Skálað innan um stjörnurnar Guðrún Ansnes skrifar 3. september 2015 09:00 Brynja segist hafa notið þess að skreppa yfir til L.A. í sólina, en milli þess sem hún skálaði við fræga fólkið skellti hún sér á ströndina. Vísir/Anton „Þetta var tryllt, L.A. er náttúrulega tryllt, maður hættir eiginlega að muna hvers vegna maður er hérna á þessu skeri,“ segir Brynja Dan Gunnarsdóttir sem lagði land undir fót um liðna helgi og kíkti á fylgifisk MTV-tónlistarhátíðarinnar, eftirpartí Adidas og hönnuðarins Jeremys Scott. „Partíið er rosalega stórt dæmi og eitt þriggja sem haldin eru eftir MTV-verðlaunahátíðina. Þangað mæta þessar stjörnur,“ segir Brynja aðspurð um umfang þessa teitis. „Þarna var allt fullt af frægum andlitum sem maður er vanur að sjá í fjölmiðlum og öryggisgæslan eftir því. Allir í Adidas og frekar afslappað andrúmsloft. Partíið var haldið í lestarstöð sem búið var að lífga upp á. Um leið og ég labbaði inn sat söngkonan Demi Lovato á afgirtu svæði, og það var stranglega bannað að smella af henni myndum. Ég var svolítið að reyna að laumast til að taka myndir, lét eins og ég væri að taka sjálfu og það gekk misvel, hún vildi svolítið halda sig bara út af fyrir sig, á meðan Jeremy Scott lék á als oddi og blikkaði mann og var til í allt,“ segir Brynja og skellir upp úr, en hún sá um að varpa stemningunni beint á klakann, þar sem hún sá um Nova-snapchatið á meðan. Hún segist þó alfarið hafa látið símann eiga sig eftir að lífvörður poppprinsessunnar og tískugyðjunnar Rita Ora hafði afskipti af henni. „Ég fór út á reyksvæðið þar sem hún var og hugsaði mér gott til glóðarinnar, og smellti í eina sjálfu. Áður en ég vissi af hafði vígalegur lífvörður hrifsað af mér símann og eytt öllum myndum af henni út,“ útskýrir Brynja og bætir við að þessi óhugnanlegi lífvörður hafi svo brosað út í annað og verið hið besta skinn. „Hann var einfaldlega að vinna vinnuna sína og passa uppá að Rita yrði ekki mynduð úti að reykja, það er náttúrulega ekki í boði.“ Brynja segist ekki hafa verið sérlega stressuð eða meðvituð um að hún væri að bjóða hálfri þjóðinni með sér í ferðalag, en Nova-snappið er eitt vinsælasta snapp landsins. „Ég fékk smá hnút í magann þegar ég kynnti mig inn en það bráði fljótlega af mér, og ég var farin að vaxa á mér efri vörina áður en langt um leið,“ segir hún glettnislega í lokin. Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Fleiri fréttir Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Sjá meira
„Þetta var tryllt, L.A. er náttúrulega tryllt, maður hættir eiginlega að muna hvers vegna maður er hérna á þessu skeri,“ segir Brynja Dan Gunnarsdóttir sem lagði land undir fót um liðna helgi og kíkti á fylgifisk MTV-tónlistarhátíðarinnar, eftirpartí Adidas og hönnuðarins Jeremys Scott. „Partíið er rosalega stórt dæmi og eitt þriggja sem haldin eru eftir MTV-verðlaunahátíðina. Þangað mæta þessar stjörnur,“ segir Brynja aðspurð um umfang þessa teitis. „Þarna var allt fullt af frægum andlitum sem maður er vanur að sjá í fjölmiðlum og öryggisgæslan eftir því. Allir í Adidas og frekar afslappað andrúmsloft. Partíið var haldið í lestarstöð sem búið var að lífga upp á. Um leið og ég labbaði inn sat söngkonan Demi Lovato á afgirtu svæði, og það var stranglega bannað að smella af henni myndum. Ég var svolítið að reyna að laumast til að taka myndir, lét eins og ég væri að taka sjálfu og það gekk misvel, hún vildi svolítið halda sig bara út af fyrir sig, á meðan Jeremy Scott lék á als oddi og blikkaði mann og var til í allt,“ segir Brynja og skellir upp úr, en hún sá um að varpa stemningunni beint á klakann, þar sem hún sá um Nova-snapchatið á meðan. Hún segist þó alfarið hafa látið símann eiga sig eftir að lífvörður poppprinsessunnar og tískugyðjunnar Rita Ora hafði afskipti af henni. „Ég fór út á reyksvæðið þar sem hún var og hugsaði mér gott til glóðarinnar, og smellti í eina sjálfu. Áður en ég vissi af hafði vígalegur lífvörður hrifsað af mér símann og eytt öllum myndum af henni út,“ útskýrir Brynja og bætir við að þessi óhugnanlegi lífvörður hafi svo brosað út í annað og verið hið besta skinn. „Hann var einfaldlega að vinna vinnuna sína og passa uppá að Rita yrði ekki mynduð úti að reykja, það er náttúrulega ekki í boði.“ Brynja segist ekki hafa verið sérlega stressuð eða meðvituð um að hún væri að bjóða hálfri þjóðinni með sér í ferðalag, en Nova-snappið er eitt vinsælasta snapp landsins. „Ég fékk smá hnút í magann þegar ég kynnti mig inn en það bráði fljótlega af mér, og ég var farin að vaxa á mér efri vörina áður en langt um leið,“ segir hún glettnislega í lokin.
Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Fleiri fréttir Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Sjá meira