Metár í ofbeldi Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 23. október 2015 08:00 Átaksverkefni í miðborginni hófst í sumar. Lögreglan er sýnilegri og ofbeldisbrotum hefur fækkað. vísir/tumi Ofbeldisbrotum hefur fjölgað það sem af er ári 2015 miðað við fyrri ár og stefnir í metár í tilkynningum frá árinu 2007 á höfuðborgarsvæðinu. Fjölgun brota er rakin til aukningar í tilkynningum um heimilisofbeldi. Nýtt verklag tók gildi í byrjun árs 2015 um viðbrögð við heimilisofbeldismálum. Greining á verkefninu innan lögreglunnar hefur leitt í ljós að heimilisofbeldismálum fjölgaði ekki í sjálfu sér heldur hafi fleiri treyst sér til að tilkynna lögreglu um ofbeldið, sem í sumum tilvikum hafði staðið yfir í lengri tíma.472 heimilisofbeldismál Það sem af er ári hafa verið skráð 58% fleiri heimilisofbeldismál en bárust allt árið 2014, eða 472 mál. Þótt þessi mikla fjölgun í tilkynningum sé á þessu ári má sjá fjölgun heimilisofbeldisbrota í hruninu eða frá árinu 2010. Það sem af er ári greinir lögregla lítillega aukningu í alvarlegum ofbeldisbrotum en nú þegar eru komnar 118 tilkynningar. Árið 2014 voru tilkynningarnar 151, sem er mesti fjöldi sem lögregla hefur séð á þessu tímabili. Aldrei hafa borist eins margar tilkynningar um kynferðisbrot til lögreglunnar eins og á árinu 2013 þegar tilkynnt var um 408 brot. Í kjölfar umfjöllunar Kastljóss um kynferðisbrot fjölgaði tilkynningum. Það sem af er ári 2015 hafa 183 tilkynningar borist. Þessi níu ár sem tölfræðin nær yfir (2007-2015) hafa að meðaltali um 40% ofbeldisbrota átt sér stað í miðborginni, en það sem af er ári hafa um 30% brota átt sér stað í miðborginni. Síðastliðið sumar hrinti lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu af stað verkefni sem sneri að auknum sýnileika lögreglunnar í miðborginni, meðal annars með því að auka viðveru lögreglu aðfaranótt laugardags og sunnu dags. Markmiðið var meðal annars að reyna að auka öryggi almennings og lögreglumanna við störf í miðborginni. Í mati á verkefninu kemur fram að vegna átaksins séu lögreglumenn fljótari til að sinna útköllum í miðborginni. Meðal annars með því að koma inn í slagsmál áður en upp úr sýður og einnig að komast fyrr á vettvang og ná tali af öllum málsaðilum.Ofbeldi og opnunartími Þau svæði þar sem flest ofbeldisbrot eiga sér stað eru helst í kringum þá skemmtistaði sem opnir eru hvað lengst og hafa leyfi fyrir flestum gestum. Eins á stöðum þar sem fólk safnast saman að næturlagi um helgar eftir að skemmtunum lýkur. Lögreglan nefnir sem dæmi Austurstræti, þar sem margir staðir hafa lengri opnunartíma en ofar á Laugaveginum og Lækjartorg í kringum veitingasölu og bið eftir leigubílum. Rannsóknir erlendis hafa sýnt fram á að lengri opnunartími skemmtistaða fjölgar ofbeldisbrotum og að styttri opnunartími og minna aðgengi að áfengi fækkar ofbeldisbrotum. Rannsókn í 18 borgum í Noregi sýndi til að mynda fram á að fyrir hvern klukkutíma sem opnunartími var lengdur fjölgaði líkamsárásum um 4,8 miðað við 100.000 íbúa. (Rossow og Norström, 2012). Þessi þróun hefur líka orðið hér á landi. Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Ofbeldisbrotum hefur fjölgað það sem af er ári 2015 miðað við fyrri ár og stefnir í metár í tilkynningum frá árinu 2007 á höfuðborgarsvæðinu. Fjölgun brota er rakin til aukningar í tilkynningum um heimilisofbeldi. Nýtt verklag tók gildi í byrjun árs 2015 um viðbrögð við heimilisofbeldismálum. Greining á verkefninu innan lögreglunnar hefur leitt í ljós að heimilisofbeldismálum fjölgaði ekki í sjálfu sér heldur hafi fleiri treyst sér til að tilkynna lögreglu um ofbeldið, sem í sumum tilvikum hafði staðið yfir í lengri tíma.472 heimilisofbeldismál Það sem af er ári hafa verið skráð 58% fleiri heimilisofbeldismál en bárust allt árið 2014, eða 472 mál. Þótt þessi mikla fjölgun í tilkynningum sé á þessu ári má sjá fjölgun heimilisofbeldisbrota í hruninu eða frá árinu 2010. Það sem af er ári greinir lögregla lítillega aukningu í alvarlegum ofbeldisbrotum en nú þegar eru komnar 118 tilkynningar. Árið 2014 voru tilkynningarnar 151, sem er mesti fjöldi sem lögregla hefur séð á þessu tímabili. Aldrei hafa borist eins margar tilkynningar um kynferðisbrot til lögreglunnar eins og á árinu 2013 þegar tilkynnt var um 408 brot. Í kjölfar umfjöllunar Kastljóss um kynferðisbrot fjölgaði tilkynningum. Það sem af er ári 2015 hafa 183 tilkynningar borist. Þessi níu ár sem tölfræðin nær yfir (2007-2015) hafa að meðaltali um 40% ofbeldisbrota átt sér stað í miðborginni, en það sem af er ári hafa um 30% brota átt sér stað í miðborginni. Síðastliðið sumar hrinti lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu af stað verkefni sem sneri að auknum sýnileika lögreglunnar í miðborginni, meðal annars með því að auka viðveru lögreglu aðfaranótt laugardags og sunnu dags. Markmiðið var meðal annars að reyna að auka öryggi almennings og lögreglumanna við störf í miðborginni. Í mati á verkefninu kemur fram að vegna átaksins séu lögreglumenn fljótari til að sinna útköllum í miðborginni. Meðal annars með því að koma inn í slagsmál áður en upp úr sýður og einnig að komast fyrr á vettvang og ná tali af öllum málsaðilum.Ofbeldi og opnunartími Þau svæði þar sem flest ofbeldisbrot eiga sér stað eru helst í kringum þá skemmtistaði sem opnir eru hvað lengst og hafa leyfi fyrir flestum gestum. Eins á stöðum þar sem fólk safnast saman að næturlagi um helgar eftir að skemmtunum lýkur. Lögreglan nefnir sem dæmi Austurstræti, þar sem margir staðir hafa lengri opnunartíma en ofar á Laugaveginum og Lækjartorg í kringum veitingasölu og bið eftir leigubílum. Rannsóknir erlendis hafa sýnt fram á að lengri opnunartími skemmtistaða fjölgar ofbeldisbrotum og að styttri opnunartími og minna aðgengi að áfengi fækkar ofbeldisbrotum. Rannsókn í 18 borgum í Noregi sýndi til að mynda fram á að fyrir hvern klukkutíma sem opnunartími var lengdur fjölgaði líkamsárásum um 4,8 miðað við 100.000 íbúa. (Rossow og Norström, 2012). Þessi þróun hefur líka orðið hér á landi.
Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira