„Fólk hugsar bara að þetta sé vond kaka og skilur ekki hvernig hún gat unnið“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. febrúar 2015 10:35 Hilmar Hjálmarsson, bakari, og Kaka ársins. Mynd/Sveinsbakarí Hilmir Hjálmarsson, bakarameistari hjá Sveinsbakaríi og höfundur Köku ársins, segir mjög leiðinlegt að svo virðist vera sem viss bakarí hafi ekki bakað kökuna nákvæmlega eins og á að gera. „Við höfum heyrt nokkuð um það að kakan sé bara ekki góð. Þetta er auðvitað undantekning og er ekki í gangi almennt hjá bakaríum þó að þetta sé áberandi slæmt núna,“ segir Hilmir í samtali við Vísi. Hann var einnig höfundur Köku ársins árið 2010 og í fyrra var það nemi hjá honum sem bar sigur úr býtum. „Fólk á að hlakka til að kaupa þessa köku og margir hlökkuðu til að kaupa hana en enduðu svo með því að henda henni í ruslið. Það er ekki oft sem maður heyrir þannig sögur af kökum,“ bætir Hilmir við. Hann segist ekki alveg átta sig á hvað það er sem farið hafi úrskeiðis hjá þeim sem hafi ekki bakað kökuna eins og á að gera. „Ég veit ekki hvort það séu bara einhver mistök í gangi, menn ekki að leggja sig fram eða hvort þetta sé einhver sparnaðarleið.“Skemmir fyrir allri stéttinni Hilmir ætlar að taka málið upp á næsta fundi hjá Landssambandi bakara. „Þetta er auðvitað leiðinlegt því fólk hugsar bara að þetta sé vond kaka og skilur ekki hvernig hún gat unnið. Ég er því búinn að vera að safna upplýsingum um dæmi og taka þetta saman svo hægt sé að ræða á næsta fundi hvernig eigi að bregðast við og koma í veg fyrir að svona gerist. Þetta skemmir bara fyrir allri stéttinni þar sem það er allt lagt í þennan árlega viðburð og þetta á að snúast um gæði.“ Þrátt fyrir þetta mótlæti segir Hilmir að allir sem hafa bragðað á kökunni í kringum hann séu hæstánægðir með kökuna. „Fólk segir bara að hún sé dásemdin ein.“ Aðspurður hversu margar kökur hafi selst nú um helgina segir Hilmir erfitt að áætla nákvæma tölu en reiknar með að það séu um nokkur þúsund stykki. Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Hilmir Hjálmarsson, bakarameistari hjá Sveinsbakaríi og höfundur Köku ársins, segir mjög leiðinlegt að svo virðist vera sem viss bakarí hafi ekki bakað kökuna nákvæmlega eins og á að gera. „Við höfum heyrt nokkuð um það að kakan sé bara ekki góð. Þetta er auðvitað undantekning og er ekki í gangi almennt hjá bakaríum þó að þetta sé áberandi slæmt núna,“ segir Hilmir í samtali við Vísi. Hann var einnig höfundur Köku ársins árið 2010 og í fyrra var það nemi hjá honum sem bar sigur úr býtum. „Fólk á að hlakka til að kaupa þessa köku og margir hlökkuðu til að kaupa hana en enduðu svo með því að henda henni í ruslið. Það er ekki oft sem maður heyrir þannig sögur af kökum,“ bætir Hilmir við. Hann segist ekki alveg átta sig á hvað það er sem farið hafi úrskeiðis hjá þeim sem hafi ekki bakað kökuna eins og á að gera. „Ég veit ekki hvort það séu bara einhver mistök í gangi, menn ekki að leggja sig fram eða hvort þetta sé einhver sparnaðarleið.“Skemmir fyrir allri stéttinni Hilmir ætlar að taka málið upp á næsta fundi hjá Landssambandi bakara. „Þetta er auðvitað leiðinlegt því fólk hugsar bara að þetta sé vond kaka og skilur ekki hvernig hún gat unnið. Ég er því búinn að vera að safna upplýsingum um dæmi og taka þetta saman svo hægt sé að ræða á næsta fundi hvernig eigi að bregðast við og koma í veg fyrir að svona gerist. Þetta skemmir bara fyrir allri stéttinni þar sem það er allt lagt í þennan árlega viðburð og þetta á að snúast um gæði.“ Þrátt fyrir þetta mótlæti segir Hilmir að allir sem hafa bragðað á kökunni í kringum hann séu hæstánægðir með kökuna. „Fólk segir bara að hún sé dásemdin ein.“ Aðspurður hversu margar kökur hafi selst nú um helgina segir Hilmir erfitt að áætla nákvæma tölu en reiknar með að það séu um nokkur þúsund stykki.
Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira