Innlent

Erill hjá lögreglunni í nótt

Birgir Olgeirsson skrifar
Dyravörður gaf upp rangt nafn og kennitölu, ölvaður maður til vandræða á skemmtistað og stungið af frá vettvangi slyss.
Dyravörður gaf upp rangt nafn og kennitölu, ölvaður maður til vandræða á skemmtistað og stungið af frá vettvangi slyss. Vísir/KTD
Erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt þar sem reyndi einna mest á lögreglumenn í miðborg Reykjavíkur. Rétt fyrir klukkan tvö í nótt voru höfð afskipti af dyraverið á skemmtistað í miðbænum, sá gaf upp rangt nafn og kennitölu. Þegar búið var að komast að hinu sanna var honum tilkynnt að rituð yrði skýrsla um málið.

Á sama tíma var tilkynnt um mann sem datt á svelli, hann var fluttur á slysadeild til aðhlynningar.

Þegar klukkuna vantaði 12 mínútur í þrjú í nótt var ölvaður maður til vandræða á skemmtistað í miðbænum. Hann var fluttur á lögreglustöðina við Hverfisgötu. Var maðurinn látinn laus að lokinni upplýsingaöflun.

Á fimma tímanum í nótt, þegar klukkan var 10 mínútur yfir fjögur, var tilkynnt um ofurölvi karlmann í miðbænum. Þegar hann fannst var hann nær ósjálfbjarga og því var hann fluttur á lögreglustöðina Hverfisgötu þar sem hann var vistaður í fangageymslu, en hann gat ekki gert grein fyrir sér né hvar hann dveldi.

Tuttugu mínútum síðar var tilkynnt um umferðaróhapp í miðbænum, ekið aftan á bifreið sem var kyrrstæð á rauðu ljósi. Sá sem ók á, yfirgaf vettvang en vitað var um hvern var að ræða og hann sóttur til síns heima. Var hann fluttur á lögreglustöðina við Hverfisgötu þar sem tekið var af honum blóðsýni, að því loknu var hann vistaður í fangageymslu vegna frekari rannsóknar á málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×