Haltu kjafti, heyrnarlaus Magnús Guðmundsson skrifar 22. júní 2015 07:00 Það er freistandi tilhugsun að setja kvóta á málbein íslenskra stjórnmálamanna. Í þessu gæti falist ákveðin hvíld fyrir lúna og langþreytta Íslendinga sem furða sig oft og tíðum á innihaldslitlu gaspri og óviðeigandi orðbragði íslenskra ráðamanna. Ágætis dæmi um þetta má finna í ummælum Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur sem sagðist: „Vona að þetta fólk geti rifið hausinn út úr rassgatinu á sér bara þennan eina dag.“ Tilefnið mótmæli á Austurvelli að morgni þjóðhátíðardagsins þann 17. júní. Sitt sýnist hverjum um mótmæli gegn starfandi ríkisstjórn á þessum degi á þessari stund. En flestir geta þó vonandi verið sammála um að Guðfinnu Jóhönnu er lítill sómi að orðfærinu en það dugði henni þó til þess að ná eyrum landsmanna. Í þessu tilviki hefði því mögulega einhvers konar málbeins- eða tjáningarkvóti getað komið borgarfulltrúanum til bjargar. En svo var ekki og auðvitað er það hið besta mál. Réttur okkar til tjáningar er einn helsti hornsteinn lýðræðisríkis og grundvöllur almennra mannréttinda. Hugmyndin um málbeinskvóta er því afleit hvernig sem á er litið. Engu að síður þarf hluti íslensku þjóðarinnar þó að búa við slíkan málbeinskvóta. Sætta sig við það að ársfjórðungslega sé ekki í boði að tjá sig við þann þorra þjóðarinnar sem hefur íslenskuna sem fyrsta mál. Þessi hópur má búa við það að þurfa að halda kjafti um menn og málefni, geta ekki farið í atvinnuviðtöl eða tekið þátt í opinberri umræðu. Þurfa að þegja þunnu hljóði í útskriftarveislum og brúðkaupum þegar sum okkar finna hjá sér þörf til þess að segja úr ræðustól eitthvað fallegt við þá sem okkur þykir vænt um og svo mætti lengi telja. Þessi hópur er heyrnarlausir Íslendingar. Fyrsta tungumál heyrnarlausra Íslendinga er táknmál en hins vegar eru afar fáir Íslendingar sem læra það tungumál enda er það ekki hluti af námsskrá skólakerfisins. Þar er þó kennd bæði enska og danska og reyndar fleiri tungumál sem er allt eins fallegt svo við getum reynt að gera okkur skiljanleg við túristaflauminn. How do you like Iceland? Ársfjórðungslega gerist það að túlkasjóður heyrnarlausra klárast og heyrnarlausir fá skilaboð um að nú þurfi þeir að halda kjafti fram að næstu úthlutun. Þeim er þó vonandi ekki sagt það með þessum fruntalegu orðum enda enginn sómi að slíku orðfæri – en það hentar hugsanlega til þess að ná eyrum ráðamanna. Í nágrannalöndum okkar eru engar takmarkanir á sambærilegum sjóðum. Kannski vegna þess að heyrnarlausir eru heyrnarlausir allt árið – líka á Íslandi, eða einfaldlega vegna þess að þar er litið á réttinn til tjáningar sem grundvallarmannréttindi. Nágrannaþjóðir okkar hafa líka staðfest sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, eitthvað sem er löngu tímabært að Alþingi Íslendinga komi í verk, en það mundi jafngilda lögum um þessi sjálfsögðu réttindi. Og tíminn til úrlausnar á þessum smánarbletti á íslensku samfélagi er núna. Þögn þeirra sem fara með málaflokkinn er margfalt verri en gaspur misviturra pólitíkusa um allt og ekkert, þjóðinni til mæðu á tyllidögum sem aðra daga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Það er freistandi tilhugsun að setja kvóta á málbein íslenskra stjórnmálamanna. Í þessu gæti falist ákveðin hvíld fyrir lúna og langþreytta Íslendinga sem furða sig oft og tíðum á innihaldslitlu gaspri og óviðeigandi orðbragði íslenskra ráðamanna. Ágætis dæmi um þetta má finna í ummælum Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur sem sagðist: „Vona að þetta fólk geti rifið hausinn út úr rassgatinu á sér bara þennan eina dag.“ Tilefnið mótmæli á Austurvelli að morgni þjóðhátíðardagsins þann 17. júní. Sitt sýnist hverjum um mótmæli gegn starfandi ríkisstjórn á þessum degi á þessari stund. En flestir geta þó vonandi verið sammála um að Guðfinnu Jóhönnu er lítill sómi að orðfærinu en það dugði henni þó til þess að ná eyrum landsmanna. Í þessu tilviki hefði því mögulega einhvers konar málbeins- eða tjáningarkvóti getað komið borgarfulltrúanum til bjargar. En svo var ekki og auðvitað er það hið besta mál. Réttur okkar til tjáningar er einn helsti hornsteinn lýðræðisríkis og grundvöllur almennra mannréttinda. Hugmyndin um málbeinskvóta er því afleit hvernig sem á er litið. Engu að síður þarf hluti íslensku þjóðarinnar þó að búa við slíkan málbeinskvóta. Sætta sig við það að ársfjórðungslega sé ekki í boði að tjá sig við þann þorra þjóðarinnar sem hefur íslenskuna sem fyrsta mál. Þessi hópur má búa við það að þurfa að halda kjafti um menn og málefni, geta ekki farið í atvinnuviðtöl eða tekið þátt í opinberri umræðu. Þurfa að þegja þunnu hljóði í útskriftarveislum og brúðkaupum þegar sum okkar finna hjá sér þörf til þess að segja úr ræðustól eitthvað fallegt við þá sem okkur þykir vænt um og svo mætti lengi telja. Þessi hópur er heyrnarlausir Íslendingar. Fyrsta tungumál heyrnarlausra Íslendinga er táknmál en hins vegar eru afar fáir Íslendingar sem læra það tungumál enda er það ekki hluti af námsskrá skólakerfisins. Þar er þó kennd bæði enska og danska og reyndar fleiri tungumál sem er allt eins fallegt svo við getum reynt að gera okkur skiljanleg við túristaflauminn. How do you like Iceland? Ársfjórðungslega gerist það að túlkasjóður heyrnarlausra klárast og heyrnarlausir fá skilaboð um að nú þurfi þeir að halda kjafti fram að næstu úthlutun. Þeim er þó vonandi ekki sagt það með þessum fruntalegu orðum enda enginn sómi að slíku orðfæri – en það hentar hugsanlega til þess að ná eyrum ráðamanna. Í nágrannalöndum okkar eru engar takmarkanir á sambærilegum sjóðum. Kannski vegna þess að heyrnarlausir eru heyrnarlausir allt árið – líka á Íslandi, eða einfaldlega vegna þess að þar er litið á réttinn til tjáningar sem grundvallarmannréttindi. Nágrannaþjóðir okkar hafa líka staðfest sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, eitthvað sem er löngu tímabært að Alþingi Íslendinga komi í verk, en það mundi jafngilda lögum um þessi sjálfsögðu réttindi. Og tíminn til úrlausnar á þessum smánarbletti á íslensku samfélagi er núna. Þögn þeirra sem fara með málaflokkinn er margfalt verri en gaspur misviturra pólitíkusa um allt og ekkert, þjóðinni til mæðu á tyllidögum sem aðra daga.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun