Árni Páll: Stjórnarandstöðunni ber siðferðileg skylda til að reyna myndun stjórnar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 27. desember 2015 12:20 Árni Páll Árnason. vísir/gva „Ég er alveg til í að setjast yfir það, ef menn hafa áhuga á, að búa til sameiginlega málefnaskrá fyrir næstu kosningar en ég tel að það sé óþarfi að flækja málið of mikið. Frá hálfu Samfylkingar liggur það alveg skýrt fyrir að ef stjórnarandstöðuflokkarnir ná meirihluta þá teljum við okkur skuldbundin til að mynda meirihlutastjórn með þeim flokkum,“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, í viðtali við Sigurjón M. Egilsson í þætti hans, Sprengisandi, nú í morgun. Sigurjón hafði spurt Árna hvort til greina kæmi að núverandi stjórnarandstöðuflokkar myndu sameinast og hvort Árni hefði áhuga á að taka þátt í því. Svar Árna var á þá leið að það þyrfti að meta hvort grundvöllur væri fyrir slíku samstarfi en hann teldi mikilvægt að á Íslandi væri til flokkur jafnaðarmanna og að hann vildi vera í þeim flokki. „Ég er til í að vinna með öðrum umbótasinnuðum öflum en mér þykir mikilvægast, við þessar aðstæður, að það liggi fyrir að ef stjórnarandstaðan vinnur meirihluta þá ber henni siðferðileg skylda til að reyna myndun meirihlutastjórnar,“ sagði Árni Páll. Hann benti á að stjórnarandstaðan nú hefði verið mjög einhuga í öllum helstu átakamálum og lagt fram sameiginlegar breytingatillögur við fjárlagafrumvörp síðustu tveggja ára. Hún hafi einnig barist fyrir því að þjóðin fengi að ráða framtíðinni varðandi aðild að Evrópusambandinu og að þjóðin fengi að koma að borðinu varðandi nýja stjórnarskrá eða breytingar á þeirri eldri. Einnig hafi flokkarnir reynt að verja rammaáætlun og koma í veg fyrir að „útgerðin fái gefins makrílkvóta“. „Við í Samfylkingunni höfum lagt meiri áherslu á breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu og stjórnarskránni en flestir aðrir flokkar þó við séum sammála Pírötum að stórum hluta þar. En önnur málefni eru einnig afar mikilvæg og má þar strax nefna úrbætur í húsnæðismálum og nýtt lífeyrissjóða- og almannatryggingakerfi.“ „Það hvort það sé grundvöllur fyrir sameiningu er í raun allt önnur spurning en Samfylkingin er tilbúin til samstarfs náist meirihluti. Það þyrfti sambærilega yfirlýsingu annarra stjórnarandstöðuflokka og ég á ekki von á því að annað komi upp á daginn,“ sagði Árni Páll. Hlusta má á þáttinn í heild sinni inn á útvarpsvef Vísis. Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Sjá meira
„Ég er alveg til í að setjast yfir það, ef menn hafa áhuga á, að búa til sameiginlega málefnaskrá fyrir næstu kosningar en ég tel að það sé óþarfi að flækja málið of mikið. Frá hálfu Samfylkingar liggur það alveg skýrt fyrir að ef stjórnarandstöðuflokkarnir ná meirihluta þá teljum við okkur skuldbundin til að mynda meirihlutastjórn með þeim flokkum,“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, í viðtali við Sigurjón M. Egilsson í þætti hans, Sprengisandi, nú í morgun. Sigurjón hafði spurt Árna hvort til greina kæmi að núverandi stjórnarandstöðuflokkar myndu sameinast og hvort Árni hefði áhuga á að taka þátt í því. Svar Árna var á þá leið að það þyrfti að meta hvort grundvöllur væri fyrir slíku samstarfi en hann teldi mikilvægt að á Íslandi væri til flokkur jafnaðarmanna og að hann vildi vera í þeim flokki. „Ég er til í að vinna með öðrum umbótasinnuðum öflum en mér þykir mikilvægast, við þessar aðstæður, að það liggi fyrir að ef stjórnarandstaðan vinnur meirihluta þá ber henni siðferðileg skylda til að reyna myndun meirihlutastjórnar,“ sagði Árni Páll. Hann benti á að stjórnarandstaðan nú hefði verið mjög einhuga í öllum helstu átakamálum og lagt fram sameiginlegar breytingatillögur við fjárlagafrumvörp síðustu tveggja ára. Hún hafi einnig barist fyrir því að þjóðin fengi að ráða framtíðinni varðandi aðild að Evrópusambandinu og að þjóðin fengi að koma að borðinu varðandi nýja stjórnarskrá eða breytingar á þeirri eldri. Einnig hafi flokkarnir reynt að verja rammaáætlun og koma í veg fyrir að „útgerðin fái gefins makrílkvóta“. „Við í Samfylkingunni höfum lagt meiri áherslu á breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu og stjórnarskránni en flestir aðrir flokkar þó við séum sammála Pírötum að stórum hluta þar. En önnur málefni eru einnig afar mikilvæg og má þar strax nefna úrbætur í húsnæðismálum og nýtt lífeyrissjóða- og almannatryggingakerfi.“ „Það hvort það sé grundvöllur fyrir sameiningu er í raun allt önnur spurning en Samfylkingin er tilbúin til samstarfs náist meirihluti. Það þyrfti sambærilega yfirlýsingu annarra stjórnarandstöðuflokka og ég á ekki von á því að annað komi upp á daginn,“ sagði Árni Páll. Hlusta má á þáttinn í heild sinni inn á útvarpsvef Vísis.
Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent