Sigldi í kringum hnöttinn til að vekja athygli á MS-sjúkdómnum Linda Blöndal skrifar 22. júní 2015 09:44 Tuttugu og átta ára gamall Íslendingur sem hefur glímt við MS sjúkdóminn í mörg ár segir hnattsiglingu í þágu vitundarvakningar um sjúkdóminn hafa gefið sér aukinn kraft og sjálfstæði. Hann var í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær en fréttina má sjá hér að ofan. Bjarni Dagbjartsson sem býr í Noregi lauk nýlega þátttöku í alþjóðlegri hnattsiglingu á 67 feta seglskútu sem nefnist Oceans of Hope. Nafn sem má útleggja sem Hafsjó vonar. Um borð í seglskútunni eru, auk fastra áhafnarmeðlima, að jafnaði fjórir til sjö einstaklingar með MS. Skútan lagði úr höfn í Kaupmannahöfn í júní í fyrra og mun leggja að baki 61 þúsund kílómetra en komið er við í um 30 höfnum.Sýnir hvers fólk með MS er megnugt Bjarni fékk fyrstu einkenni MS fimmtán ára og greindist með sjúkdóminn árið 2011 og í fyrra höfðu veikindin dregið úr honum mikinn þrótt. Bjarni sem á erfitt með að halda jafnvægi og að ganga, kom í land á föstudag eftir þriggja vikna siglingu yfir opið haf. Rúmlega þrettán hundruð sjómílur með austurströnd Ástralíu, frá Sidney til borgarinnar Cairns þar í landi. Þátttaka hans í siglingunni hefur meðal annars vakið athygli í norskra sjónvarpinu. Siglingu Oceans of Hope er ætlað að sýna fram á hvers fólk með MS er megnugt þrátt fyrir erfiðan og langvinnan sjúkdóm, sem eins og í tilviki Bjarna fer versnandi.Vildi athuga hvar mörkin eru „Þetta var þvílík upplifun. Þetta var mjög krefjandi. Ég á mjög erfitt með að labba og jafnvægið og þegar maður er á seglbát þá reynir mjög mikið á jafnvægið og að standa í lappirnar,“ segir Bjarni í samtali við Stöð 2. Siglingin í kringum jörðina er nú hálfnuð. „Ég hef aldrei siglt áður og mig langaði bara að athuga hvar mörkin væru,“ segir Bjarni. Bjarni vill með ferð sinni safna fé til rannsókna á MS en hann heldur nú söfnun á vefnum svo aðrir MS sjúklingar geti farið í siglingar eins og hann. Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Sjá meira
Tuttugu og átta ára gamall Íslendingur sem hefur glímt við MS sjúkdóminn í mörg ár segir hnattsiglingu í þágu vitundarvakningar um sjúkdóminn hafa gefið sér aukinn kraft og sjálfstæði. Hann var í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær en fréttina má sjá hér að ofan. Bjarni Dagbjartsson sem býr í Noregi lauk nýlega þátttöku í alþjóðlegri hnattsiglingu á 67 feta seglskútu sem nefnist Oceans of Hope. Nafn sem má útleggja sem Hafsjó vonar. Um borð í seglskútunni eru, auk fastra áhafnarmeðlima, að jafnaði fjórir til sjö einstaklingar með MS. Skútan lagði úr höfn í Kaupmannahöfn í júní í fyrra og mun leggja að baki 61 þúsund kílómetra en komið er við í um 30 höfnum.Sýnir hvers fólk með MS er megnugt Bjarni fékk fyrstu einkenni MS fimmtán ára og greindist með sjúkdóminn árið 2011 og í fyrra höfðu veikindin dregið úr honum mikinn þrótt. Bjarni sem á erfitt með að halda jafnvægi og að ganga, kom í land á föstudag eftir þriggja vikna siglingu yfir opið haf. Rúmlega þrettán hundruð sjómílur með austurströnd Ástralíu, frá Sidney til borgarinnar Cairns þar í landi. Þátttaka hans í siglingunni hefur meðal annars vakið athygli í norskra sjónvarpinu. Siglingu Oceans of Hope er ætlað að sýna fram á hvers fólk með MS er megnugt þrátt fyrir erfiðan og langvinnan sjúkdóm, sem eins og í tilviki Bjarna fer versnandi.Vildi athuga hvar mörkin eru „Þetta var þvílík upplifun. Þetta var mjög krefjandi. Ég á mjög erfitt með að labba og jafnvægið og þegar maður er á seglbát þá reynir mjög mikið á jafnvægið og að standa í lappirnar,“ segir Bjarni í samtali við Stöð 2. Siglingin í kringum jörðina er nú hálfnuð. „Ég hef aldrei siglt áður og mig langaði bara að athuga hvar mörkin væru,“ segir Bjarni. Bjarni vill með ferð sinni safna fé til rannsókna á MS en hann heldur nú söfnun á vefnum svo aðrir MS sjúklingar geti farið í siglingar eins og hann.
Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Sjá meira