Innlent

Lögreglan á Akureyri lokar hringveginum vegna slyss

Birgir Olgeirsson skrifar
Ekki er vitað að svo komnu máli hvað lokunin varir lengi.
Ekki er vitað að svo komnu máli hvað lokunin varir lengi. Vísir/Sveinn
Hringveginum hefur verið lokað eftir að alvarlegt umferðarslys varð norðan Akureyrar um 16:30.

Lögregla segir að stór flutningabíll og fólksbíll hafi skollið saman og báðir hafnað utan vegar. Samkvæmt lögreglunni á Akureyri voru þrír í öðrum bílnum og einn í hinum.

Slysið varð rétt sunnan Hlíðarbæjar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×