Botnlaust hyldýpið Björn Teitsson skrifar 10. desember 2015 10:00 Tónlist Sóley Ask the Deep Morr Music Í skáldsögunni High Fidelity spyr poppnördinn, plötubúðareigandinn og aðalsöguhetjan Rob Gordon: „Hlustum við á popptónlist vegna þess að við erum óhamingjusöm, eða erum við óhamingjusöm vegna þess að við hlustum á popptónlist?“ Tónlist vekur upp tilfinningar, hún huggar, hún fær okkur til að finna til samkenndar og samúðar, en hún getur einnig rifið upp sár sem gróa aldrei fullkomlega. Þessi ást. Alltaf þessi fullkomna en vonlausa ást sem brennur svo heitt en brennur svo út. Og eftir er óhamingjan. Botnlaust dýpið. Þekkja þetta ekki allir? Ask the Deep er önnur breiðskífa Sóleyjar Stefánsdóttur, sem kallar sig einfaldlega Soley. Hún vakti mikla og verðskuldaða athygli árið 2011 með frumrauninni We Sink. Bera plöturnar mörg sameiginleg einkenni, lágstemmdar og draumkenndar, en eiga þó báðar tvær sinn eigin persónuleika – ef svo má að orði komast. Á nýrri plötu er Sóley að fikra sig áfram í nýjum hljóðheimi raftónlistar í bland við hefðbundnari hljóðfæri, slagverk er áberandi og útsetningarnar eru á tíðum einkar tilkomumiklar. Hljóðheimurinn fellur einkar vel að sögunni sem Sóley flytur áheyrendum en sú saga er gullfalleg, brothætt, sorgleg og jafnvel martraðarkennd í senn. Fyrsta lagið, Devil, setur tóninn fyrir plötuna og inniheldur hina, ó, svo lýsandi línu „It‘s never sunny anyway“. Ævintýr er mjög sterkt lag og textinn (ljóðið) kallar upp sterkar tilfinningar; viljum við að leitandi og ráfandi elskhugar finni hvor annan? Næstsíðasta lagið, Dreamers, er alger negla, útsetningin „stór“ og kraftmikil í anda sögunnar um draumana sem geta kostað okkur allt sem við eigum, sem takmarkast ekki við neitt annað en botnlaust hyldýpi sálarlífsins. En öll leggjum við samt undir, ekki satt?Niðurstaða: Sterkasta verk Sóleyjar inniheldur hæfilega tilraunamennsku, fallegar útsetningar og framúrskarandi texta. Menning Tónlist Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira
Tónlist Sóley Ask the Deep Morr Music Í skáldsögunni High Fidelity spyr poppnördinn, plötubúðareigandinn og aðalsöguhetjan Rob Gordon: „Hlustum við á popptónlist vegna þess að við erum óhamingjusöm, eða erum við óhamingjusöm vegna þess að við hlustum á popptónlist?“ Tónlist vekur upp tilfinningar, hún huggar, hún fær okkur til að finna til samkenndar og samúðar, en hún getur einnig rifið upp sár sem gróa aldrei fullkomlega. Þessi ást. Alltaf þessi fullkomna en vonlausa ást sem brennur svo heitt en brennur svo út. Og eftir er óhamingjan. Botnlaust dýpið. Þekkja þetta ekki allir? Ask the Deep er önnur breiðskífa Sóleyjar Stefánsdóttur, sem kallar sig einfaldlega Soley. Hún vakti mikla og verðskuldaða athygli árið 2011 með frumrauninni We Sink. Bera plöturnar mörg sameiginleg einkenni, lágstemmdar og draumkenndar, en eiga þó báðar tvær sinn eigin persónuleika – ef svo má að orði komast. Á nýrri plötu er Sóley að fikra sig áfram í nýjum hljóðheimi raftónlistar í bland við hefðbundnari hljóðfæri, slagverk er áberandi og útsetningarnar eru á tíðum einkar tilkomumiklar. Hljóðheimurinn fellur einkar vel að sögunni sem Sóley flytur áheyrendum en sú saga er gullfalleg, brothætt, sorgleg og jafnvel martraðarkennd í senn. Fyrsta lagið, Devil, setur tóninn fyrir plötuna og inniheldur hina, ó, svo lýsandi línu „It‘s never sunny anyway“. Ævintýr er mjög sterkt lag og textinn (ljóðið) kallar upp sterkar tilfinningar; viljum við að leitandi og ráfandi elskhugar finni hvor annan? Næstsíðasta lagið, Dreamers, er alger negla, útsetningin „stór“ og kraftmikil í anda sögunnar um draumana sem geta kostað okkur allt sem við eigum, sem takmarkast ekki við neitt annað en botnlaust hyldýpi sálarlífsins. En öll leggjum við samt undir, ekki satt?Niðurstaða: Sterkasta verk Sóleyjar inniheldur hæfilega tilraunamennsku, fallegar útsetningar og framúrskarandi texta.
Menning Tónlist Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira