Innlent

Matvælastofnun á hliðina í verkfalli

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Yfir helmingur starfsmanna Matvælastofnunar mun leggja niður störf í dag.
Yfir helmingur starfsmanna Matvælastofnunar mun leggja niður störf í dag. vísir/pjetur
Yfir helmingur starfsmanna Matvælastofnunar mun leggja niður störf í dag. Reglubundnu eftirliti héraðsdýralækna, eftirlitsdýralækna, sérgreinadýralækna, dýraeftirlitsmanna og líffræðinga verður því ekki sinnt.

Ekkert eftirlit verður með framkvæmd í sláturhúsum sem hefur í för með sér að slátrun getur ekki farið fram. Þá mun starfsemi inn- og útflutningsskrifstofu Matvælastofnunar stöðvast að mestu leyti og mun það hafa í för með sér að viðskipti með lifandi dýr og dýraafurðir við þriðju ríki (Rússland, Kína, Bandaríkin ofl) verða fyrir verulegum áhrifum.

Verkfallsaðgerðirnar eru boðaðar frá hádegi í dag og hefst síðan ótímabundið verkfall dýralækna, líffræðinga og matvæla- og næringarfræðinga hjá Matvælastofnun þann 20. apríl hafi ekki samist fyrir þann tíma.

Einungis forstjóri Matvælastofnunar og yfirdýralæknir eru undanþegnir verkfallinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×