Innlent

20 stiga hita spáð á föstudag

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Veðrið verður með besta móti í vikunni.
Veðrið verður með besta móti í vikunni. Vísir/GVA
Útlit er fyrir að hiti á landinu fari hækkandi í vikulok en spáð er allt að 20 stiga hita á föstudag. Íslendingar hvar sem þeir staddir eru á landinu verða því að bera á sig sólvörn til þess að forðast sólbruna. Hvassast verður syðst á landinu en bjartviðri í flestum landshlutum. Hlýjast verður norðan- og vestanlands.

Birtir víða til yfir daginn í dag, einkum á Norðurlandi. Skýjað að mestu sunnan- og austanlands á morgun, en bjartviðri norðan- og norðvestantil. Hiti verður 8 til 18 stig að deginum og hlýjast vestanlands.

Léttskýjað verður í vikunni en þó skýjað að mestu sunnan- og austanlands og hiti 7 til 17 stig á miðvikudag og fimmtudag. Hins vegar verður allvíða hafgola.

Um næstu helgi verður áfram hlýtt í veðri en skýjað með köflum sunnan- og austantil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×