Hagfræðistofnun HÍ: Stytting framhaldsskólanáms skilar hagræðingu upp á 2-3 milljarða Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 23. október 2015 14:25 Kynning á skýrslunni fór fram í Þjóðminjasafninu í dag. Vísir/Getty Stytting framhaldsnámsins mun skila hagræðingu innan skólakerfisins sjálfs upp á 2-3 milljarða króna sem skiptist milli haghafa innan kerfisins. Þetta kemur fram í nýútkominni skýrslu Hagfræðistofnunnar Háskóla Íslands sem kom út í dag. Skýrslan var kynnt í Þjóðminjasafninu í hádeginu. Þá er það fullyrt í skýrslunni að með því að stytta námið muni brottfall minnka en staðreyndin er sú að í dag ljúka aðeins 45 prósent þeirra sem skrá sig í framhaldsskólanám við það á fjórum árum. Fjallað verður um málið í Kvöldfréttum Stöðvar 2.Verzlunarskóli Íslands hefur verið vinsælasti framhaldsskólinn undanfarin ár ef mið er tekið af aðsókn.Visir/Vilhelm„Ljóst er að styttingin myndi auka hvata til menntunar og hraðari námsframvindu, samhliða því að atvinnuþátttaka nemenda myndi minnka,“ segir í skýrslunni en fjölmargir nemendur stunda vinnu með námi. Skýrsluhöfundar telja að með þriggja ára framhaldsskólanámi verði fórnarkostnaður við menntun lægri. Hagræðingin skilar sér til þriggja haghafa í kerfinu að mati skýrsluhöfunda. „Það er til kennara í formi hærri launa, nemenda sem bætt þjónusta og skattgreiðenda sem lægri framlög á fjárlögum til framhaldsmenntunar. En hvað kemur í hvers hlut er aftur á móti erfiðar um að geta,“ segir í skýrslunni. „Ætla má að markmið stjórnvalda á öðrum sviðum, semsagt í byggðamálum ráði miklu um hvernig staðið verður að breytingum vegna fækkunar nemenda.“Tölfræðina má nálgast í skýrslunni á vef Hagfræðistofnunar.Vísir/GVAÍ skýrslunni er einnig talað um að styttingin muni einnig hafa töluverð skammtímaáhrif á vinnumarkaðinn þar sem fyrrum fjórða árs nemar munu koma ári fyrr út á vinnumarkaðinn. Það muni skila fjölgun fólks á vinnumarkaði yfir nokkurra ára bil. „Fjölgunin mun hafa í för með sér útvíkkun framleiðslumöguleikajaðarsins í nokkrum lotum og þar af leiðandi auka hagvöxt næstu fjögur til fimm árin eftir að breytingin gengur í gegn. Hér er áætlað að fækkun framhaldsskólanema um 2.800 ársnemendur muni skila um 1800 - 2000 ársverkum út í atvinnulífið á fjórum til fimm árum sem felur í sér 0,9 - 1,1% aukningu mannafla.Námið dregst á langinn og endar með því að aðeins 58 prósent þeirra sem hefja nám ljúka því innan sex ára.Vísir/gvaÞessi vinnuaflsinnspýting mun væntanlega skila 0,7-0,85%, hagvexti eða um 14-17 milljarða króna aukningu á landsframleiðslu ef miðað er við núverandi þáttaframlegð vinnuafls. Sú hagvaxtaraukning mun skila samtals fimm til sjö milljörðum í auknum skatttekjum á tímabilinu ef miðað er við forsendur um 40 prósent meðalskattheimtu.“ Fyrrnefnt mat er að gefnum þremur forsendum. Í fyrsta lagi að næg vinna sé til staðar fyrir þennan aukna fjölda sem bætist við, í öðru lagi er gert ráð fyrir að framleiðni þessarar aukningar við mannaflann vegna styttingar námstíma til stúdentsprófs sé jafn meðalframleiðni í hagkerfinu og í þriðja lagi er gert ráð fyrir því að svo tiltölulega lítil hlutfallsleg aukning vinnuafls miðað við heildarmannaafla á vinnumarkaði muni ekki gera kröfu um sérstaka aukningu fjármagnsstofnsins til þess að hagvaxtaráhrifin komi fram. Tengdar fréttir Styttingin gæti haft alvarlegar afleiðingar Prófessor í félagsfræði segir það geta verið hættulegt að stytta nám til stúdentsprófs. Nemar í stærri árgöngum búi frekar við erfiðar félagslegar afleiðingar en aðrir. Rektorar HA og HÍ hafa ekki miklar áhyggjur af styttingu framhaldsskóla. 29. apríl 2015 07:30 Óttast að stytting stúdentsprófs bitni á háskólakennslu Deildarráð Raunvísindadeildar HÍ skorar á yfirvöld að tryggja áfram nægan undirbúning fyrir háskóla, sérstaklega í stærðfræði. 1. júlí 2015 12:48 Sautján ára stúlka heldur ráðstefnu um menntamál Búin að bóka Hörpuna og menntamálaráðherra. 19. nóvember 2014 08:00 Mest lesið Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Sjá meira
