Urgur í ræktinni vegna umfjöllunar Þóru Arnórs Jakob Bjarnar skrifar 18. febrúar 2015 16:08 Þóra er ekki hátt skrifuð í ræktinni nú um mundir en Ívar telur umfjöllun hennar einkennast af algjöru þekkingarleysi. vísir Fréttamagasín Ríkissjónvarpsins, Kastljós, bauð í vikunni uppá innslag um fæðubótarefni og er þar gengið svo langt að segja fæðubótarefni óþörf. Rætt er við Ingibjörgu Gunnarsdóttur, deildarstjóra Næringarstofu við Landsspítala, sem segir heilbrigða einstaklinga ekki þurfa á þessu að halda; þeir þiggja sína næringu úr mat sínum. Hún segir auglýsingar á fæðubótarefnum oft villandi og brjóti jafnvel í bága við reglur.Gramir líkamsræktarmenn Þetta hefur lagst afar illa í líkamsræktarfólk. Þeir sem eru harðir í líkamsræktinni nota fæðubótarefni og þar er Ívar Guðmundsson útvarpsmaður og líkamsræktarfrömuður með meiru sannarlega engin undantekning en hann hefur, ásamt félaga sínum Arnari Grant, selt orkudrykkinn Hámark undanfarin ár og próteinstangir, með góðum árangri. Ívar segist ekki vita hvort þessi umfjöllun muni reynast þeim félögum skaðleg, efast reyndar um það. „Við erum að stíla inná fólk á öllum aldri. Þetta er bara einfaldur og tilbúinn næringardrykkur. Þetta er fitulaus léttmjólk í grunninn með mysupróteini, ekki minna náttúrulegt en mjólkin úr beljunni. Bara búið að bæta meiri næringu í.“ Þegar Vísir náði tali af Ívari var hann í ræktinni, nema hvað, og góður að sögn. Hann segir rétt að menn í líkamsræktarbransanum séu heitir vegna þessarar umfjöllunar. Og bendir á grein sem formaður Fitness, Einar Guðmann, ritaði á Facebook um málið. „Það er ekki að ástæðulausu að afreksfólk í íþróttum, hvar sem er í heiminum, og í hvaða íþróttagrein sem er, notar einhver fæðubótarefni,“ segir Ívar og bendir á að fæðubótarefni séu prótein, kreatín og amínósýrur sem hjálpa fólki til við að endurnýja vöðvana, eða viðhalda styrk.Umfjöllun útí bláinn „Þú ert ekkert að fara heim og elda þér nautasteik til að fá 25 grömm af próteini strax eftir æfingu. Þá er betra að taka þetta í einum drykk eða hvernig sem þú tekur þetta inn. Það er enginn að segja að þetta komi í staðinn fyrir mat, aldrei, en þetta getur hjálpað þér að endurnýja orkuna fyrr. Og svo er verið að blanda saman við þetta Amino Energy sem er náttúrlega orkudrykkur fyrir ræktina, eykur blóðflæði og þú tekur aðeins meira á því. En, það gerir ekkert mikið meira fyrir þig,“ segir Ívar: „Að blanda því svo saman við umfjöllun um einhverja mjólk sem er náttúrlega alveg útí bláinn.“ Ívar segir umfjöllun Kastljóssins einkennast af þekkingarleysi. „Þetta var klaufalega einföld umfjöllun, því ekki var leitað til neins sem hefur reynslu af því að nota fæðubótarefni um lengri eða skemmri tíma. Eða hvernig á að nota það. Þetta leggst ekkert illa í okkur, neinei, við vitum bara betur. Okkur fannst menn mega eyða meiri tíma í að kynna sér málin betur og hafa fleiri hliðar. Alltaf betra að leyfa fólki að velja þá út frá réttum staðreyndum.“ Annar líkamsræktarfrömuður sem hefur gagnrýnt umfjöllun Þóru Arnórsdóttur í Kastljósinu er svo Egill Einarsson. Hann var í viðtali í útvarpsþættinum Harmageddon og dró ekki af sér í gagnrýni sinni á íslenska næringarfræðinga sem hann telur að séu með allt niðrum sig. Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Fréttamagasín Ríkissjónvarpsins, Kastljós, bauð í vikunni uppá innslag um fæðubótarefni og er þar gengið svo langt að segja fæðubótarefni óþörf. Rætt er við Ingibjörgu Gunnarsdóttur, deildarstjóra Næringarstofu við Landsspítala, sem segir heilbrigða einstaklinga ekki þurfa á þessu að halda; þeir þiggja sína næringu úr mat sínum. Hún segir auglýsingar á fæðubótarefnum oft villandi og brjóti jafnvel í bága við reglur.Gramir líkamsræktarmenn Þetta hefur lagst afar illa í líkamsræktarfólk. Þeir sem eru harðir í líkamsræktinni nota fæðubótarefni og þar er Ívar Guðmundsson útvarpsmaður og líkamsræktarfrömuður með meiru sannarlega engin undantekning en hann hefur, ásamt félaga sínum Arnari Grant, selt orkudrykkinn Hámark undanfarin ár og próteinstangir, með góðum árangri. Ívar segist ekki vita hvort þessi umfjöllun muni reynast þeim félögum skaðleg, efast reyndar um það. „Við erum að stíla inná fólk á öllum aldri. Þetta er bara einfaldur og tilbúinn næringardrykkur. Þetta er fitulaus léttmjólk í grunninn með mysupróteini, ekki minna náttúrulegt en mjólkin úr beljunni. Bara búið að bæta meiri næringu í.“ Þegar Vísir náði tali af Ívari var hann í ræktinni, nema hvað, og góður að sögn. Hann segir rétt að menn í líkamsræktarbransanum séu heitir vegna þessarar umfjöllunar. Og bendir á grein sem formaður Fitness, Einar Guðmann, ritaði á Facebook um málið. „Það er ekki að ástæðulausu að afreksfólk í íþróttum, hvar sem er í heiminum, og í hvaða íþróttagrein sem er, notar einhver fæðubótarefni,“ segir Ívar og bendir á að fæðubótarefni séu prótein, kreatín og amínósýrur sem hjálpa fólki til við að endurnýja vöðvana, eða viðhalda styrk.Umfjöllun útí bláinn „Þú ert ekkert að fara heim og elda þér nautasteik til að fá 25 grömm af próteini strax eftir æfingu. Þá er betra að taka þetta í einum drykk eða hvernig sem þú tekur þetta inn. Það er enginn að segja að þetta komi í staðinn fyrir mat, aldrei, en þetta getur hjálpað þér að endurnýja orkuna fyrr. Og svo er verið að blanda saman við þetta Amino Energy sem er náttúrlega orkudrykkur fyrir ræktina, eykur blóðflæði og þú tekur aðeins meira á því. En, það gerir ekkert mikið meira fyrir þig,“ segir Ívar: „Að blanda því svo saman við umfjöllun um einhverja mjólk sem er náttúrlega alveg útí bláinn.“ Ívar segir umfjöllun Kastljóssins einkennast af þekkingarleysi. „Þetta var klaufalega einföld umfjöllun, því ekki var leitað til neins sem hefur reynslu af því að nota fæðubótarefni um lengri eða skemmri tíma. Eða hvernig á að nota það. Þetta leggst ekkert illa í okkur, neinei, við vitum bara betur. Okkur fannst menn mega eyða meiri tíma í að kynna sér málin betur og hafa fleiri hliðar. Alltaf betra að leyfa fólki að velja þá út frá réttum staðreyndum.“ Annar líkamsræktarfrömuður sem hefur gagnrýnt umfjöllun Þóru Arnórsdóttur í Kastljósinu er svo Egill Einarsson. Hann var í viðtali í útvarpsþættinum Harmageddon og dró ekki af sér í gagnrýni sinni á íslenska næringarfræðinga sem hann telur að séu með allt niðrum sig.
Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira