Gleymum ekki gleðinni Kjartan Yngvi Björnsson og Snæbjörn Brynjarsson skrifar 14. desember 2015 10:00 Lestur er algjör tímaþjófur. Við sem erum svo heppin eða óheppin að hafa alist upp í tiltölulega skjálausu umhverfi, með enga farsíma eða iPad-a, gátum fátt annað leitað en í bókina þegar foreldrarnir slökktu á sjónvarpinu og ráku okkur upp í rúm. Reyndar er alveg öruggt að margir krakkar í dag vaka fram eftir við lestur á skemmtilegum ævintýrabókum, sumir eyða jafnvel verðmætum tíma sem ætti að fara í að leika úti með félögum, eða klára dæmin í skólabókunum, í að lesa einhverja vitleysu á borð við Andra Snæ eða Astrid Lindgren. Lestur, eins praktískur og hann er, hefur nefnilega alltaf verið afþreying, og það er auðveldast að læra að lesa þegar það er gaman. Það vekur hjá okkur ugg ef auka á vægi prófa á kostnað sköpunar í skólastarfi. Það er auðvitað alltaf hægt að troða krökkum í ákveðið mót og þjálfa nógu marga í að taka próf sem síðan hækka þá ákveðin meðaltöl, en lestur er meira en bara lesskilningur. Besta leiðin til að tryggja að krakkar haldi áfram að lesa, og auki þar með læsi sitt, hlýtur að vera að gefa þeim rými til að skemmta sér og skapa. Ef lestrargleðin grípur krakka er ansi snúið að koma í veg fyrir að þau lesi sér til yndisauka. Síðan má líta til efnahagslegra raka, ef það þarf endilega að byggja þetta á slíku. Veltið fyrir ykkur hvernig krakkar það eru sem verða að frumkvöðlum framtíðarinnar. Í Kína var áratugagömlu banni á vísindaskáldskap aflétt í von um að ungir lesendur yrðu að eldri frumkvöðlum. Ef þið viljið menningarleg rök veltið þá fyrir ykkur hvaðan rithöfundar framtíðarinnar eiga að koma og hvort mánaðarleg próftaka verði til að auka áhuga krakka á bókmenntum eða ekki. Ef þið viljið mannleg rök, veltið þá fyrir ykkur hvort rétt sé að ræna einhvern ánægjuna af lestri. Aukin próftaka mun ekki skila betri nemendum út í lífið þótt niðurstöður í Pisa-prófum kunni að lagast örlítið. Aukið listrænt starf í skólum, auk öflugri skólabókasafna og aukins sjálfstæðis kennara mun til lengri tíma litið skila meiri árangri. Gagnrýn og skapandi hugsun vegur þyngra en 0,02 hærra meðaltal á stöðluðum samanburðarlista. Lestur á undir högg að sækja. Við búum ekki í skjálausum heimi, og meira að segja þegar við vorum ungir menn var Gameboy og Nintendo þegar farið að éta upp dýrmætan lestrartíma. Við vorum heppnir að hafa góðar bækur nálægt okkur sem biðu þolinmóðar. Þótt framboð á afþreyingu sé meira enn nokkurn tíma áður þá eru þessar bækur og fleiri þarna enn þá. Það er mikilvægt að skrifa nýjar og fjölbreyttar íslenskar bækur fyrir ungt fólk,og að hvetja ungt fólk til að skrifta. Ekki til að svara prófspurningum heldur til ánægju. Þeim sem finnst skemmtilegt að lesa og skrifa ná á endanum öllu hinu. Líka prófunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Lestur er algjör tímaþjófur. Við sem erum svo heppin eða óheppin að hafa alist upp í tiltölulega skjálausu umhverfi, með enga farsíma eða iPad-a, gátum fátt annað leitað en í bókina þegar foreldrarnir slökktu á sjónvarpinu og ráku okkur upp í rúm. Reyndar er alveg öruggt að margir krakkar í dag vaka fram eftir við lestur á skemmtilegum ævintýrabókum, sumir eyða jafnvel verðmætum tíma sem ætti að fara í að leika úti með félögum, eða klára dæmin í skólabókunum, í að lesa einhverja vitleysu á borð við Andra Snæ eða Astrid Lindgren. Lestur, eins praktískur og hann er, hefur nefnilega alltaf verið afþreying, og það er auðveldast að læra að lesa þegar það er gaman. Það vekur hjá okkur ugg ef auka á vægi prófa á kostnað sköpunar í skólastarfi. Það er auðvitað alltaf hægt að troða krökkum í ákveðið mót og þjálfa nógu marga í að taka próf sem síðan hækka þá ákveðin meðaltöl, en lestur er meira en bara lesskilningur. Besta leiðin til að tryggja að krakkar haldi áfram að lesa, og auki þar með læsi sitt, hlýtur að vera að gefa þeim rými til að skemmta sér og skapa. Ef lestrargleðin grípur krakka er ansi snúið að koma í veg fyrir að þau lesi sér til yndisauka. Síðan má líta til efnahagslegra raka, ef það þarf endilega að byggja þetta á slíku. Veltið fyrir ykkur hvernig krakkar það eru sem verða að frumkvöðlum framtíðarinnar. Í Kína var áratugagömlu banni á vísindaskáldskap aflétt í von um að ungir lesendur yrðu að eldri frumkvöðlum. Ef þið viljið menningarleg rök veltið þá fyrir ykkur hvaðan rithöfundar framtíðarinnar eiga að koma og hvort mánaðarleg próftaka verði til að auka áhuga krakka á bókmenntum eða ekki. Ef þið viljið mannleg rök, veltið þá fyrir ykkur hvort rétt sé að ræna einhvern ánægjuna af lestri. Aukin próftaka mun ekki skila betri nemendum út í lífið þótt niðurstöður í Pisa-prófum kunni að lagast örlítið. Aukið listrænt starf í skólum, auk öflugri skólabókasafna og aukins sjálfstæðis kennara mun til lengri tíma litið skila meiri árangri. Gagnrýn og skapandi hugsun vegur þyngra en 0,02 hærra meðaltal á stöðluðum samanburðarlista. Lestur á undir högg að sækja. Við búum ekki í skjálausum heimi, og meira að segja þegar við vorum ungir menn var Gameboy og Nintendo þegar farið að éta upp dýrmætan lestrartíma. Við vorum heppnir að hafa góðar bækur nálægt okkur sem biðu þolinmóðar. Þótt framboð á afþreyingu sé meira enn nokkurn tíma áður þá eru þessar bækur og fleiri þarna enn þá. Það er mikilvægt að skrifa nýjar og fjölbreyttar íslenskar bækur fyrir ungt fólk,og að hvetja ungt fólk til að skrifta. Ekki til að svara prófspurningum heldur til ánægju. Þeim sem finnst skemmtilegt að lesa og skrifa ná á endanum öllu hinu. Líka prófunum.
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar