Sagði alla vita að Sigmundur Davíð væri hetja sem léti hvorki kúga sig né hóta sér Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. júní 2015 12:29 Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, vildi vita hverju kröfuhafar hefðu hótað forsætisráðherra. Vísir/GVA Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, spurði Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, út í ummæli hans í DV í liðinni viku um að honum og landinu hefði verið hótað í tengslum við afnám gjaldeyrishafta. Vildi þingmaðurinn vita í hverju þessar hótanir hafi falist enda sagði hann að taka bæri það alvarlega ef mönnum væri hótað. Þá spurði Steingrímur jafnframt hvort að ráðherrann hefði leitað til lögreglu vegna hótananna og jafnvel kært þær eða hvort hann ætlaði að gera það. Bætti þingmaðurinn við að honum þætti erfitt að hafa engar aðrar upplýsingar en óljósar fréttir úr DV um málið.Hótanir bæði vegna Icesave og afnáms hafta Sigmundur Davíð kvaðst alloft hafa lýst ýmsu í framgöngu kröfuhafa og þeim aðferðum sem þeir beita til þess að gæta hagsmuna sinna. Hann fagnaði því sérstaklega að Steingrímur J. Sigfússon væri nú farinn að taka þessa umræðu alvarlega og sagði að þingmaðurinn hefði mátt gera það miklu fyrr. Forsætisráðherra sagði hótanir af ýmsu tagi hafa legið í loftinu, ekki bara vegna afnáms gjaldeyrishafta, heldur nefndi hann einnig Icesave. „Þar var því haldið fram af sumum stjórnmálamönnum og álitsgjöfum að það færi illa fyrir Íslandi á allan mögulegan hátt ef að við létum ekki undan þrýstingi um að taka á okkur Icesave-kröfurnar. Svipaða umræðu hefur verið reynt að setja af stað í tengslum við þetta mál. [...] En við höfum ekki í þessu máli, frekar en í Icesave-málinu, látið slíka tilburði hafa nokkur einustu áhrif á okkur enda væri það algjörlega óásættanlegt fyrir sjálfstæða þjóð að láta slíkar aðferðir hafa einhver áhrif á ákvarðanatöku,“ sagði Sigmundur Davíð.„Skelfing er þetta nú aumt“ Steingrímur sagðist ekki hafa verið að spyrja um Icesave og að hann hefði ekki farið í pontu svo forsætisráðherra gæti enn einu sinni komið því á framfæri við þjóðina að hann væri hetja sem léti ekki kúga sig eða hóta sér. „Það vitum við auðvitað öll, hann er búinn að segja það svo oft sjálfur að það liggur alveg fyrir opinberlega.“ Þingmaðurinn ítrekaði svo spurningu sína um umræddar hótanir og hverjar þær væru, ekki síst vegna frumvarpa um afnám gjaldeyrishafta sem bíða nú afgreiðslu á þingi. Steingrímur sagði að þá kynnu að vera uppi efasemdir um það að samningaleiðin væri nægjanleg. „Skelfing er þetta nú aumt. Voðalega er nú lágt lagst þegar dregnar eru fram svona langsóttar tilraunir til þess að gera það tortryggilegt sem háttvirtur þingmaður, eins og allir aðrir í þessum sal, fagnaði fyrir fáeinum vikum síðan en sér væntanlega núna eitthvað tækifæri í því að búa til tortryggni um þetta mál eins og allt annað.“ Sigmundur sagði svo að Steingrímur þyrfti ekkert að fullyrða um það að forsætisráðherra sjálfur héldi því fram að hann væri einhver hetja. „En ef ég ætlaði að læra slíkt af einhverjum þá myndi ég líta til viðtala við háttvirtan þingmann Steingrím J. Sigfússon á síðasta kjörtímabili. Þar skorti ekki lýsingarnar á eigin ágæti.“ Alþingi Tengdar fréttir Kom hálfhlæjandi í pontu og sagði fyrirspurn „sérkennilega“ Árni Páll Árnason spurði Sigmund Davíð Gunnlaugsson út í stöðugleikaskilyrði vegna nauðasamninga þrotabúa bankanna. 