Innlent

Fræða konur um hjartveiki

ingibjörg bára sveinsdóttir skrifar
Rauðklæddar konur afhentu borgarstjórn tákn átaksins.
Rauðklæddar konur afhentu borgarstjórn tákn átaksins. fréttablaðið/valli
GoRed-átakinu var hleypt af stokkunum í gær þegar rauðklæddar konur afhentu borgarstjórn Reykjavíkur næluna rauða kjólinn sem er tákn átaksins.

GoRed er alheimsátak á vegum World Heart Federation til að fræða konur um áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma, einkennin og hvernig hægt er að minnka líkurnar á að fá þessa sjúkdóma.

Hjarta- og æðasjúkdómar eru algengasta dánarorsök kvenna á Íslandi eins og annars staðar í heiminum. Jafnmargar konur og karlar látast árlega af völdum þessara sjúkdóma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×