Innlent

Lögregla þrisvar kölluð til vegna heimilisofbeldis á Selfossi

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/getty
Mikill erill var hjá lögreglunni á Suðurlandi í liðinni viku. Alvarleg slys, heimilisofbeldi og líkamsárásir vógu þar þungt en í heild voru 322 verkefni skráð dagana 8. -15. júní. Um miðja viku gistu fjórir fangageymslur á Selfossi sem er með því mesta sem gerist á miðjum degi í miðri viku.

Þrívegis var lögregla kölluð til vegna heimilisofbeldis sem í öllum tilvikum kölluðu á handtöku og vistun ofbeldismanns. Einn var úrskurðaður í nálgunarbann en braut það með því að senda frá sér smáskilaboð. Hann verður ákærður fyrir það.

Nítján slys og umverðaróhöpp voru skráð í vikunni. Á Akureyrarvegi í Rangárþingi varð alvarlegt fjórhjólaslys. Við Vatnsvik í Þingvallaþjóðgarðinum féll veiðimaður í vatnið og missti meðvitund. Maður sem var nærri kom honum til hjálpar og var hinn slasaði fluttur með þyrlu á slysadeild Landspítalans.

Þá kom upp eldur í hjólbarða vöruflutningabíls á hringveginum við Þorgeirsstaði á Lóni á miðvikudagskvöld. Slökkvilið var kallað til og réði niðurlögum eldsins, en bifreiðin er mjög skemmd eftir brunann.

Tvö minniháttar fíkniefnamál komu á borð lögreglunnar. Í öðru tilvikinu var um að ræða gest sem dvaldi á hóteli á Hvolsvelli og í hinu maður sem stöðvaður var við akstur í Eldhrauni.

Nú rétt fyrir miðnætti í gær hafði hurð á vesturhlið Fjölbrautaskóla Suðurlands verið spennt upp og einhver farið inn í húsið. Þó var ekki að sjá að neinu hafi verið stolið.

Í vikunni voru skráð 108 umferðarlagabrot, þar af 95 kærðir fyrir hraðakstur. Þá voru fimm kærðir fyrir ölvunarakstur og fjórir fyrir fíkniefnaakstur.

Helstu verkefni lögreglunnar á Suðurlandi vikuna 8. til 15. júní.Einstaklega mikið álag hefur verið hjá lögreglunni á...

Posted by Lögreglan á Suðurlandi on 15. júní 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×