Ítrekað sektuð fyrir að leggja fellihýsi sínu á eigin lóð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. september 2015 14:00 Fellihýsinu er lagt á mörkum einkalóðar og borgarlands Stella Leifsdóttir Stella Leifsdóttir, íbúi í Bakkaseli í Breiðholti, er ósátt með Bílastæðasjóð sem hefur ítrekað sektað hana fyrir að leggja fellihýsi sínu á lóð í eigu Reykjavíkurborgar þrátt fyrir að fellihýsinu sé lagt inn á hennar einkalóð. Stella hefur áður fengið sambærilegar sektir niðurfelldar og skilur ekki afhverju Bílastæðasjóður heldur áfram að sekta hana. Bílastæðasjóður segist ætla að skoða málið en hún þurfi að fá leyfi frá byggingarfulltrúa fyrir því geyma vagninn fyrir aftan bílskúr sinn. Stella leggur fellihýsinu fyrir aftan bílskúr sinn á lóðarrönd i eigu íbúanna í Bakkaseli. Þessi rönd er tengd opnu grænu svæði í eigu Reykjavíkurborgar. Stella telur mögulegt að bílastæðaverðir hafi ruglast vegna þess að engar lóðarmerkingar eru á lóðamörkunum, það sé hinsvegar einkennilegt að þeir haldi áfram að sekta hana en hún hefur áður kvartað til Bílastæðasjóðs vegna stöðumælasektar af sama toga, og fengið hana niðurfellda. „Ég fékk tvær sektir um daginn en kærði það og Bílastæðasjóður felldi niður sektina á þeim grundvelli að sektin hefði verið ólögleg, vagninn var inni á okkar lóð. Ég fæ svo þrjár sektir í síðustu viku. Þeir koma hérna nánast á hverjum degi og sekta. Það er mjög skrýtið að þeir átti sig ekki á því að ég er búinn að fá niðurfellingu á sekt áður.“Rauða strikið er þar sem Stella hefur lagt fellihýsi sínu. Ljósgræna ræman er hluti af lóð hennar, dökkgræni flöturinn er borgarlóð.SkjáskotStöðumælaverðir átti sig kannski ekki á því að þetta sé einkalóð Telur Stella líklegt að starfsmenn Bílastæðasjóðs átti sig ekki á því að fellihýsið sé inni á einkalóð en eins og sjá má á meðfylgjandi myndum er erfitt að greina hvar græna svæðið hefst og lóðin endar. Fellihýsum og tjaldvögnum er oft lagt ólöglega yfir sumartímann á þessu svæði í eigu borgarinnar og hafa eigendur þeirra verið sektaðir í gegnum tíðina. „Yfir sumarið eru margir að leggja á þessu græna svæði og ég skil að þeir fái sekt enda á borgin þetta svæði. Ég legg hinsvegar mínum vagni beint fyrir aftan bílskúrinn okkar á okkar eigin lóð. Hinir vagnarnir hafa verið sektaðir öðru hverju í gegnum árin enda ekki óeðlilegt að menn fá sekt sé vögnum lagt á opnum svæðum. Stöðumælaverðir sekta okkur kannski vegna þess að þeir sjá ekki muninn á lóðinni okkar og opna svæðinu sem borgin á.“ Stella er ósátt við að þurfa að fara í gegnum ferlið til þess að fá sektina niðurfellda í hvert einasta skipti, ferli sem hún segir að sé óþarflega flókið. Næsta skref hjá Stellu er að fara í gegnum þetta ferli á nýjan leik til þess að sjá til þess að sektin falli niður en hún veltir því þó fyrir sér hvað gerist segi Bílastæðastjóður einfaldlega nei. „Það er skrýtin stefna að geta ekki komið til móts við mann þegar maður bendir á aðstæður, sérstaklega þegar maður hefur fengið niðurfellingu áður. Maður þarf alltaf að fara einhverja bónaleið. Ég þarf að leggjast á hnéin og biðja þá vinsamlegast að fella niður sekt fyrir eitthvað sem ég er með inni á minni eigin lóð. Það er alveg undir þeim komið hver niðurstaðan verður, hvað ef þeir segja bara nei?