Vigdís segir Einar hafa farið offari Aðalsteinn Kjartansson skrifar 17. apríl 2015 23:02 Vigdís Hauksdóttir, þingkona Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar, segir að þingforseti hafi farið offari þegar hann bað eigendur American Bar í Austurstræti um að taka niður bandaríska fánanna sem blakti fyrir utan staðinn. „Ég er búinn að láta mig hafa það að labba inn á þingflokksskrifstofur Framsóknarflokksins í Moggahöllinni undir blaktandi Evrópufána og aldrei datt mér í hug að kvarta yfir því,“ sagði Vigdís um málið þegar hún var gestur í Íslandi í dag í kvöld.American Bar er á jarðhæð í húsi þar sem Alþingi leigir hæðirnar fyrir ofan undir nefndarsali og skrifstofur þingmanna.Sjá einnig: Bandaríski fáninn fjarlægður af American BarFáninn hangir enn uppi inni á staðnum.Facebook/American Bar„Er að gerðarleysið við Austurvöll orðið svona mikið að það þurfi að skipta sér af rekstri fyrirtækja? Ég meina, þetta er bara merki þessa staðar og þeir bara auglýsa sig og sína vöru. Mér finnst þetta svolítið langt seilst, bara út af atvinnufrelsi og svona,“ sagði hún. Vigdís lá ekki á skoðunum sínum á þessu máli og sagði: „Þetta er gengið of langt og ég bara lýsi því yfir að það er búið að fara offari í þessu máli.“ Fleiri þingmenn hafa lýst svipuðum skoðunum á málinu eftir að sagt var frá því í fréttum. Katrín Júlíusdóttir, þingmaður og varaformaður Samfylkingarinnar, spurði á Facebook-síðu sinni nú í kvöld hvort við værum ekki orðin full viðkvæm ef bandaríski fáninn utan á veitingastað væri að angra okkur. „Það er ekki eins og maður fyllist bandarískri þjóðerniskennd sönglandi bandaríska þjóðsönginn. Er þetta merki um að menn hvíli ekki nægjanlega vel í Íslendingnum í sér?“ spurði þingkonan.Erum við ekki orðin fullviðkvæm ef bandaríski fáninn utan á veitingastað er farinn að angra okkur? Það er ekki eins og...Posted by Katrín Júlíusdóttir on Friday, April 17, 2015Forseti Alþingis sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að hann hefði gengið í málið eftir athugasemdir nokkurra þingmanna. „Það voru nokkrir þingmenn sem höfðu samband við mig og fannst þetta frekar óþægileg tilhugsun að þjóðþingið væri í þessari stöðu að þingmenn og gestir þeirra þyrftu að ganga undir erlendan þjóðfána á leið inn á starfsstöð Alþingis,“ sagði Einar. „Við brugðumst við og höfðum samband við eigendur hússins sem sömuleiðis brugðust mjög vel við þessu,“ bætti hann svo við. Alþingi Tengdar fréttir Bandaríski fáninn fjarlægður af American Bar Forseti Alþingis ánægður með ákvörðun eigenda American Bar að fjarlægja bandaríska fánann af húsinu þar sem Alþingi er með skrifstofur og fundarsali. 17. apríl 2015 19:15 Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir, þingkona Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar, segir að þingforseti hafi farið offari þegar hann bað eigendur American Bar í Austurstræti um að taka niður bandaríska fánanna sem blakti fyrir utan staðinn. „Ég er búinn að láta mig hafa það að labba inn á þingflokksskrifstofur Framsóknarflokksins í Moggahöllinni undir blaktandi Evrópufána og aldrei datt mér í hug að kvarta yfir því,“ sagði Vigdís um málið þegar hún var gestur í Íslandi í dag í kvöld.American Bar er á jarðhæð í húsi þar sem Alþingi leigir hæðirnar fyrir ofan undir nefndarsali og skrifstofur þingmanna.Sjá einnig: Bandaríski fáninn fjarlægður af American BarFáninn hangir enn uppi inni á staðnum.Facebook/American Bar„Er að gerðarleysið við Austurvöll orðið svona mikið að það þurfi að skipta sér af rekstri fyrirtækja? Ég meina, þetta er bara merki þessa staðar og þeir bara auglýsa sig og sína vöru. Mér finnst þetta svolítið langt seilst, bara út af atvinnufrelsi og svona,“ sagði hún. Vigdís lá ekki á skoðunum sínum á þessu máli og sagði: „Þetta er gengið of langt og ég bara lýsi því yfir að það er búið að fara offari í þessu máli.“ Fleiri þingmenn hafa lýst svipuðum skoðunum á málinu eftir að sagt var frá því í fréttum. Katrín Júlíusdóttir, þingmaður og varaformaður Samfylkingarinnar, spurði á Facebook-síðu sinni nú í kvöld hvort við værum ekki orðin full viðkvæm ef bandaríski fáninn utan á veitingastað væri að angra okkur. „Það er ekki eins og maður fyllist bandarískri þjóðerniskennd sönglandi bandaríska þjóðsönginn. Er þetta merki um að menn hvíli ekki nægjanlega vel í Íslendingnum í sér?“ spurði þingkonan.Erum við ekki orðin fullviðkvæm ef bandaríski fáninn utan á veitingastað er farinn að angra okkur? Það er ekki eins og...Posted by Katrín Júlíusdóttir on Friday, April 17, 2015Forseti Alþingis sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að hann hefði gengið í málið eftir athugasemdir nokkurra þingmanna. „Það voru nokkrir þingmenn sem höfðu samband við mig og fannst þetta frekar óþægileg tilhugsun að þjóðþingið væri í þessari stöðu að þingmenn og gestir þeirra þyrftu að ganga undir erlendan þjóðfána á leið inn á starfsstöð Alþingis,“ sagði Einar. „Við brugðumst við og höfðum samband við eigendur hússins sem sömuleiðis brugðust mjög vel við þessu,“ bætti hann svo við.
Alþingi Tengdar fréttir Bandaríski fáninn fjarlægður af American Bar Forseti Alþingis ánægður með ákvörðun eigenda American Bar að fjarlægja bandaríska fánann af húsinu þar sem Alþingi er með skrifstofur og fundarsali. 17. apríl 2015 19:15 Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Sjá meira
Bandaríski fáninn fjarlægður af American Bar Forseti Alþingis ánægður með ákvörðun eigenda American Bar að fjarlægja bandaríska fánann af húsinu þar sem Alþingi er með skrifstofur og fundarsali. 17. apríl 2015 19:15