Gleymum ekki gleðinni Kjartan Yngvi Björnsson og Snæbjörn Brynjarsson skrifar 14. desember 2015 10:00 Lestur er algjör tímaþjófur. Við sem erum svo heppin eða óheppin að hafa alist upp í tiltölulega skjálausu umhverfi, með enga farsíma eða iPad-a, gátum fátt annað leitað en í bókina þegar foreldrarnir slökktu á sjónvarpinu og ráku okkur upp í rúm. Reyndar er alveg öruggt að margir krakkar í dag vaka fram eftir við lestur á skemmtilegum ævintýrabókum, sumir eyða jafnvel verðmætum tíma sem ætti að fara í að leika úti með félögum, eða klára dæmin í skólabókunum, í að lesa einhverja vitleysu á borð við Andra Snæ eða Astrid Lindgren. Lestur, eins praktískur og hann er, hefur nefnilega alltaf verið afþreying, og það er auðveldast að læra að lesa þegar það er gaman. Það vekur hjá okkur ugg ef auka á vægi prófa á kostnað sköpunar í skólastarfi. Það er auðvitað alltaf hægt að troða krökkum í ákveðið mót og þjálfa nógu marga í að taka próf sem síðan hækka þá ákveðin meðaltöl, en lestur er meira en bara lesskilningur. Besta leiðin til að tryggja að krakkar haldi áfram að lesa, og auki þar með læsi sitt, hlýtur að vera að gefa þeim rými til að skemmta sér og skapa. Ef lestrargleðin grípur krakka er ansi snúið að koma í veg fyrir að þau lesi sér til yndisauka. Síðan má líta til efnahagslegra raka, ef það þarf endilega að byggja þetta á slíku. Veltið fyrir ykkur hvernig krakkar það eru sem verða að frumkvöðlum framtíðarinnar. Í Kína var áratugagömlu banni á vísindaskáldskap aflétt í von um að ungir lesendur yrðu að eldri frumkvöðlum. Ef þið viljið menningarleg rök veltið þá fyrir ykkur hvaðan rithöfundar framtíðarinnar eiga að koma og hvort mánaðarleg próftaka verði til að auka áhuga krakka á bókmenntum eða ekki. Ef þið viljið mannleg rök, veltið þá fyrir ykkur hvort rétt sé að ræna einhvern ánægjuna af lestri. Aukin próftaka mun ekki skila betri nemendum út í lífið þótt niðurstöður í Pisa-prófum kunni að lagast örlítið. Aukið listrænt starf í skólum, auk öflugri skólabókasafna og aukins sjálfstæðis kennara mun til lengri tíma litið skila meiri árangri. Gagnrýn og skapandi hugsun vegur þyngra en 0,02 hærra meðaltal á stöðluðum samanburðarlista. Lestur á undir högg að sækja. Við búum ekki í skjálausum heimi, og meira að segja þegar við vorum ungir menn var Gameboy og Nintendo þegar farið að éta upp dýrmætan lestrartíma. Við vorum heppnir að hafa góðar bækur nálægt okkur sem biðu þolinmóðar. Þótt framboð á afþreyingu sé meira enn nokkurn tíma áður þá eru þessar bækur og fleiri þarna enn þá. Það er mikilvægt að skrifa nýjar og fjölbreyttar íslenskar bækur fyrir ungt fólk,og að hvetja ungt fólk til að skrifta. Ekki til að svara prófspurningum heldur til ánægju. Þeim sem finnst skemmtilegt að lesa og skrifa ná á endanum öllu hinu. Líka prófunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Lestur er algjör tímaþjófur. Við sem erum svo heppin eða óheppin að hafa alist upp í tiltölulega skjálausu umhverfi, með enga farsíma eða iPad-a, gátum fátt annað leitað en í bókina þegar foreldrarnir slökktu á sjónvarpinu og ráku okkur upp í rúm. Reyndar er alveg öruggt að margir krakkar í dag vaka fram eftir við lestur á skemmtilegum ævintýrabókum, sumir eyða jafnvel verðmætum tíma sem ætti að fara í að leika úti með félögum, eða klára dæmin í skólabókunum, í að lesa einhverja vitleysu á borð við Andra Snæ eða Astrid Lindgren. Lestur, eins praktískur og hann er, hefur nefnilega alltaf verið afþreying, og það er auðveldast að læra að lesa þegar það er gaman. Það vekur hjá okkur ugg ef auka á vægi prófa á kostnað sköpunar í skólastarfi. Það er auðvitað alltaf hægt að troða krökkum í ákveðið mót og þjálfa nógu marga í að taka próf sem síðan hækka þá ákveðin meðaltöl, en lestur er meira en bara lesskilningur. Besta leiðin til að tryggja að krakkar haldi áfram að lesa, og auki þar með læsi sitt, hlýtur að vera að gefa þeim rými til að skemmta sér og skapa. Ef lestrargleðin grípur krakka er ansi snúið að koma í veg fyrir að þau lesi sér til yndisauka. Síðan má líta til efnahagslegra raka, ef það þarf endilega að byggja þetta á slíku. Veltið fyrir ykkur hvernig krakkar það eru sem verða að frumkvöðlum framtíðarinnar. Í Kína var áratugagömlu banni á vísindaskáldskap aflétt í von um að ungir lesendur yrðu að eldri frumkvöðlum. Ef þið viljið menningarleg rök veltið þá fyrir ykkur hvaðan rithöfundar framtíðarinnar eiga að koma og hvort mánaðarleg próftaka verði til að auka áhuga krakka á bókmenntum eða ekki. Ef þið viljið mannleg rök, veltið þá fyrir ykkur hvort rétt sé að ræna einhvern ánægjuna af lestri. Aukin próftaka mun ekki skila betri nemendum út í lífið þótt niðurstöður í Pisa-prófum kunni að lagast örlítið. Aukið listrænt starf í skólum, auk öflugri skólabókasafna og aukins sjálfstæðis kennara mun til lengri tíma litið skila meiri árangri. Gagnrýn og skapandi hugsun vegur þyngra en 0,02 hærra meðaltal á stöðluðum samanburðarlista. Lestur á undir högg að sækja. Við búum ekki í skjálausum heimi, og meira að segja þegar við vorum ungir menn var Gameboy og Nintendo þegar farið að éta upp dýrmætan lestrartíma. Við vorum heppnir að hafa góðar bækur nálægt okkur sem biðu þolinmóðar. Þótt framboð á afþreyingu sé meira enn nokkurn tíma áður þá eru þessar bækur og fleiri þarna enn þá. Það er mikilvægt að skrifa nýjar og fjölbreyttar íslenskar bækur fyrir ungt fólk,og að hvetja ungt fólk til að skrifta. Ekki til að svara prófspurningum heldur til ánægju. Þeim sem finnst skemmtilegt að lesa og skrifa ná á endanum öllu hinu. Líka prófunum.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar