 06:00 Standandi röð var allan daginn fyrir utan Dunkin' Donuts í gær. Vísir/Þórhildur Um tólf þúsund kleinuhringir voru seldir í gær á opnunardegi fyrsta Dunkin‘ Donuts staðarins á Íslandi. Þá seldust rúmlega tvö þúsund drykkjareiningar en samkvæmt Árna Pétri Jónssyni, forstjóra Dunkin‘ á Íslandi er óvanalegt að selt sé svo mikið af drykkjum á opnunardegi. „Við lokum klukkan tíu en það voru sjötíu og eitthvað manns í röðinni þegar ég lokaði þannig að við gerðum eins og er oft reglan hjá Dunkin‘, þá lokuðum við fyrir drykki og samlokusölu en allir sem voru í röðinni fengu að koma inn og kaupa kleinuhringi. Þess vegna vorum við ekki að loka fyrr en þrjátíu til fjörtíu mínútum síðar,“ segir Árni Pétur. Fólk hafði safnast saman í röð fyrir klukkan níu í fyrrakvöld og röðin hélst fram yfir lokun eins og fyrr segir. En komu þessar viðtökur á óvart? „Já kannski aðeins. Við áttum auðvitað von á góðum viðtökum, það hefur verið svo jákvætt viðmót á internetinu, á Facebook og Twitter og svo framvegis. Við áttum von a´því að það yrði mikil stemning fyrir opnuninni en þetta var aðeins meira en ég átti von á.“Kleinuhringir með íslenska fánanum voru í boði hjá Dunkin' Donuts í gær.Vísir/AtliNokkur þúsund kúnnar Hann segir að það sé ljóst að nokkur þúsund hafi komið og keypt sér kleinuhring, samloku eða drykk í gær en var ekki kominn með lokatölu yfir kúnna dagsins. „Við vorum að telja hérna af og til í dag, röðin gekk mjög hratt en það voru á tímabili hérna 200 til 220 manns í röðinni. Við fórum út hálftíma seinna og það var stanslaust verið að afgreiða en það voru ennþá 200 manns í röðinni. Það var aldrei þannig að það var enginn í röð.“ „Við vonumst eftir því að viðtökurnar verði áfram mjög góðar. Það er mikill spenningur, við finnum það, það er fólk hérna á glugganum á meðan ég tala við þig,“ segir Árni glettinn. „Við vonum að fólk sýni þessu áfram áhuga og eins voru viðtökurnar góðar. Það skiptir kannski öllu máli. Allir þeir sem komu í dag voru rosalega ánægðir með það sem þeir voru að fá hjá okkur. Við höfum ekki fengið neinn sem var ósáttur, hann hefur allavega ekki látið í sér heyra.“Margir Íslendingar beðið lengi Árni hælir starfsfólkinu í hástert. „Þetta er alveg með ólíkindum. Þau voru hér án þess að stoppa, þetta eru semsagt tvær vaktir. Þau varla settust niður allan tímann, rétt tóku smá pásu, fengu sér að borða og voru komin fram aftur. Unnu alveg óaðfinnanlega.“ Hann segir góða stemningu í hópnum. „Þau auðvitað átta sig á því að þetta er svolítið sérstakt að það sé verið að opna alþjóðlega kaffikeðju hérna.“ Fimmtíu fyrstu viðskiptavinirnir, og reyndar nokkrir til viðbótar vegna þess hve mikil stemning var í röðinni, fengu klippikort sem gefur handhafa frían kassa af kleinuhringjum á viku í heilt ár. „Það eru ótrúlega margir sem hafa kynnst þessu vörumerki í Bandaríkjunum. Annaðhvort í námi, sem au pair eða bara búið erlendis. Við erum að heyra frá ótrúlega mörgum, alveg frá ungum krökkum og upp í rígfullorðið fólk. Fullorðið fólk sem er að segja okkur að fyrir þrjátíu, fjörtíu árum hafi það verið í Bandaríkjunum, lært þar eða verið skiptinemi, þá fór það alltaf á Dunkin og hefur verið að vonast til þess í langan tíma að Dunkin myndi einhvern tímann komi til Íslands. Og þetta fólk stóð í röð.“Starfsfólkið var klárt í slaginn.vísir/pjetur Tengdar fréttir Hörðustu bolirnir fá kleinuhringi að andvirði 100.000 | Myndir Forráðamenn Dunkin' Donuts opnaðu fyrsta staðinn á Íslandi klukkan níu í morgun en um 200 manns voru þá mætt fyrir utan. 5. ágúst 2015 09:57 Opnun Dunkin' Donuts: "Nóttin köld en fljót að líða“ Agatha Rún Karlsdóttir var mætt fyrir utan stað Dunkin' Donuts á Laugavegi klukkan 19 í gærkvöldi. 5. ágúst 2015 07:42 Röð fyrir utan Dunkin' Donuts á Laugavegi Staðurinn opnar klukkan níu í fyrramálið en nú, tólf tímum áður, hafa spenntir viðskiptavinir raðað sér upp við innganginn. 4. ágúst 2015 21:13 Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Sjá meira
Um tólf þúsund kleinuhringir voru seldir í gær á opnunardegi fyrsta Dunkin‘ Donuts staðarins á Íslandi. Þá seldust rúmlega tvö þúsund drykkjareiningar en samkvæmt Árna Pétri Jónssyni, forstjóra Dunkin‘ á Íslandi er óvanalegt að selt sé svo mikið af drykkjum á opnunardegi. „Við lokum klukkan tíu en það voru sjötíu og eitthvað manns í röðinni þegar ég lokaði þannig að við gerðum eins og er oft reglan hjá Dunkin‘, þá lokuðum við fyrir drykki og samlokusölu en allir sem voru í röðinni fengu að koma inn og kaupa kleinuhringi. Þess vegna vorum við ekki að loka fyrr en þrjátíu til fjörtíu mínútum síðar,“ segir Árni Pétur. Fólk hafði safnast saman í röð fyrir klukkan níu í fyrrakvöld og röðin hélst fram yfir lokun eins og fyrr segir. En komu þessar viðtökur á óvart? „Já kannski aðeins. Við áttum auðvitað von á góðum viðtökum, það hefur verið svo jákvætt viðmót á internetinu, á Facebook og Twitter og svo framvegis. Við áttum von a´því að það yrði mikil stemning fyrir opnuninni en þetta var aðeins meira en ég átti von á.“Kleinuhringir með íslenska fánanum voru í boði hjá Dunkin' Donuts í gær.Vísir/AtliNokkur þúsund kúnnar Hann segir að það sé ljóst að nokkur þúsund hafi komið og keypt sér kleinuhring, samloku eða drykk í gær en var ekki kominn með lokatölu yfir kúnna dagsins. „Við vorum að telja hérna af og til í dag, röðin gekk mjög hratt en það voru á tímabili hérna 200 til 220 manns í röðinni. Við fórum út hálftíma seinna og það var stanslaust verið að afgreiða en það voru ennþá 200 manns í röðinni. Það var aldrei þannig að það var enginn í röð.“ „Við vonumst eftir því að viðtökurnar verði áfram mjög góðar. Það er mikill spenningur, við finnum það, það er fólk hérna á glugganum á meðan ég tala við þig,“ segir Árni glettinn. „Við vonum að fólk sýni þessu áfram áhuga og eins voru viðtökurnar góðar. Það skiptir kannski öllu máli. Allir þeir sem komu í dag voru rosalega ánægðir með það sem þeir voru að fá hjá okkur. Við höfum ekki fengið neinn sem var ósáttur, hann hefur allavega ekki látið í sér heyra.“Margir Íslendingar beðið lengi Árni hælir starfsfólkinu í hástert. „Þetta er alveg með ólíkindum. Þau voru hér án þess að stoppa, þetta eru semsagt tvær vaktir. Þau varla settust niður allan tímann, rétt tóku smá pásu, fengu sér að borða og voru komin fram aftur. Unnu alveg óaðfinnanlega.“ Hann segir góða stemningu í hópnum. „Þau auðvitað átta sig á því að þetta er svolítið sérstakt að það sé verið að opna alþjóðlega kaffikeðju hérna.“ Fimmtíu fyrstu viðskiptavinirnir, og reyndar nokkrir til viðbótar vegna þess hve mikil stemning var í röðinni, fengu klippikort sem gefur handhafa frían kassa af kleinuhringjum á viku í heilt ár. „Það eru ótrúlega margir sem hafa kynnst þessu vörumerki í Bandaríkjunum. Annaðhvort í námi, sem au pair eða bara búið erlendis. Við erum að heyra frá ótrúlega mörgum, alveg frá ungum krökkum og upp í rígfullorðið fólk. Fullorðið fólk sem er að segja okkur að fyrir þrjátíu, fjörtíu árum hafi það verið í Bandaríkjunum, lært þar eða verið skiptinemi, þá fór það alltaf á Dunkin og hefur verið að vonast til þess í langan tíma að Dunkin myndi einhvern tímann komi til Íslands. Og þetta fólk stóð í röð.“Starfsfólkið var klárt í slaginn.vísir/pjetur
Tengdar fréttir Hörðustu bolirnir fá kleinuhringi að andvirði 100.000 | Myndir Forráðamenn Dunkin' Donuts opnaðu fyrsta staðinn á Íslandi klukkan níu í morgun en um 200 manns voru þá mætt fyrir utan. 5. ágúst 2015 09:57 Opnun Dunkin' Donuts: "Nóttin köld en fljót að líða“ Agatha Rún Karlsdóttir var mætt fyrir utan stað Dunkin' Donuts á Laugavegi klukkan 19 í gærkvöldi. 5. ágúst 2015 07:42 Röð fyrir utan Dunkin' Donuts á Laugavegi Staðurinn opnar klukkan níu í fyrramálið en nú, tólf tímum áður, hafa spenntir viðskiptavinir raðað sér upp við innganginn. 4. ágúst 2015 21:13 Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Sjá meira
Hörðustu bolirnir fá kleinuhringi að andvirði 100.000 | Myndir Forráðamenn Dunkin' Donuts opnaðu fyrsta staðinn á Íslandi klukkan níu í morgun en um 200 manns voru þá mætt fyrir utan. 5. ágúst 2015 09:57
Opnun Dunkin' Donuts: "Nóttin köld en fljót að líða“ Agatha Rún Karlsdóttir var mætt fyrir utan stað Dunkin' Donuts á Laugavegi klukkan 19 í gærkvöldi. 5. ágúst 2015 07:42
Röð fyrir utan Dunkin' Donuts á Laugavegi Staðurinn opnar klukkan níu í fyrramálið en nú, tólf tímum áður, hafa spenntir viðskiptavinir raðað sér upp við innganginn. 4. ágúst 2015 21:13