Fólki á framfærslu sveitarfélaga fækkar vegna betra atvinnuástands í landinu Jón Hákon Halldórsson skrifar 21. desember 2015 07:00 Byggingaframkvæmdir í Kórahverfi. Atvinnuástandið á Íslandi hefur snarbatnað á örfáum árum og er núna einungis um 2,7 prósent. vísir/vilhelm Fólki sem þiggur fjárhagsaðstoð fækkar í stærstu sveitarfélögum landsins. Aðalsteinn Sigfússon, sviðsstjóri velferðarsviðs í Kópavogi, segir að á þessu ári hafi útgreidd fjárhagsaðstoð minnkað um átta prósent. Fækkun á einstaklingum sem nýta fjárhagsaðstoðina sé talsverð umfram það. Guðrún Sigurðardóttir, hjá fjölskyldudeild Akureyrar, segir að þróunin þar sé jafnframt sú að viðtakendum hafi fækkað. Séu fyrstu níu mánuðir þessa árs bornir saman við sama tímabil árið 2014 sé fækkunin um 55. Þeir voru 359 árið 2014 en fara í 304 eftir fyrstu níu mánuði þessa árs. Ástæða bættrar stöðu er minnkandi atvinnuleysi. „Fjárhagsaðstoðin hefur alltaf haft mikla fylgni við atvinnuástandið þannig að mér finnst líklegt að það sé stóra skýringin,“ segir Guðrún Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Fjölskyldudeildar hjá Akureyrabæ. Hún segir að lögð sé mikil áhersla á að koma fólki í vinnu. Guðrún segir ýmis virkniúrræði starfrækt fyrir fólk sem er atvinnulaust. „Við erum með fjölsmiðju fyrir unga fólkið og starfsendurhæfingu Norðurlands fyrir fólk á öllum aldri,“ segir Guðrún. Að auki sé sveitarfélagið í miklu samstarfi við Vinnumálastofnun. 135 einstaklingar fengu fjárhagsaðstoð hjá Hafnarfjarðarbæ í nóvember síðastliðnum. Samkvæmt upplýsingum frá Rannveigu Einarsdóttur, sviðsstjóra Fjölskyldudeildar Hafnarfjarðarbæjar, lækkaði fjárhæð framfærslustyrks um 18 prósent á tímabilinu september til nóvember miðað við sama tímabil í fyrra. Þeim sem fá framfærslu fækkaði um 26 prósent á þessu sama tímabili. Eins og Fréttablaðið greindi frá á föstudag hefur þeim sem nota fjárhagsaðstoð til framfærslu hjá Reykjavíkurborg fækkað um 10,9 prósent í ár. Þeir voru 3.080 á tímabilinu janúar til október 2014 en fækkaði niður í 2.745 á sama tímabili í ár. „Það sem er sérstakt fagnaðarefni er að ungu fólki er að fækka mjög mikið hjá okkur og það er að komast í vinnu,“ sagði Kristjana Gunnarsdóttir, sviðsstjóri á velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Hún sagði að þróunina mætti fyrst og fremst skýra með því að möguleikar á atvinnumarkaði hefðu aukist og dregið úr atvinnuleysi. Þegar tölur frá Vinnumálastofnun eru skoðaðar sést að atvinnuleysi hefur minnkað snarlega á tveimur árum. Í nóvember var það skráð 2,7 prósent. Í nóvember í fyrra var það hins vegar 3,3 prósent og 4,1 prósent í nóvember 2013. Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Sjá meira
Fólki sem þiggur fjárhagsaðstoð fækkar í stærstu sveitarfélögum landsins. Aðalsteinn Sigfússon, sviðsstjóri velferðarsviðs í Kópavogi, segir að á þessu ári hafi útgreidd fjárhagsaðstoð minnkað um átta prósent. Fækkun á einstaklingum sem nýta fjárhagsaðstoðina sé talsverð umfram það. Guðrún Sigurðardóttir, hjá fjölskyldudeild Akureyrar, segir að þróunin þar sé jafnframt sú að viðtakendum hafi fækkað. Séu fyrstu níu mánuðir þessa árs bornir saman við sama tímabil árið 2014 sé fækkunin um 55. Þeir voru 359 árið 2014 en fara í 304 eftir fyrstu níu mánuði þessa árs. Ástæða bættrar stöðu er minnkandi atvinnuleysi. „Fjárhagsaðstoðin hefur alltaf haft mikla fylgni við atvinnuástandið þannig að mér finnst líklegt að það sé stóra skýringin,“ segir Guðrún Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Fjölskyldudeildar hjá Akureyrabæ. Hún segir að lögð sé mikil áhersla á að koma fólki í vinnu. Guðrún segir ýmis virkniúrræði starfrækt fyrir fólk sem er atvinnulaust. „Við erum með fjölsmiðju fyrir unga fólkið og starfsendurhæfingu Norðurlands fyrir fólk á öllum aldri,“ segir Guðrún. Að auki sé sveitarfélagið í miklu samstarfi við Vinnumálastofnun. 135 einstaklingar fengu fjárhagsaðstoð hjá Hafnarfjarðarbæ í nóvember síðastliðnum. Samkvæmt upplýsingum frá Rannveigu Einarsdóttur, sviðsstjóra Fjölskyldudeildar Hafnarfjarðarbæjar, lækkaði fjárhæð framfærslustyrks um 18 prósent á tímabilinu september til nóvember miðað við sama tímabil í fyrra. Þeim sem fá framfærslu fækkaði um 26 prósent á þessu sama tímabili. Eins og Fréttablaðið greindi frá á föstudag hefur þeim sem nota fjárhagsaðstoð til framfærslu hjá Reykjavíkurborg fækkað um 10,9 prósent í ár. Þeir voru 3.080 á tímabilinu janúar til október 2014 en fækkaði niður í 2.745 á sama tímabili í ár. „Það sem er sérstakt fagnaðarefni er að ungu fólki er að fækka mjög mikið hjá okkur og það er að komast í vinnu,“ sagði Kristjana Gunnarsdóttir, sviðsstjóri á velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Hún sagði að þróunina mætti fyrst og fremst skýra með því að möguleikar á atvinnumarkaði hefðu aukist og dregið úr atvinnuleysi. Þegar tölur frá Vinnumálastofnun eru skoðaðar sést að atvinnuleysi hefur minnkað snarlega á tveimur árum. Í nóvember var það skráð 2,7 prósent. Í nóvember í fyrra var það hins vegar 3,3 prósent og 4,1 prósent í nóvember 2013.
Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Sjá meira