Innlent

Reykvíkingar hvattir til að flokka jólaruslið

vísir/pjetur
Starfsmenn sorphirðu í Reykjavík verða ekki við vinnu á morgun, aðfangadag, og hefst sorphirða aftur sunnudaginn 27. desember. Íbúar eru þvi hvattir til að flokka það sem til fellur eins og mögulegt er.

Magn úrgangs eykst verulega í desember, og árið í ár er engin undantekning, að því er segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Tilfallandi umframsorp sem ekki rúmast í gráu tunnunni er hægt að setja í sérmerkta poka sem hægt er að kaupa á N1 stöðvum í Reykjavík og í þjónustuveri Reykjavíkurborgar í Borgartúni. Pokinn er ætlaður undir blandaðan heimilisúrgang og skal hann setja við hlið tunnunnar.

Þá er hægt að skila úrgangi á endurvinnslustöðvar Sorpu bs sem eru sex á höfuðborgarsvæðinu, að því er segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×