Of karllæg menning innan lögreglunnar Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 22. júní 2015 19:19 Kona sem innanríkisráðuneytið braut á við skipun í starf aðstoðaryfirlögregluþjóns segir menninguna innan lögreglunnar vera of karllæga og hún útilokar ekki skaðabótamál gegn ríkinu. Innanríkisráðherra segir koma til greina að breyta reglugerð til að koma í veg fyrir að málið endurtaki sig. Gná Guðjónsdóttir, fyrrverandi lögreglufulltrúi, starfaði sem lögreglukona í fjórtán ár áður en hún hélt utan til að starfa sem yfirmaður í lögreglu Sameinuðu þjóðanna. Í febrúar í fyrra sótti hún um stöðu aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Var hún boðuð í viðtal en komst á endanum ekki í tíu manna úrtak. Þrír karlmenn voru skipaðir í stöðurnar en Gná óskaði í kjölfarið eftir rökstuðningi og málsgögnum. Kærði hún málið til kærunefndar jafnréttismála. Kærunefndin komst að þeirri niðurstöðu að sú mælistika sem notuð var við stigagjöf í ráðningarferlinu hefði gefið karlkyns umsækjendum forgjöf. Þannig var starfsreynsla Gnáar, bæði hér heima og erlendis, að engu metin. Þá skoraði hún fullt hús stiga í tungumálakunnáttu en sá liður í ráðningarferlinu var látinn falla niður þegar niðurstöður voru teknar saman. Raunar mat hæfisnefndin það sem svo að að minnsta kosti fimm spurningar af þeim sjö sem beint var til umsækjanda hefðu verið háðar annmörkum. Þá segir í úrskurði nefndarinnar: „Þykir kærði ekki hafa sýnt fram á að aðrar ástæður en kynferði hennar hafi legið þar til grundvallar.“Gná hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hún fari fram á skaðabætur frá íslenska ríkinu en útilokar það ekki. Hún segir menninguna innan lögreglunnar vera of karllæga og því komist konur ekki í stjórnunarstörf. Þessu þurfi að breyta. „Mig langar bara að setja þetta í samhengi við þennan dag sem er nú nýliðinn, 19. júní, þegar konur fengu kosningarétt,“ segir Gná. „Það má eiginlega segja að konur í lögreglunni hafi ekki kosningarétt á meðan þær hafa ekki tækifæri til að sitja í yfirstjórn og fá að taka þátt í að móta bæði innri og ytri stefnu lögreglunnar.“ Ólöf Nordal innanríkisráðherra segir að ráðuneytið muni nú taka til skoðunar reglugerð þar sem kveðið er á um störf hæfisnefndarinnar.Kallar þetta á einhverjar aðgerðir af hálfu ráðuneytisins?„Ég gæti alveg ímyndað mér að við munum breyta þessari reglugerð en ég vil ekki úttala mig um það fyrr en ég er kominn með það í hendurnar,” segir Ólöf. Hanna Birna Kristjánsdóttir var innanríkisráðherra þegar ákvörðunin var tekin en Ólöf segir hana hafa tekið rétta ákvörðun miðað við fyrirliggjandi gögn. „Hæfisnefndin kom með sínar tillögur, þar voru karlmenn metnir hæfastir. Ráðherra gerir þá það sem að honum ber, velur þá til starfsins.“ Tengdar fréttir Lög brotin: Karlar fengu forgjöf þegar ráðið var í yfirmannsstöðu hjá lögreglu Innanríkisráðuneytið braut lög við ráðningu þriggja karla í stöðu aðstoðaryfirlögregluþjóna á höfuðborgarsvæðinu. Kona sem gegnt hafði yfirmannsstöðu á vegum Sameinuðu þjóðanna komst ekki í lokaúrtakið. 22. júní 2015 07:15 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Kona sem innanríkisráðuneytið braut á við skipun í starf aðstoðaryfirlögregluþjóns segir menninguna innan lögreglunnar vera of karllæga og hún útilokar ekki skaðabótamál gegn ríkinu. Innanríkisráðherra segir koma til greina að breyta reglugerð til að koma í veg fyrir að málið endurtaki sig. Gná Guðjónsdóttir, fyrrverandi lögreglufulltrúi, starfaði sem lögreglukona í fjórtán ár áður en hún hélt utan til að starfa sem yfirmaður í lögreglu Sameinuðu þjóðanna. Í febrúar í fyrra sótti hún um stöðu aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Var hún boðuð í viðtal en komst á endanum ekki í tíu manna úrtak. Þrír karlmenn voru skipaðir í stöðurnar en Gná óskaði í kjölfarið eftir rökstuðningi og málsgögnum. Kærði hún málið til kærunefndar jafnréttismála. Kærunefndin komst að þeirri niðurstöðu að sú mælistika sem notuð var við stigagjöf í ráðningarferlinu hefði gefið karlkyns umsækjendum forgjöf. Þannig var starfsreynsla Gnáar, bæði hér heima og erlendis, að engu metin. Þá skoraði hún fullt hús stiga í tungumálakunnáttu en sá liður í ráðningarferlinu var látinn falla niður þegar niðurstöður voru teknar saman. Raunar mat hæfisnefndin það sem svo að að minnsta kosti fimm spurningar af þeim sjö sem beint var til umsækjanda hefðu verið háðar annmörkum. Þá segir í úrskurði nefndarinnar: „Þykir kærði ekki hafa sýnt fram á að aðrar ástæður en kynferði hennar hafi legið þar til grundvallar.“Gná hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hún fari fram á skaðabætur frá íslenska ríkinu en útilokar það ekki. Hún segir menninguna innan lögreglunnar vera of karllæga og því komist konur ekki í stjórnunarstörf. Þessu þurfi að breyta. „Mig langar bara að setja þetta í samhengi við þennan dag sem er nú nýliðinn, 19. júní, þegar konur fengu kosningarétt,“ segir Gná. „Það má eiginlega segja að konur í lögreglunni hafi ekki kosningarétt á meðan þær hafa ekki tækifæri til að sitja í yfirstjórn og fá að taka þátt í að móta bæði innri og ytri stefnu lögreglunnar.“ Ólöf Nordal innanríkisráðherra segir að ráðuneytið muni nú taka til skoðunar reglugerð þar sem kveðið er á um störf hæfisnefndarinnar.Kallar þetta á einhverjar aðgerðir af hálfu ráðuneytisins?„Ég gæti alveg ímyndað mér að við munum breyta þessari reglugerð en ég vil ekki úttala mig um það fyrr en ég er kominn með það í hendurnar,” segir Ólöf. Hanna Birna Kristjánsdóttir var innanríkisráðherra þegar ákvörðunin var tekin en Ólöf segir hana hafa tekið rétta ákvörðun miðað við fyrirliggjandi gögn. „Hæfisnefndin kom með sínar tillögur, þar voru karlmenn metnir hæfastir. Ráðherra gerir þá það sem að honum ber, velur þá til starfsins.“
Tengdar fréttir Lög brotin: Karlar fengu forgjöf þegar ráðið var í yfirmannsstöðu hjá lögreglu Innanríkisráðuneytið braut lög við ráðningu þriggja karla í stöðu aðstoðaryfirlögregluþjóna á höfuðborgarsvæðinu. Kona sem gegnt hafði yfirmannsstöðu á vegum Sameinuðu þjóðanna komst ekki í lokaúrtakið. 22. júní 2015 07:15 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Lög brotin: Karlar fengu forgjöf þegar ráðið var í yfirmannsstöðu hjá lögreglu Innanríkisráðuneytið braut lög við ráðningu þriggja karla í stöðu aðstoðaryfirlögregluþjóna á höfuðborgarsvæðinu. Kona sem gegnt hafði yfirmannsstöðu á vegum Sameinuðu þjóðanna komst ekki í lokaúrtakið. 22. júní 2015 07:15