Stórbrotnar golfmyndir Stebba Hilmars Stefán Árni Pálsson skrifar 3. september 2015 14:30 Stefán Hilmarsson hefur náð mögnuðum myndum á golfvellinum í sumar. vísir/stefán „Ég tek stundum myndir á vellinum, einkum ef veður er gott og skýjafar fallegt,“ segir söngvarinn Stefán Hilmarsson, sem hefur stundað það í sumar að taka ótrúlega fallegar myndir á miðjum golfhring. „Ég smelli af með símanum á milli högga. Ef ég er í stuði og hef smá tíma á teig, þá leik ég mér kannski aðeins með myndirnar með fulltingi tækninnar.“ Stefán er nokkuð sprækur golfari en greinilega enn betri ljósmyndari. Hér að neðan má sjá þessar ótrúlegu ljósmyndir sem söngvari Sálarinnar hefur náð í sumar. Með myndunum má lesa það sem Stefán skrifaði á Facebook þegar hann deildi myndunum.Esjan 30. ágúst: „Tók þátt í golfmóti VITA-ferða í Mosó í dag. Þar er einkar fallegt útsýni, sér í lagi þegar skýin varpa skuggamyndum á Esjuna.“Vísir/stefánGrafarholt 23. júlí: „Kvöldsólin baðar 12. flöt Grafarholtsvallar í kvöld. Kylfingar tveir búa sig undir pútt, sá þriðji beygir sig eftir knetti sínum, býsna beygður eftir nokkrar raunir á brautinni. Gleðin fangaði hann þó fljótt aftur og hafði sá sigur þegar upp var staðið. #WinSomeLoseSome“Vísir/stefánKorpúlfsstaðir 27. ágúst: „Frábær dagur við Korpúlfsstaði. Oft hefur maður hugsað út í stórhug Thors Jensen, sem lét reisa þetta mikla hús undir kúabú á sínum tíma, þegar flest híbýli hérlendis voru hóflegri að gerð, svo ekki sé meira sagt. Jörðina keypti Thor af öðru mikilmenni, Einari Benediktssyni. Á unglingsárum vann ég nokkur sumur í Gufuneskirkjugarði, spölkorn frá. Oft var mér þá starsýnt á Korpúlfsstaði og fannst mikið til koma, en mig minnir að þá hafi þar ekki verið mikil starfsemi, ef nokkur. Reyndar var þetta nánast eina húsið sem sjáanlegt var úr garðinum, sem nú er í miðri byggð. Lokasumarið mitt í Gufunesi lærði ég á bíl og lét kennarinn mig jafnan rúnta til og frá Korpúlfsstöðum til að þjálfa mig í malarvegaakstri. Nú er spilað golf á túnum Thors. Ólíklegt er að hann hafi séð það fyrir.“Vísir/stefánMosfellsbær 18. júlí, Hlíðarvöllur: „Það er vel þolanlegt að bíða aðeins á teig í svona veðri og með þetta útsýni.“Vísir/StefánMyndir úr Heiðmörk 3. ágúst: „Það var ljúft að vakna ferskur og fjallhress í morgun og bruna í golf. Hinn glæsilegi Urriðavöllur við Heiðmörk skartar nú sínu fegursta, einhver fallegasti völlur í N-Evrópu. Sá er þó sýnd veiði, en ekki gefin, einatt mikil áskorun, með löngum par 4-brautum og leikhættum hvarvetna utan brauta. Enda var þetta barátta. En ánægjulegt sem endranær.“Önnur mynd úr Heiðmörk. Golfvöllurinn Oddur í útjaðri Heiðmerkur.vísir/stefán Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Fleiri fréttir „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Sjá meira
„Ég tek stundum myndir á vellinum, einkum ef veður er gott og skýjafar fallegt,“ segir söngvarinn Stefán Hilmarsson, sem hefur stundað það í sumar að taka ótrúlega fallegar myndir á miðjum golfhring. „Ég smelli af með símanum á milli högga. Ef ég er í stuði og hef smá tíma á teig, þá leik ég mér kannski aðeins með myndirnar með fulltingi tækninnar.“ Stefán er nokkuð sprækur golfari en greinilega enn betri ljósmyndari. Hér að neðan má sjá þessar ótrúlegu ljósmyndir sem söngvari Sálarinnar hefur náð í sumar. Með myndunum má lesa það sem Stefán skrifaði á Facebook þegar hann deildi myndunum.Esjan 30. ágúst: „Tók þátt í golfmóti VITA-ferða í Mosó í dag. Þar er einkar fallegt útsýni, sér í lagi þegar skýin varpa skuggamyndum á Esjuna.“Vísir/stefánGrafarholt 23. júlí: „Kvöldsólin baðar 12. flöt Grafarholtsvallar í kvöld. Kylfingar tveir búa sig undir pútt, sá þriðji beygir sig eftir knetti sínum, býsna beygður eftir nokkrar raunir á brautinni. Gleðin fangaði hann þó fljótt aftur og hafði sá sigur þegar upp var staðið. #WinSomeLoseSome“Vísir/stefánKorpúlfsstaðir 27. ágúst: „Frábær dagur við Korpúlfsstaði. Oft hefur maður hugsað út í stórhug Thors Jensen, sem lét reisa þetta mikla hús undir kúabú á sínum tíma, þegar flest híbýli hérlendis voru hóflegri að gerð, svo ekki sé meira sagt. Jörðina keypti Thor af öðru mikilmenni, Einari Benediktssyni. Á unglingsárum vann ég nokkur sumur í Gufuneskirkjugarði, spölkorn frá. Oft var mér þá starsýnt á Korpúlfsstaði og fannst mikið til koma, en mig minnir að þá hafi þar ekki verið mikil starfsemi, ef nokkur. Reyndar var þetta nánast eina húsið sem sjáanlegt var úr garðinum, sem nú er í miðri byggð. Lokasumarið mitt í Gufunesi lærði ég á bíl og lét kennarinn mig jafnan rúnta til og frá Korpúlfsstöðum til að þjálfa mig í malarvegaakstri. Nú er spilað golf á túnum Thors. Ólíklegt er að hann hafi séð það fyrir.“Vísir/stefánMosfellsbær 18. júlí, Hlíðarvöllur: „Það er vel þolanlegt að bíða aðeins á teig í svona veðri og með þetta útsýni.“Vísir/StefánMyndir úr Heiðmörk 3. ágúst: „Það var ljúft að vakna ferskur og fjallhress í morgun og bruna í golf. Hinn glæsilegi Urriðavöllur við Heiðmörk skartar nú sínu fegursta, einhver fallegasti völlur í N-Evrópu. Sá er þó sýnd veiði, en ekki gefin, einatt mikil áskorun, með löngum par 4-brautum og leikhættum hvarvetna utan brauta. Enda var þetta barátta. En ánægjulegt sem endranær.“Önnur mynd úr Heiðmörk. Golfvöllurinn Oddur í útjaðri Heiðmerkur.vísir/stefán
Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Fleiri fréttir „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“