Lífið

Hundrað mögulegir Mars-farar standa eftir

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Svona er áætlað að híbýli fólksins komi til með að líta út.
Svona er áætlað að híbýli fólksins komi til með að líta út. vísir/mars one
Forráðamenn Mars One verkefnisins hafa valið hundrað sjálfboðaliða, af þeim 202.586 sem sóttu um, til áframhaldandi þátttöku í leiðangri verkefnisins til Mars. Af þeim hundrað sem eftir standa munu 24 halda í ferð til rauðu pláneturnar vitandi að þeir muni aldrei snúa aftur.

Hugmyndin er sú að fólkið muni ferðast til Mars og stofna þar nýlendu. Í upphafi var fækkað í hópnum niður í þúsund manns, þaðan niður í 660 og að endingu standa hundrað manns eftir. Heimsbyggðin fær að hafa áhrif á það hverjir fá að fara í ferðina örlagaríku.

Af þeim sem eftir standa koma 39 frá Ameríku, 31 frá Evrópu, sextán frá Asíu og sjö frá Afríku og Eyjaálfu hvorri um sig. Norðurlöndin eiga sína fulltrúa í hópnum í hinum 34 ára Cristian Knudsen frá Danmörku og hinum tvítuga Robin frá Noregi. Hægt er að skoða upplýsingar og myndbönd frá þeim sem eftir standa með því að smella hér.

Mars One verkefnið er hugarsmíð hollensks auðjöfurs sem hefur tröllatrú á því. Bas Landsorp ætlar sér að láta það verða að veruleika þrátt fyrir fjölda af tæknilegum hindrunum. Áætlaður kostnaður er um tuttugu milljarðar evra og á að sækja þær í tekjur af sýningu frá ferðinni. Mars One verður einn stærsti raunveruleikaþáttur sögunnar.


Tengdar fréttir

Mars-landnemar valdir í raunveruleikaþætti

Samtökin Mars One, sem hyggjast senda fjörutíu landnema til Mars árið 2025, munu setja af stað raunveruleikaþátt til þess að velja heppilegustu landnemana.

Sækja um að fá að búa á Mars

Hefur þú áhuga á að eyða restinni af ævinni á Mars? Þú getur þá sótt um að fá far þangað. Ekki er fyrirhugað að komið verði aftur til jarðar.

Síðasta stoppistöð: Mars

Maðurinn mun heimsækja Mars. Hvenær og hvernig er óvíst. Hollenskir frumkvöðlar fullyrða að lausnin felist í raunveruleikasjónvarpi og léttgeggjuðum þátttakendum sem lítill skortur er á.

Landnemar óskast - allir geta sótt um

Hollensku samtökin Mars One bjóða nú áhugasömum jarðarbúum varanlega dvöl á Mars. Stefnt er að því að fyrstu landnemarnir stígi fæti á rauðu plánetuna árið 2023.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.