Innlent

Neytendavernd og bensíngufur standa út af

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Hér á eftir að innleiða Evrópureglur um bensíngufur og um neytendavernd.
Hér á eftir að innleiða Evrópureglur um bensíngufur og um neytendavernd. Fréttablaðið/GVA
ESA, eftirlitsstofnun EFTA, hefur ákveðið að vísa tveimur málum gegn Íslandi og einu gegn Liechtenstein til EFTA-dómstólsins, þar sem ríkin hafi ekki innleitt EES-gerðir á réttum tíma.

Bæði ríki hafa látið undir höfuð leggjast að innleiða í landsrétt tilskipun 2011/83/ESB um réttindi neytenda.

„Tilskipunin er mikilvægur hluti af umfangsmiklum reglum sem er ætlað að tryggja rétt neytenda hvarvetna á Evrópska efnahagssvæðinu (EES) og stuðla þannig að virkum innri markaði.“ Innleiða átti tilskipunina fyrir 1. febrúar í fyrra.

Þá hefur Ísland ekki heldur innleitt tilskipun 2009/126/EB um endurheimt bensíngufu, sem innleiða átti fyrir sama tíma. „Markmiðið með tilskipuninni er að bæta loftgæði með því að draga úr losun bensíngufu út í andrúmsloftið,“ segir ESA.

Fram kemur að vísun máls til EFTA-dómstólsins sé lokaskrefið í formlegu samningsbrotamáli á hendur EFTA-ríki.

Félag atvinnurekenda vekur á því athygli á vef sínum að Íslandi hafi nú verið ellefu sinnum stefnt fyrir EFTA-dómstólinn á því rétt rúma ári frá því að ríkisstjórnin samþykkti Evrópustefnu sína.

Eitt af fjórum meginmarkmiðum hennar hafi verið að á fyrri hluta árs 2015 yrði ekkert dómsmál fyrir EFTA-dómstólnum vegna skorts á innleiðingu EES-gerða.

Þá bendi fátt til þess að ríkisstjórnin nái markmiðum sínum um bætta framgöngu í innleiðingu EES-reglna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×