29. júní 2015 10:51 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, spurði Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, út í ummæli hans í DV í liðinni viku um að honum og landinu hefði verið hótað í tengslum við afnám gjaldeyrishafta. Vildi þingmaðurinn vita í hverju þessar hótanir hafi falist enda sagði hann að taka bæri það alvarlega ef mönnum væri hótað. Þá spurði Steingrímur jafnframt hvort að ráðherrann hefði leitað til lögreglu vegna hótananna og jafnvel kært þær eða hvort hann ætlaði að gera það. Bætti þingmaðurinn við að honum þætti erfitt að hafa engar aðrar upplýsingar en óljósar fréttir úr DV um málið.Hótanir bæði vegna Icesave og afnáms hafta Sigmundur Davíð kvaðst alloft hafa lýst ýmsu í framgöngu kröfuhafa og þeim aðferðum sem þeir beita til þess að gæta hagsmuna sinna. Hann fagnaði því sérstaklega að Steingrímur J. Sigfússon væri nú farinn að taka þessa umræðu alvarlega og sagði að þingmaðurinn hefði mátt gera það miklu fyrr. Forsætisráðherra sagði hótanir af ýmsu tagi hafa legið í loftinu, ekki bara vegna afnáms gjaldeyrishafta, heldur nefndi hann einnig Icesave. „Þar var því haldið fram af sumum stjórnmálamönnum og álitsgjöfum að það færi illa fyrir Íslandi á allan mögulegan hátt ef að við létum ekki undan þrýstingi um að taka á okkur Icesave-kröfurnar. Svipaða umræðu hefur verið reynt að setja af stað í tengslum við þetta mál. [...] En við höfum ekki í þessu máli, frekar en í Icesave-málinu, látið slíka tilburði hafa nokkur einustu áhrif á okkur enda væri það algjörlega óásættanlegt fyrir sjálfstæða þjóð að láta slíkar aðferðir hafa einhver áhrif á ákvarðanatöku,“ sagði Sigmundur Davíð.„Skelfing er þetta nú aumt“ Steingrímur sagðist ekki hafa verið að spyrja um Icesave og að hann hefði ekki farið í pontu svo forsætisráðherra gæti enn einu sinni komið því á framfæri við þjóðina að hann væri hetja sem léti ekki kúga sig eða hóta sér. „Það vitum við auðvitað öll, hann er búinn að segja það svo oft sjálfur að það liggur alveg fyrir opinberlega.“ Þingmaðurinn ítrekaði svo spurningu sína um umræddar hótanir og hverjar þær væru, ekki síst vegna frumvarpa um afnám gjaldeyrishafta sem bíða nú afgreiðslu á þingi. Steingrímur sagði að þá kynnu að vera uppi efasemdir um það að samningaleiðin væri nægjanleg. „Skelfing er þetta nú aumt. Voðalega er nú lágt lagst þegar dregnar eru fram svona langsóttar tilraunir til þess að gera það tortryggilegt sem háttvirtur þingmaður, eins og allir aðrir í þessum sal, fagnaði fyrir fáeinum vikum síðan en sér væntanlega núna eitthvað tækifæri í því að búa til tortryggni um þetta mál eins og allt annað.“ Sigmundur sagði svo að Steingrímur þyrfti ekkert að fullyrða um það að forsætisráðherra sjálfur héldi því fram að hann væri einhver hetja. „En ef ég ætlaði að læra slíkt af einhverjum þá myndi ég líta til viðtala við háttvirtan þingmann Steingrím J. Sigfússon á síðasta kjörtímabili. Þar skorti ekki lýsingarnar á eigin ágæti.“
Alþingi Tengdar fréttir Kom hálfhlæjandi í pontu og sagði fyrirspurn „sérkennilega“ Árni Páll Árnason spurði Sigmund Davíð Gunnlaugsson út í stöðugleikaskilyrði vegna nauðasamninga þrotabúa bankanna. 29. júní 2015 10:51 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Kom hálfhlæjandi í pontu og sagði fyrirspurn „sérkennilega“ Árni Páll Árnason spurði Sigmund Davíð Gunnlaugsson út í stöðugleikaskilyrði vegna nauðasamninga þrotabúa bankanna. 29. júní 2015 10:51