Sveinbjörg „gúgglaði“ ekki dóma um sýningu Bjarkar Birgir Olgeirsson skrifar 9. apríl 2015 15:03 Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir. Vísir/Valli „Ég samþykkti þetta bara líka en ég vissi ekki að sýningin hefði verið að fá svona slæma dóma,“ segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi framsóknar og flugvallarvina, sem sagði á Facebook fyrr í dag að það hefðu verið mistök af sinni hálfu að samþykkja í borgarráði að fá sýningu tileinkaða Björk Guðmundsdóttur í MoMA - Samtímalistasafninu í New York, til Reykjavíkur. Dagur B. Eggertsson lagði fram tillögu þess efnis þann 24. mars síðastliðinn að borgarráði feli sviðsstjóra menningar- og ferðamálasviðs að vinna áfram að undirbúningi og könnun á möguleikum þess að sýningin komi til Reykjavíkur. Var Sveinbjörg á meðal þeirra fulltrúa í borgarráði sem samþykkti þessa tillögu 26. mars síðastliðinn og segir í dag að það hefði verið klúður vegna þess hve slæma dóma sýningin er að fá.Hefði mátt „gúggla“ betur Það sem vekur hins vegar athygli í þessu er að slæmir dómar um sýninguna lágu fyrir þremur vikum áður en Sveinbjörg Birna samþykkti þessa tillögu og höfðu íslenskir fjölmiðlar gert þeim skil. (Sjá hér, hér, hér, hér og hér) Frægt er orðið Kastljós viðtal Sigmars Guðmundssonar við Sveinbjörgu Birnu nú fyrir páska þar sem hann spurði hana hvers vegna framsókn og flugvallarvinir hefðu ákveðið að tilefna Gústaf Níelsson sem varamann í mannréttindaráð Reykjavíkurborgar. Sagði Sveinbjörg við það tilefni að hún hefði mátt „Gúggla hann betur“ en „gerði það ekki“.Sjá einnig:Ummæli Sveinbjargar orðin að heilalími„Ekki sérfræðingur í öllu“ Því hlýtur því að liggja beinast við að spyrja Sveinbjörgu hvort hún hefði ekki mátt „gúggla“ sýninguna í MoMA betur áður en hún samþykkti tillöguna í borgarráði. „Ég er ekkert að fylgjast eitthvað rosalega vel með dómum um einhverja listsýningar út í heimi. Maður er ekki sérfræðingur í öllu en þú getur spurt mig um nýjustu breytingar á skattalögunum, ég er allavega búinn að gúggla þær,“ svarar Sveinbjörg. Hún vonast til að Reykjavíkurborg þurfi ekki að borga mikið fyrir þessa sýningu. „Mér finnst að við eigum að fá þetta frítt. Reykjavíkurborg ól af sér Björk og mér finnst að við eigum ekki að borga mikið fyrir hana,“ segir Sveinbjörg og á þar við að Reykjavíkurborg eigi ekki að þurfa að greiða mikið fyrir sýninguna. Úr fundargerð borgarráðs 26. mars 2015. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 24. mars 2015: Borgarráð...Posted by Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir on Thursday, April 9, 2015 Tengdar fréttir Kannar möguleika á að flytja sýningu um Björk til Reykjavíkur Borgarráð samþykkti á fundi sínum fyrir helgina að fela sviðsstjóra menningar- og ferðamálasviðs að vinna að undirbúningi og könnun á möguleikum þess að flytja sýninguna til Reykjavíkur. 28. mars 2015 17:00 Blendin viðbrögð við sýningu Bjarkar Gagnrýnendur ytra hafa farið misgóðum orðum um sýninguna 6. mars 2015 09:00 Kíkt bak við tjöldin á sýningu Bjarkar Sýning Bjarkar á MoMA opnar um helgina. 3. mars 2015 19:00 Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Fleiri fréttir „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Sjá meira
