Árni Páll: Stjórnarandstöðunni ber siðferðileg skylda til að reyna myndun stjórnar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 27. desember 2015 12:20 Árni Páll Árnason. vísir/gva „Ég er alveg til í að setjast yfir það, ef menn hafa áhuga á, að búa til sameiginlega málefnaskrá fyrir næstu kosningar en ég tel að það sé óþarfi að flækja málið of mikið. Frá hálfu Samfylkingar liggur það alveg skýrt fyrir að ef stjórnarandstöðuflokkarnir ná meirihluta þá teljum við okkur skuldbundin til að mynda meirihlutastjórn með þeim flokkum,“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, í viðtali við Sigurjón M. Egilsson í þætti hans, Sprengisandi, nú í morgun. Sigurjón hafði spurt Árna hvort til greina kæmi að núverandi stjórnarandstöðuflokkar myndu sameinast og hvort Árni hefði áhuga á að taka þátt í því. Svar Árna var á þá leið að það þyrfti að meta hvort grundvöllur væri fyrir slíku samstarfi en hann teldi mikilvægt að á Íslandi væri til flokkur jafnaðarmanna og að hann vildi vera í þeim flokki. „Ég er til í að vinna með öðrum umbótasinnuðum öflum en mér þykir mikilvægast, við þessar aðstæður, að það liggi fyrir að ef stjórnarandstaðan vinnur meirihluta þá ber henni siðferðileg skylda til að reyna myndun meirihlutastjórnar,“ sagði Árni Páll. Hann benti á að stjórnarandstaðan nú hefði verið mjög einhuga í öllum helstu átakamálum og lagt fram sameiginlegar breytingatillögur við fjárlagafrumvörp síðustu tveggja ára. Hún hafi einnig barist fyrir því að þjóðin fengi að ráða framtíðinni varðandi aðild að Evrópusambandinu og að þjóðin fengi að koma að borðinu varðandi nýja stjórnarskrá eða breytingar á þeirri eldri. Einnig hafi flokkarnir reynt að verja rammaáætlun og koma í veg fyrir að „útgerðin fái gefins makrílkvóta“. „Við í Samfylkingunni höfum lagt meiri áherslu á breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu og stjórnarskránni en flestir aðrir flokkar þó við séum sammála Pírötum að stórum hluta þar. En önnur málefni eru einnig afar mikilvæg og má þar strax nefna úrbætur í húsnæðismálum og nýtt lífeyrissjóða- og almannatryggingakerfi.“ „Það hvort það sé grundvöllur fyrir sameiningu er í raun allt önnur spurning en Samfylkingin er tilbúin til samstarfs náist meirihluti. Það þyrfti sambærilega yfirlýsingu annarra stjórnarandstöðuflokka og ég á ekki von á því að annað komi upp á daginn,“ sagði Árni Páll. Hlusta má á þáttinn í heild sinni inn á útvarpsvef Vísis. Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fleiri fréttir Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Sjá meira
„Ég er alveg til í að setjast yfir það, ef menn hafa áhuga á, að búa til sameiginlega málefnaskrá fyrir næstu kosningar en ég tel að það sé óþarfi að flækja málið of mikið. Frá hálfu Samfylkingar liggur það alveg skýrt fyrir að ef stjórnarandstöðuflokkarnir ná meirihluta þá teljum við okkur skuldbundin til að mynda meirihlutastjórn með þeim flokkum,“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, í viðtali við Sigurjón M. Egilsson í þætti hans, Sprengisandi, nú í morgun. Sigurjón hafði spurt Árna hvort til greina kæmi að núverandi stjórnarandstöðuflokkar myndu sameinast og hvort Árni hefði áhuga á að taka þátt í því. Svar Árna var á þá leið að það þyrfti að meta hvort grundvöllur væri fyrir slíku samstarfi en hann teldi mikilvægt að á Íslandi væri til flokkur jafnaðarmanna og að hann vildi vera í þeim flokki. „Ég er til í að vinna með öðrum umbótasinnuðum öflum en mér þykir mikilvægast, við þessar aðstæður, að það liggi fyrir að ef stjórnarandstaðan vinnur meirihluta þá ber henni siðferðileg skylda til að reyna myndun meirihlutastjórnar,“ sagði Árni Páll. Hann benti á að stjórnarandstaðan nú hefði verið mjög einhuga í öllum helstu átakamálum og lagt fram sameiginlegar breytingatillögur við fjárlagafrumvörp síðustu tveggja ára. Hún hafi einnig barist fyrir því að þjóðin fengi að ráða framtíðinni varðandi aðild að Evrópusambandinu og að þjóðin fengi að koma að borðinu varðandi nýja stjórnarskrá eða breytingar á þeirri eldri. Einnig hafi flokkarnir reynt að verja rammaáætlun og koma í veg fyrir að „útgerðin fái gefins makrílkvóta“. „Við í Samfylkingunni höfum lagt meiri áherslu á breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu og stjórnarskránni en flestir aðrir flokkar þó við séum sammála Pírötum að stórum hluta þar. En önnur málefni eru einnig afar mikilvæg og má þar strax nefna úrbætur í húsnæðismálum og nýtt lífeyrissjóða- og almannatryggingakerfi.“ „Það hvort það sé grundvöllur fyrir sameiningu er í raun allt önnur spurning en Samfylkingin er tilbúin til samstarfs náist meirihluti. Það þyrfti sambærilega yfirlýsingu annarra stjórnarandstöðuflokka og ég á ekki von á því að annað komi upp á daginn,“ sagði Árni Páll. Hlusta má á þáttinn í heild sinni inn á útvarpsvef Vísis.
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fleiri fréttir Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Sjá meira