“Stella fékk þrjár sektir í síðustu vikuStella LeifsdóttirÞarf leyfi byggingarfulltrúa Í samtali við Bílastæðasjóð fékk Vísir þær upplýsingar að yfirleitt væri ekki farið inn á einkalóðir til þess að sekta en í svipuðum máli væri yfirleitt haft samband við viðkomandi og þeim bent á að fá leyfi hjá byggingarfulltrúa þar sem ekki væri leyfilegt að geyma skráð ökutæki á öðrum stöðum en bílastæðum. „Þetta tilvik virðist vera á mörkunum en það á ekki að skipta máli ef aðeins beislið er úti á borgarlóð og það ekki fyrir gangandi vegfarendum. Við viljum ekki ganga of langt og við munum skoða þetta mál. Hinsvegar eru fellihýsi skráð ökutæki og þau eiga að vera á bílastæðum. Í svipuðum málum höfum við beðið viðkomandi að sækja um leyfi til byggingarfulltrúa til að nota það svæði sem ökutækið er geymt á sem bílastæði og þegar það leyfi er fengið höfum við fellt niður gjaldið. Strangt til tekið þurfa íbúar að fá leyfi frá byggingarfulltrúa ætli þeir sér að nýta annað en bílastæði undir skráð ökutæki. Grasblettir eru ekki bílastæði.“Ekki víst að byggingarfulltrúi veiti leyfi vegna aðstæðna á staðnum Bílastæðasjóður segir að þó að einu sinni hafi fengist niðurfelling sé það ekki ávísun á það að niðurfelling fáist í hvert skipti. „Þetta höfum við heyrt margoft áður en þó svo að fólk hafi fengið niðurfellingu einu sinni er ekki þar með sagt að öll önnur brot í framtíðinni verði felld niður.“ Stella er hvött til þess að hafa samband við Bílastæðasjóð vegna málsins og farið verði yfir það með henni og líklega muni það enda með því að hún þurfi að sækja um leyfi til byggingarfulltrúa fyrir að fá að geyma fellihýsi sitt, ekki sé þó víst að slíkt leyfi fáist komi í ljós að eina leiðin til þess að nálgast fellihýsið sé að keyra í gegnum borgarland. „Hún þarf að setja málið í áfrýjunarferli og við munum svo ræða við hana í kjölfarið. Ef hún fær leyfi frá byggingarfulltrúa má hún nota þetta svæði áfram fyrir vagninn sinn. Ég sé það samt að líklega þurfa þau að keyra yfir borgarland til þess að ná í vagninn og það er t.d. ekki leyfilegt. Það er því spurning hvort að byggingarfulltrúi gefi slíkt leyfi.“ Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Sjá meira
Stella Leifsdóttir, íbúi í Bakkaseli í Breiðholti, er ósátt með Bílastæðasjóð sem hefur ítrekað sektað hana fyrir að leggja fellihýsi sínu á lóð í eigu Reykjavíkurborgar þrátt fyrir að fellihýsinu sé lagt inn á hennar einkalóð. Stella hefur áður fengið sambærilegar sektir niðurfelldar og skilur ekki afhverju Bílastæðasjóður heldur áfram að sekta hana. Bílastæðasjóður segist ætla að skoða málið en hún þurfi að fá leyfi frá byggingarfulltrúa fyrir því geyma vagninn fyrir aftan bílskúr sinn. Stella leggur fellihýsinu fyrir aftan bílskúr sinn á lóðarrönd i eigu íbúanna í Bakkaseli. Þessi rönd er tengd opnu grænu svæði í eigu Reykjavíkurborgar. Stella telur mögulegt að bílastæðaverðir hafi ruglast vegna þess að engar lóðarmerkingar eru á lóðamörkunum, það sé hinsvegar einkennilegt að þeir haldi áfram að sekta hana en hún hefur áður kvartað til Bílastæðasjóðs vegna stöðumælasektar af sama toga, og fengið hana niðurfellda. „Ég fékk tvær sektir um daginn en kærði það og Bílastæðasjóður felldi niður sektina á þeim grundvelli að sektin hefði verið ólögleg, vagninn var inni á okkar lóð. Ég fæ svo þrjár sektir í síðustu viku. Þeir koma hérna nánast á hverjum degi og sekta. Það er mjög skrýtið að þeir átti sig ekki á því að ég er búinn að fá niðurfellingu á sekt áður.