Innlent

Hafna beiðni um úttekt á hafnarmálinu

Ingvar Haraldsson skrifar
Gylfi Ingvarsson Fulltrúi Samfylkingarinnar segir slæmt að meirihlutinn sé dómari í eigin sök.
Gylfi Ingvarsson Fulltrúi Samfylkingarinnar segir slæmt að meirihlutinn sé dómari í eigin sök. fréttablaðið/vilhelm
Gylfi Ingvarsson, fulltrúi Samfylkingarinnar í hafnarstjórn Hafnarfjarðar, fór fram á óháða stjórnsýsluúttekt á framferði meirihluta hafnarstjórnar og aðkomu Haralds Líndal, bæjarstjóra Hafnarfjarðar, í tengslum við fund sem fór fram bæjarskrifstofu Hafnarfjarðar laugardaginn 15. nóvember 2014 á fundi nefndarinnar þann 11. júní.

Á bæjarskrifstofunni taldi starfsmaður hafnarinnar sig vera að ræða við Harald Líndal bæjarstjóra. Síðar hafi komið í ljós að um hafi verið að ræða starfsmann R3 ráðgjafar að sögn Gylfa.

Unnur Lára Bryde
Már Sveinbjörnsson, hafnarstjóri Hafnarfjarðarhafnar, segir að Unnur Lára Bryde, formaður hafnarstjórnar og fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hafi afhent starfsmanninum bréf í byrjun febrúar þar sem dregið var í efa að fundurinn hefði nokkru sinni átt sér stað.

Starfsmanninum hafi verið gefinn kostur á að sanna að fundurinn hefði farið fram og annars yrði hann áminntur. „Síðan var þetta bréf dregið til baka viku seinna,“ segir Már.

Meirihluti hafnarstjórnar hafnaði tillögu Gylfa. Unnur Lára segir að þegar hefði verið samþykkt í bæjarstjórn að óháð stjórnsýsluúttekt færi fram á málefnum hafnarinnar síðastliðinn áratug og að vonast væri til að hún kæmi út í þessari viku.

Unnur vildi ekki tjá sig sérstaklega um þetta einstaka mál og bar við trúnaði við starfsmanninn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×