Stytting framhaldsnámsins mun skila hagræðingu innan skólakerfisins sjálfs upp á 2-3 milljarða króna sem skiptist milli haghafa innan kerfisins. Þetta kemur fram í nýútkominni skýrslu Hagfræðistofnunnar Háskóla Íslands sem kom út í dag. Skýrslan var kynnt í Þjóðminjasafninu í hádeginu. Þá er það fullyrt í skýrslunni að með því að stytta námið muni brottfall minnka en staðreyndin er sú að í dag ljúka aðeins 45 prósent þeirra sem skrá sig í framhaldsskólanám við það á fjórum árum. Fjallað verður um málið í Kvöldfréttum Stöðvar 2.Verzlunarskóli Íslands hefur verið vinsælasti framhaldsskólinn undanfarin ár ef mið er tekið af aðsókn.Visir/Vilhelm„Ljóst er að styttingin myndi auka hvata til menntunar og hraðari námsframvindu, samhliða því að atvinnuþátttaka nemenda myndi minnka,“ segir í skýrslunni en fjölmargir nemendur stunda vinnu með námi. Skýrsluhöfundar telja að með þriggja ára framhaldsskólanámi verði fórnarkostnaður við menntun lægri. Hagræðingin skilar sér til þriggja haghafa í kerfinu að mati skýrsluhöfunda. „Það er til kennara í formi hærri launa, nemenda sem bætt þjónusta og skattgreiðenda sem lægri framlög á fjárlögum til framhaldsmenntunar. En hvað kemur í hvers hlut er aftur á móti erfiðar um að geta,“ segir í skýrslunni. „Ætla má að markmið stjórnvalda á öðrum sviðum, semsagt í byggðamálum ráði miklu um hvernig staðið verður að breytingum vegna fækkunar nemenda.“Tölfræðina má nálgast í skýrslunni á vef Hagfræðistofnunar.Vísir/GVAÍ skýrslunni er einnig talað um að styttingin muni einnig hafa töluverð skammtímaáhrif á vinnumarkaðinn þar sem fyrrum fjórða árs nemar munu koma ári fyrr út á vinnumarkaðinn. Það muni skila fjölgun fólks á vinnumarkaði yfir nokkurra ára bil. „Fjölgunin mun hafa í för með sér útvíkkun framleiðslumöguleikajaðarsins í nokkrum lotum og þar af leiðandi auka hagvöxt næstu fjögur til fimm árin eftir að breytingin gengur í gegn. Hér er áætlað að fækkun framhaldsskólanema um 2.800 ársnemendur muni skila um 1800 - 2000 ársverkum út í atvinnulífið á fjórum til fimm árum sem felur í sér 0,9 - 1,1% aukningu mannafla.Námið dregst á langinn og endar með því að aðeins 58 prósent þeirra sem hefja nám ljúka því innan sex ára.Vísir/gvaÞessi vinnuaflsinnspýting mun væntanlega skila 0,7-0,85%, hagvexti eða um 14-17 milljarða króna aukningu á landsframleiðslu ef miðað er við núverandi þáttaframlegð vinnuafls. Sú hagvaxtaraukning mun skila samtals fimm til sjö milljörðum í auknum skatttekjum á tímabilinu ef miðað er við forsendur um 40 prósent meðalskattheimtu.“ Fyrrnefnt mat er að gefnum þremur forsendum. Í fyrsta lagi að næg vinna sé til staðar fyrir þennan aukna fjölda sem bætist við, í öðru lagi er gert ráð fyrir að framleiðni þessarar aukningar við mannaflann vegna styttingar námstíma til stúdentsprófs sé jafn meðalframleiðni í hagkerfinu og í þriðja lagi er gert ráð fyrir því að svo tiltölulega lítil hlutfallsleg aukning vinnuafls miðað við heildarmannaafla á vinnumarkaði muni ekki gera kröfu um sérstaka aukningu fjármagnsstofnsins til þess að hagvaxtaráhrifin komi fram.
Tengdar fréttir Styttingin gæti haft alvarlegar afleiðingar Prófessor í félagsfræði segir það geta verið hættulegt að stytta nám til stúdentsprófs. Nemar í stærri árgöngum búi frekar við erfiðar félagslegar afleiðingar en aðrir. Rektorar HA og HÍ hafa ekki miklar áhyggjur af styttingu framhaldsskóla. 29. apríl 2015 07:30 Óttast að stytting stúdentsprófs bitni á háskólakennslu Deildarráð Raunvísindadeildar HÍ skorar á yfirvöld að tryggja áfram nægan undirbúning fyrir háskóla, sérstaklega í stærðfræði. 1. júlí 2015 12:48 Sautján ára stúlka heldur ráðstefnu um menntamál Búin að bóka Hörpuna og menntamálaráðherra. 19. nóvember 2014 08:00 Mest lesið Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Sjá meira
Styttingin gæti haft alvarlegar afleiðingar Prófessor í félagsfræði segir það geta verið hættulegt að stytta nám til stúdentsprófs. Nemar í stærri árgöngum búi frekar við erfiðar félagslegar afleiðingar en aðrir. Rektorar HA og HÍ hafa ekki miklar áhyggjur af styttingu framhaldsskóla. 29. apríl 2015 07:30
Óttast að stytting stúdentsprófs bitni á háskólakennslu Deildarráð Raunvísindadeildar HÍ skorar á yfirvöld að tryggja áfram nægan undirbúning fyrir háskóla, sérstaklega í stærðfræði. 1. júlí 2015 12:48
Sautján ára stúlka heldur ráðstefnu um menntamál Búin að bóka Hörpuna og menntamálaráðherra. 19. nóvember 2014 08:00