Innlent

Mikill mannfjöldi tók þátt í Friðargöngunni

Atli Ísleifsson skrifar
Fjölmargir gengu niður Laugaveginn með kerti í hönd.
Fjölmargir gengu niður Laugaveginn með kerti í hönd. Vísir/Egill
Mikill fjöldi fólks tók þátt í árlegri Friðargöngu í miðborg Reykjavíkur fyrr í kvöld.

Friðarganga á Þorláksmessu hefur verið fastur liður í borginni frá árinu 1981 og var gengið frá Hlemmi niður á Austurvöll þar sem áhersla var lögð á kröfuna um frið í heiminum.

Andri Snær Magnason rithöfundur flutti ávarp á Austurvelli, en fundarstjóri var Tinna Önnudóttir Þorvalds leikkona.

Hamrahlíðarkórinn og kór Menntaskólans við Hamrahlíð sungu í göngunni og í lok fundar.

Vísir/Egill



Fleiri fréttir

Sjá meira


×