Metár í ofbeldi Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 23. október 2015 08:00 Átaksverkefni í miðborginni hófst í sumar. Lögreglan er sýnilegri og ofbeldisbrotum hefur fækkað. vísir/tumi Ofbeldisbrotum hefur fjölgað það sem af er ári 2015 miðað við fyrri ár og stefnir í metár í tilkynningum frá árinu 2007 á höfuðborgarsvæðinu. Fjölgun brota er rakin til aukningar í tilkynningum um heimilisofbeldi. Nýtt verklag tók gildi í byrjun árs 2015 um viðbrögð við heimilisofbeldismálum. Greining á verkefninu innan lögreglunnar hefur leitt í ljós að heimilisofbeldismálum fjölgaði ekki í sjálfu sér heldur hafi fleiri treyst sér til að tilkynna lögreglu um ofbeldið, sem í sumum tilvikum hafði staðið yfir í lengri tíma.472 heimilisofbeldismál Það sem af er ári hafa verið skráð 58% fleiri heimilisofbeldismál en bárust allt árið 2014, eða 472 mál. Þótt þessi mikla fjölgun í tilkynningum sé á þessu ári má sjá fjölgun heimilisofbeldisbrota í hruninu eða frá árinu 2010. Það sem af er ári greinir lögregla lítillega aukningu í alvarlegum ofbeldisbrotum en nú þegar eru komnar 118 tilkynningar. Árið 2014 voru tilkynningarnar 151, sem er mesti fjöldi sem lögregla hefur séð á þessu tímabili. Aldrei hafa borist eins margar tilkynningar um kynferðisbrot til lögreglunnar eins og á árinu 2013 þegar tilkynnt var um 408 brot. Í kjölfar umfjöllunar Kastljóss um kynferðisbrot fjölgaði tilkynningum. Það sem af er ári 2015 hafa 183 tilkynningar borist. Þessi níu ár sem tölfræðin nær yfir (2007-2015) hafa að meðaltali um 40% ofbeldisbrota átt sér stað í miðborginni, en það sem af er ári hafa um 30% brota átt sér stað í miðborginni. Síðastliðið sumar hrinti lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu af stað verkefni sem sneri að auknum sýnileika lögreglunnar í miðborginni, meðal annars með því að auka viðveru lögreglu aðfaranótt laugardags og sunnu dags. Markmiðið var meðal annars að reyna að auka öryggi almennings og lögreglumanna við störf í miðborginni. Í mati á verkefninu kemur fram að vegna átaksins séu lögreglumenn fljótari til að sinna útköllum í miðborginni. Meðal annars með því að koma inn í slagsmál áður en upp úr sýður og einnig að komast fyrr á vettvang og ná tali af öllum málsaðilum.Ofbeldi og opnunartími Þau svæði þar sem flest ofbeldisbrot eiga sér stað eru helst í kringum þá skemmtistaði sem opnir eru hvað lengst og hafa leyfi fyrir flestum gestum. Eins á stöðum þar sem fólk safnast saman að næturlagi um helgar eftir að skemmtunum lýkur. Lögreglan nefnir sem dæmi Austurstræti, þar sem margir staðir hafa lengri opnunartíma en ofar á Laugaveginum og Lækjartorg í kringum veitingasölu og bið eftir leigubílum. Rannsóknir erlendis hafa sýnt fram á að lengri opnunartími skemmtistaða fjölgar ofbeldisbrotum og að styttri opnunartími og minna aðgengi að áfengi fækkar ofbeldisbrotum. Rannsókn í 18 borgum í Noregi sýndi til að mynda fram á að fyrir hvern klukkutíma sem opnunartími var lengdur fjölgaði líkamsárásum um 4,8 miðað við 100.000 íbúa. (Rossow og Norström, 2012). Þessi þróun hefur líka orðið hér á landi. Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Sjá meira
Ofbeldisbrotum hefur fjölgað það sem af er ári 2015 miðað við fyrri ár og stefnir í metár í tilkynningum frá árinu 2007 á höfuðborgarsvæðinu. Fjölgun brota er rakin til aukningar í tilkynningum um heimilisofbeldi. Nýtt verklag tók gildi í byrjun árs 2015 um viðbrögð við heimilisofbeldismálum. Greining á verkefninu innan lögreglunnar hefur leitt í ljós að heimilisofbeldismálum fjölgaði ekki í sjálfu sér heldur hafi fleiri treyst sér til að tilkynna lögreglu um ofbeldið, sem í sumum tilvikum hafði staðið yfir í lengri tíma.472 heimilisofbeldismál Það sem af er ári hafa verið skráð 58% fleiri heimilisofbeldismál en bárust allt árið 2014, eða 472 mál. Þótt þessi mikla fjölgun í tilkynningum sé á þessu ári má sjá fjölgun heimilisofbeldisbrota í hruninu eða frá árinu 2010. Það sem af er ári greinir lögregla lítillega aukningu í alvarlegum ofbeldisbrotum en nú þegar eru komnar 118 tilkynningar. Árið 2014 voru tilkynningarnar 151, sem er mesti fjöldi sem lögregla hefur séð á þessu tímabili. Aldrei hafa borist eins margar tilkynningar um kynferðisbrot til lögreglunnar eins og á árinu 2013 þegar tilkynnt var um 408 brot. Í kjölfar umfjöllunar Kastljóss um kynferðisbrot fjölgaði tilkynningum. Það sem af er ári 2015 hafa 183 tilkynningar borist. Þessi níu ár sem tölfræðin nær yfir (2007-2015) hafa að meðaltali um 40% ofbeldisbrota átt sér stað í miðborginni, en það sem af er ári hafa um 30% brota átt sér stað í miðborginni. Síðastliðið sumar hrinti lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu af stað verkefni sem sneri að auknum sýnileika lögreglunnar í miðborginni, meðal annars með því að auka viðveru lögreglu aðfaranótt laugardags og sunnu dags. Markmiðið var meðal annars að reyna að auka öryggi almennings og lögreglumanna við störf í miðborginni. Í mati á verkefninu kemur fram að vegna átaksins séu lögreglumenn fljótari til að sinna útköllum í miðborginni. Meðal annars með því að koma inn í slagsmál áður en upp úr sýður og einnig að komast fyrr á vettvang og ná tali af öllum málsaðilum.Ofbeldi og opnunartími Þau svæði þar sem flest ofbeldisbrot eiga sér stað eru helst í kringum þá skemmtistaði sem opnir eru hvað lengst og hafa leyfi fyrir flestum gestum. Eins á stöðum þar sem fólk safnast saman að næturlagi um helgar eftir að skemmtunum lýkur. Lögreglan nefnir sem dæmi Austurstræti, þar sem margir staðir hafa lengri opnunartíma en ofar á Laugaveginum og Lækjartorg í kringum veitingasölu og bið eftir leigubílum. Rannsóknir erlendis hafa sýnt fram á að lengri opnunartími skemmtistaða fjölgar ofbeldisbrotum og að styttri opnunartími og minna aðgengi að áfengi fækkar ofbeldisbrotum. Rannsókn í 18 borgum í Noregi sýndi til að mynda fram á að fyrir hvern klukkutíma sem opnunartími var lengdur fjölgaði líkamsárásum um 4,8 miðað við 100.000 íbúa. (Rossow og Norström, 2012). Þessi þróun hefur líka orðið hér á landi.
Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Sjá meira