“Rauða strikið er þar sem Stella hefur lagt fellihýsi sínu. Ljósgræna ræman er hluti af lóð hennar, dökkgræni flöturinn er borgarlóð.SkjáskotStöðumælaverðir átti sig kannski ekki á því að þetta sé einkalóð Telur Stella líklegt að starfsmenn Bílastæðasjóðs átti sig ekki á því að fellihýsið sé inni á einkalóð en eins og sjá má á meðfylgjandi myndum er erfitt að greina hvar græna svæðið hefst og lóðin endar. Fellihýsum og tjaldvögnum er oft lagt ólöglega yfir sumartímann á þessu svæði í eigu borgarinnar og hafa eigendur þeirra verið sektaðir í gegnum tíðina. „Yfir sumarið eru margir að leggja á þessu græna svæði og ég skil að þeir fái sekt enda á borgin þetta svæði. Ég legg hinsvegar mínum vagni beint fyrir aftan bílskúrinn okkar á okkar eigin lóð. Hinir vagnarnir hafa verið sektaðir öðru hverju í gegnum árin enda ekki óeðlilegt að menn fá sekt sé vögnum lagt á opnum svæðum. Stöðumælaverðir sekta okkur kannski vegna þess að þeir sjá ekki muninn á lóðinni okkar og opna svæðinu sem borgin á.“ Stella er ósátt við að þurfa að fara í gegnum ferlið til þess að fá sektina niðurfellda í hvert einasta skipti, ferli sem hún segir að sé óþarflega flókið. Næsta skref hjá Stellu er að fara í gegnum þetta ferli á nýjan leik til þess að sjá til þess að sektin falli niður en hún veltir því þó fyrir sér hvað gerist segi Bílastæðastjóður einfaldlega nei. „Það er skrýtin stefna að geta ekki komið til móts við mann þegar maður bendir á aðstæður, sérstaklega þegar maður hefur fengið niðurfellingu áður. Maður þarf alltaf að fara einhverja bónaleið. Ég þarf að leggjast á hnéin og biðja þá vinsamlegast að fella niður sekt fyrir eitthvað sem ég er með inni á minni eigin lóð. Það er alveg undir þeim komið hver niðurstaðan verður, hvað ef þeir segja bara nei?“Stella fékk þrjár sektir í síðustu vikuStella LeifsdóttirÞarf leyfi byggingarfulltrúa Í samtali við Bílastæðasjóð fékk Vísir þær upplýsingar að yfirleitt væri ekki farið inn á einkalóðir til þess að sekta en í svipuðum máli væri yfirleitt haft samband við viðkomandi og þeim bent á að fá leyfi hjá byggingarfulltrúa þar sem ekki væri leyfilegt að geyma skráð ökutæki á öðrum stöðum en bílastæðum. „Þetta tilvik virðist vera á mörkunum en það á ekki að skipta máli ef aðeins beislið er úti á borgarlóð og það ekki fyrir gangandi vegfarendum. Við viljum ekki ganga of langt og við munum skoða þetta mál. Hinsvegar eru fellihýsi skráð ökutæki og þau eiga að vera á bílastæðum. Í svipuðum málum höfum við beðið viðkomandi að sækja um leyfi til byggingarfulltrúa til að nota það svæði sem ökutækið er geymt á sem bílastæði og þegar það leyfi er fengið höfum við fellt niður gjaldið. Strangt til tekið þurfa íbúar að fá leyfi frá byggingarfulltrúa ætli þeir sér að nýta annað en bílastæði undir skráð ökutæki. Grasblettir eru ekki bílastæði.“Ekki víst að byggingarfulltrúi veiti leyfi vegna aðstæðna á staðnum Bílastæðasjóður segir að þó að einu sinni hafi fengist niðurfelling sé það ekki ávísun á það að niðurfelling fáist í hvert skipti. „Þetta höfum við heyrt margoft áður en þó svo að fólk hafi fengið niðurfellingu einu sinni er ekki þar með sagt að öll önnur brot í framtíðinni verði felld niður.“ Stella er hvött til þess að hafa samband við Bílastæðasjóð vegna málsins og farið verði yfir það með henni og líklega muni það enda með því að hún þurfi að sækja um leyfi til byggingarfulltrúa fyrir að fá að geyma fellihýsi sitt, ekki sé þó víst að slíkt leyfi fáist komi í ljós að eina leiðin til þess að nálgast fellihýsið sé að keyra í gegnum borgarland. „Hún þarf að setja málið í áfrýjunarferli og við munum svo ræða við hana í kjölfarið. Ef hún fær leyfi frá byggingarfulltrúa má hún nota þetta svæði áfram fyrir vagninn sinn. Ég sé það samt að líklega þurfa þau að keyra yfir borgarland til þess að ná í vagninn og það er t.d. ekki leyfilegt. Það er því spurning hvort að byggingarfulltrúi gefi slíkt leyfi.“
Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði