Útvarpslóðin Þórir Stephensen skrifar 13. júlí 2015 08:00 Síðastliðin 17 ár hef ég búið í fjölbýlishúsinu Miðleiti 3. Allan þennan tíma höfum við, sem þar búum, notið góðs útsýnis og dáðst að Útvarpshúsinu og því fallega umhverfi, sem því hefur verið búið. Við munum flest boðskap Birgis Ísleifs borgarstjóra 1974 um ?grænu byltinguna?, þar sem ákveðið var að vernda sem flest gróðursvæði í borgarlandinu og skapa æ fleiri eftir því sem byggð ykist. Við horfðum þá, undir hönd honum, til komandi tíma, er Reykjavík yrði talin með fegurri borgum vegna margra og mikilvægra gróðursvæða, sem yrðu eins og lungu höfuðborgarinnar. Annar kostur grænna svæða er, að þau geta orðið lendingarstaðir hugmynda, sem enginn þekkir í dag, en yrðu mögulega nauðsyn í framtíðinni. En nú er öldin önnur. Útvarpið þarf ekki á sinni stóru lóð að halda, vill selja og Reykjavíkurborg hefur bitið á agnið. Þar er ekki sama framtíðarsýn og þegar Birgir Ísleifur var við völd. Nú er unnið að þéttingu byggðar, hverju hótelinu af öðru troðið í hverja smugu í 101 Reykjavík og nú er komin tillaga um að byggja nánast sjálfstætt þorp á Útvarpslóðinni með þriggja hæða húsum þröngt settum. Græni reiturinn á að flytjast upp á húsþökin, en annar gróður að víkja fyrir steinsteypu og malbiki.Peningalykt Mér finnst peningalykt af þessu. Ég kysi heldur ilm yndis og þjónustu. Á svæðinu frá Hvassaleiti og yfir á Sléttuveg er óvenjustór hluti íbúanna eldri borgarar. Þeir hafa enga aðstöðu til útivistar í nágrenninu aðra en göngustíga. Væri ekki miklu betri kostur til nýtingar á Útvarpslóðinni, að borgin leysti hana til sín og sinnti þar í senn góðri og heilsusamlegri þjónustu fyrir þennan aldurshóp? Ég gæti gjarnan séð fyrir mér velli fyrir pútt, krokket og minigolf. Ég sé þarna einnig fyrir mér fallegan skála fyrir félagsstarf og annan slíkan fyrir dagvist. Það er svo margt hægt að gera þarna, sem hæfir þessum stað miklu betur en það sem nú er fyrirhugað. Verslunarskólanemar, sem lengi hafa nýtt þetta svæði til hreyfingar, myndu þá heldur ekki missa af neinu. Ein af meginrökum fyrir þéttingu byggðar hér er að stytta akstursleiðir. Aukin umferð á reiðhjólum á að fylgja, og þannig á að minnka mengandi útblástur frá þeim vélknúnu tækjum, sem um göturnar fara. Ég held reyndar, að flestir geti séð, að einkabíllinn hverfur ekki. Hann skapar í dag bara tímabundna hættu. Innan tveggja áratuga verða allir bílar rafknúnir eða brenna metani, lífdísli eða einhverju enn öðru, sem framtíðin geymir, og hætta að menga. Þess vegna er í lagi að þenja byggðina eitthvað út. Í ljósi þess, sem ég hef talið hér að ofan, vil ég mótmæla þeim tillögum sem fram eru komnar um breytingar á Útvarpslóðinni. Ég veit, að við, sem hér búum, og missum margt, verði þessar fyrirætlanir að veruleika, eigum okkar grenndarrétt. Við bíðum nú frekar óþolinmóð eftir því að yfirvöld kynni okkur tillögur sínar og láti svo lítið að kynna sér okkar sýn á hlutina. Hví ekki að boða til fundar, áður en lengra er haldið? Borgin hefur að undanförnu lofað byggingu þúsunda íbúða fyrir þá sem búa við lág laun. Svæðið, sem hér um ræðir, er eitt af þeim dýrari. Húsaverð og/eða -leiga verða örugglega í hærri kantinum. Þetta þjónar því ekki þeim, sem eru í mestri þörf. Er ekki full þörf á að staldra aðeins við, ekki aðeins vegna Útvarpslóðarinnar, heldur ekki síður vegna miðborgarinnar, áður en túristarnir útrýma okkur, þessum innfæddu? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Síðastliðin 17 ár hef ég búið í fjölbýlishúsinu Miðleiti 3. Allan þennan tíma höfum við, sem þar búum, notið góðs útsýnis og dáðst að Útvarpshúsinu og því fallega umhverfi, sem því hefur verið búið. Við munum flest boðskap Birgis Ísleifs borgarstjóra 1974 um ?grænu byltinguna?, þar sem ákveðið var að vernda sem flest gróðursvæði í borgarlandinu og skapa æ fleiri eftir því sem byggð ykist. Við horfðum þá, undir hönd honum, til komandi tíma, er Reykjavík yrði talin með fegurri borgum vegna margra og mikilvægra gróðursvæða, sem yrðu eins og lungu höfuðborgarinnar. Annar kostur grænna svæða er, að þau geta orðið lendingarstaðir hugmynda, sem enginn þekkir í dag, en yrðu mögulega nauðsyn í framtíðinni. En nú er öldin önnur. Útvarpið þarf ekki á sinni stóru lóð að halda, vill selja og Reykjavíkurborg hefur bitið á agnið. Þar er ekki sama framtíðarsýn og þegar Birgir Ísleifur var við völd. Nú er unnið að þéttingu byggðar, hverju hótelinu af öðru troðið í hverja smugu í 101 Reykjavík og nú er komin tillaga um að byggja nánast sjálfstætt þorp á Útvarpslóðinni með þriggja hæða húsum þröngt settum. Græni reiturinn á að flytjast upp á húsþökin, en annar gróður að víkja fyrir steinsteypu og malbiki.Peningalykt Mér finnst peningalykt af þessu. Ég kysi heldur ilm yndis og þjónustu. Á svæðinu frá Hvassaleiti og yfir á Sléttuveg er óvenjustór hluti íbúanna eldri borgarar. Þeir hafa enga aðstöðu til útivistar í nágrenninu aðra en göngustíga. Væri ekki miklu betri kostur til nýtingar á Útvarpslóðinni, að borgin leysti hana til sín og sinnti þar í senn góðri og heilsusamlegri þjónustu fyrir þennan aldurshóp? Ég gæti gjarnan séð fyrir mér velli fyrir pútt, krokket og minigolf. Ég sé þarna einnig fyrir mér fallegan skála fyrir félagsstarf og annan slíkan fyrir dagvist. Það er svo margt hægt að gera þarna, sem hæfir þessum stað miklu betur en það sem nú er fyrirhugað. Verslunarskólanemar, sem lengi hafa nýtt þetta svæði til hreyfingar, myndu þá heldur ekki missa af neinu. Ein af meginrökum fyrir þéttingu byggðar hér er að stytta akstursleiðir. Aukin umferð á reiðhjólum á að fylgja, og þannig á að minnka mengandi útblástur frá þeim vélknúnu tækjum, sem um göturnar fara. Ég held reyndar, að flestir geti séð, að einkabíllinn hverfur ekki. Hann skapar í dag bara tímabundna hættu. Innan tveggja áratuga verða allir bílar rafknúnir eða brenna metani, lífdísli eða einhverju enn öðru, sem framtíðin geymir, og hætta að menga. Þess vegna er í lagi að þenja byggðina eitthvað út. Í ljósi þess, sem ég hef talið hér að ofan, vil ég mótmæla þeim tillögum sem fram eru komnar um breytingar á Útvarpslóðinni. Ég veit, að við, sem hér búum, og missum margt, verði þessar fyrirætlanir að veruleika, eigum okkar grenndarrétt. Við bíðum nú frekar óþolinmóð eftir því að yfirvöld kynni okkur tillögur sínar og láti svo lítið að kynna sér okkar sýn á hlutina. Hví ekki að boða til fundar, áður en lengra er haldið? Borgin hefur að undanförnu lofað byggingu þúsunda íbúða fyrir þá sem búa við lág laun. Svæðið, sem hér um ræðir, er eitt af þeim dýrari. Húsaverð og/eða -leiga verða örugglega í hærri kantinum. Þetta þjónar því ekki þeim, sem eru í mestri þörf. Er ekki full þörf á að staldra aðeins við, ekki aðeins vegna Útvarpslóðarinnar, heldur ekki síður vegna miðborgarinnar, áður en túristarnir útrýma okkur, þessum innfæddu?
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun