Ákærður fyrir gripdeild og þjófnað Birgir Olgeirsson skrifar 15. júní 2015 10:33 Fyrirtaka í máli lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu gegn Óðni Frey fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. vísir/stefán Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur höfðað sakamál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur á hendur Óðni Frey Valgeirssyni. Er Óðinn ákærður fyrir þjófnað í Reykjavík á nokkurra mánaða tímabili í fyrra. Fyrsta brotið átti sér stað samkvæmt ákæru í verslun Hagkaupa í Skeifunni þriðjudaginn 11. mars í fyrra þar sem hann á að hafa stolið 2 pökkum af hárlit, samtals að verðmæti 3.998 krónum. Hann er síðan sakaður um að hafa stolið sex pakkningum af lærissneiðum, að verðmæti 5.971 krónum, í verslun Bónuss í Kjörgarði viku síðar. Sama dag á hann að hafa stolið fimm stykkjum af vítamíni, að verðmæti 12 þúsund krónum, í verslun Nóatúns í Nóatúni. Mánuði síðar á hann að hafa stolið matvöru í sömu verslun að verðmæti 5.891 krónum. 28. september síðastliðinn á hann samkvæmt ákæru lögreglustjórans að hafa stolið vörum, samtals að verðmæti 71.6197 krónum, í verslun Iðu við Lækjargötu. Ellefu dögum síðar var hann á ferð í verslun Nettó á Granda, samkvæmt ákæru, þar sem hann er sakaður um að hafa stolið matvöru að verðmæti 1.023 krónum. Degi síðar á hann að hafa stolið vörum samtals að verðmæti 10.772 krónum í verslun Nóatúns í Grafarholti. Þá er hann einnig sakaður um að hafa stolið kjúklingabringum að óþekktu magni í verslun Nóatúns í JL-húsinu sunnudaginn 19. Október. Sama dag á hann að hafa hrifsað áfengsflösku úr hillu á bar Hótels Plaza við Aðalstræti og hlaupið með hana út. Samkvæmt ákæru handtók lögreglan Óðinn skömmu seinna á skemmtistaðnum Frederiksen og er hann sagður hafa haft flöskuna í sinni vörslu. 30. júní í fyrra var Óðinn Freyr dæmdur til sextán mánaða fangelsisvistar fyrir frelsissviptingu. Samkvæmt dómnum svipti Óðinn Freyr konu á þrítugsaldri frelsi, hélt henni nauðugri á heimili sínu að Kleppsvegi og hótaði henni lífláti ef hún hefði ekki samræði við hann. Sjá einnig: Sextán mánaða fangelsi fyrir frelsissviptingu Árið 2011 hafði Hæstiréttur sýknað Óðinn af ákæru um árás á sextán ára gamla stúlku á göngustíg í Laugardal. Sjá einnig: Þriggja ára fangelsisdómi snúið við í HæstaréttiUppfært klukkan 13:18: Óðinn Freyr játaði við fyrirtöku í morgun og hlaut 30 daga fangelsisvist. Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Sjá meira
Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur höfðað sakamál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur á hendur Óðni Frey Valgeirssyni. Er Óðinn ákærður fyrir þjófnað í Reykjavík á nokkurra mánaða tímabili í fyrra. Fyrsta brotið átti sér stað samkvæmt ákæru í verslun Hagkaupa í Skeifunni þriðjudaginn 11. mars í fyrra þar sem hann á að hafa stolið 2 pökkum af hárlit, samtals að verðmæti 3.998 krónum. Hann er síðan sakaður um að hafa stolið sex pakkningum af lærissneiðum, að verðmæti 5.971 krónum, í verslun Bónuss í Kjörgarði viku síðar. Sama dag á hann að hafa stolið fimm stykkjum af vítamíni, að verðmæti 12 þúsund krónum, í verslun Nóatúns í Nóatúni. Mánuði síðar á hann að hafa stolið matvöru í sömu verslun að verðmæti 5.891 krónum. 28. september síðastliðinn á hann samkvæmt ákæru lögreglustjórans að hafa stolið vörum, samtals að verðmæti 71.6197 krónum, í verslun Iðu við Lækjargötu. Ellefu dögum síðar var hann á ferð í verslun Nettó á Granda, samkvæmt ákæru, þar sem hann er sakaður um að hafa stolið matvöru að verðmæti 1.023 krónum. Degi síðar á hann að hafa stolið vörum samtals að verðmæti 10.772 krónum í verslun Nóatúns í Grafarholti. Þá er hann einnig sakaður um að hafa stolið kjúklingabringum að óþekktu magni í verslun Nóatúns í JL-húsinu sunnudaginn 19. Október. Sama dag á hann að hafa hrifsað áfengsflösku úr hillu á bar Hótels Plaza við Aðalstræti og hlaupið með hana út. Samkvæmt ákæru handtók lögreglan Óðinn skömmu seinna á skemmtistaðnum Frederiksen og er hann sagður hafa haft flöskuna í sinni vörslu. 30. júní í fyrra var Óðinn Freyr dæmdur til sextán mánaða fangelsisvistar fyrir frelsissviptingu. Samkvæmt dómnum svipti Óðinn Freyr konu á þrítugsaldri frelsi, hélt henni nauðugri á heimili sínu að Kleppsvegi og hótaði henni lífláti ef hún hefði ekki samræði við hann. Sjá einnig: Sextán mánaða fangelsi fyrir frelsissviptingu Árið 2011 hafði Hæstiréttur sýknað Óðinn af ákæru um árás á sextán ára gamla stúlku á göngustíg í Laugardal. Sjá einnig: Þriggja ára fangelsisdómi snúið við í HæstaréttiUppfært klukkan 13:18: Óðinn Freyr játaði við fyrirtöku í morgun og hlaut 30 daga fangelsisvist.
Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Sjá meira