„Ég samþykkti þetta bara líka en ég vissi ekki að sýningin hefði verið að fá svona slæma dóma,“ segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi framsóknar og flugvallarvina, sem sagði á Facebook fyrr í dag að það hefðu verið mistök af sinni hálfu að samþykkja í borgarráði að fá sýningu tileinkaða Björk Guðmundsdóttur í MoMA - Samtímalistasafninu í New York, til Reykjavíkur. Dagur B. Eggertsson lagði fram tillögu þess efnis þann 24. mars síðastliðinn að borgarráði feli sviðsstjóra menningar- og ferðamálasviðs að vinna áfram að undirbúningi og könnun á möguleikum þess að sýningin komi til Reykjavíkur. Var Sveinbjörg á meðal þeirra fulltrúa í borgarráði sem samþykkti þessa tillögu 26. mars síðastliðinn og segir í dag að það hefði verið klúður vegna þess hve slæma dóma sýningin er að fá.Hefði mátt „gúggla“ betur Það sem vekur hins vegar athygli í þessu er að slæmir dómar um sýninguna lágu fyrir þremur vikum áður en Sveinbjörg Birna samþykkti þessa tillögu og höfðu íslenskir fjölmiðlar gert þeim skil. (Sjá hér, hér, hér, hér og hér) Frægt er orðið Kastljós viðtal Sigmars Guðmundssonar við Sveinbjörgu Birnu nú fyrir páska þar sem hann spurði hana hvers vegna framsókn og flugvallarvinir hefðu ákveðið að tilefna Gústaf Níelsson sem varamann í mannréttindaráð Reykjavíkurborgar. Sagði Sveinbjörg við það tilefni að hún hefði mátt „Gúggla hann betur“ en „gerði það ekki“.Sjá einnig:Ummæli Sveinbjargar orðin að heilalími„Ekki sérfræðingur í öllu“ Því hlýtur því að liggja beinast við að spyrja Sveinbjörgu hvort hún hefði ekki mátt „gúggla“ sýninguna í MoMA betur áður en hún samþykkti tillöguna í borgarráði. „Ég er ekkert að fylgjast eitthvað rosalega vel með dómum um einhverja listsýningar út í heimi. Maður er ekki sérfræðingur í öllu en þú getur spurt mig um nýjustu breytingar á skattalögunum, ég er allavega búinn að gúggla þær,“ svarar Sveinbjörg. Hún vonast til að Reykjavíkurborg þurfi ekki að borga mikið fyrir þessa sýningu. „Mér finnst að við eigum að fá þetta frítt. Reykjavíkurborg ól af sér Björk og mér finnst að við eigum ekki að borga mikið fyrir hana,“ segir Sveinbjörg og á þar við að Reykjavíkurborg eigi ekki að þurfa að greiða mikið fyrir sýninguna. Úr fundargerð borgarráðs 26. mars 2015. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 24. mars 2015: Borgarráð...Posted by Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir on Thursday, April 9, 2015
Tengdar fréttir Kannar möguleika á að flytja sýningu um Björk til Reykjavíkur Borgarráð samþykkti á fundi sínum fyrir helgina að fela sviðsstjóra menningar- og ferðamálasviðs að vinna að undirbúningi og könnun á möguleikum þess að flytja sýninguna til Reykjavíkur. 28. mars 2015 17:00 Blendin viðbrögð við sýningu Bjarkar Gagnrýnendur ytra hafa farið misgóðum orðum um sýninguna 6. mars 2015 09:00 Kíkt bak við tjöldin á sýningu Bjarkar Sýning Bjarkar á MoMA opnar um helgina. 3. mars 2015 19:00 Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Fleiri fréttir „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Sjá meira
Kannar möguleika á að flytja sýningu um Björk til Reykjavíkur Borgarráð samþykkti á fundi sínum fyrir helgina að fela sviðsstjóra menningar- og ferðamálasviðs að vinna að undirbúningi og könnun á möguleikum þess að flytja sýninguna til Reykjavíkur. 28. mars 2015 17:00
Blendin viðbrögð við sýningu Bjarkar Gagnrýnendur ytra hafa farið misgóðum orðum um sýninguna 6. mars 2015 09:00