Afturköllun sérleyfa gæti kallað á skaðabótakröfur Kristján Már Unnarsson skrifar 14. desember 2015 19:00 Íslenska ríkið gæti búist við skaðabótakröfum, ef hætt yrði við olíuleit á Drekasvæðinu, að mati orkumálastjóra. Hann áætlar að þegar sé búið að setja milljarða króna í rannsóknir á svæðinu. Það var í tíð síðustu ríkisstjórnar sem fyrstu sérleyfunum var úthlutað. Tveir hópar hafa nú leyfi, annar undir forystu kanadíska félagsins Ithaca og hinn undir forystu kínverska félagsins CNOOC. Eftir að loftlagsráðstefnunni lauk í París um helgina heyrast nú kröfur um að íslensk stjórnvöld falli frá olíuleitinni. Dæmi um þá miklu fjármuni sem þegar eru farnir í leitina sáum við í haust þegar rannsóknarskip kom til Reyðarfjarðar áður en það lagði í mánaðarlangan leiðangur á Drekasvæðið ásamt aðstoðarskipi. Kostnaður við þennan verkþátt var áætlaður um einn milljarður króna. Orkumálastjóri segir erfitt að meta hve háar skaðabótakröfur yrðu ef íslensk stjórnvöld hættu við. „Það hefur enginn ábyrgur aðili á Íslandi ákveðið að fara í slíka vegferð og ég á eftir að sjá það,“ segir Guðni A. Jóhannesson, spurður um þennan möguleika. Með því segir hann að verið væri að brjóta samninga, sem væri alvarlegt mál. Leyfin væru þannig að ef þessir aðildar fyndu olíu ættu þeir rétt á að vinna hana, svo fremi að þeir uppfylltu alla skilmála, eins og um öryggis- og umhverfisþætti. „Ég hugsa að þeir peningar sem eru komnir í þetta verkefni séu auðvitað einhverjir milljarðar. En hver stærðagráðan yrði á hugsanlegri skaðabótakröfu, það get ég ekkert sagt um,“ segir Guðni. Fyrstu sérleyfum á Drekasvæðið úthlutað í Ráðherrabústaðnum fyrir þremur árum.Vísir/Stefán. Orkumálastjóri telur það hins vegar ekki endilega víst að það sé best fyrir umhverfið að hætta við olíuleitina heldur gæti það haft öfug áhrif. Hann bendir á að mesti skaðinn sé vegna aukinnar kolabrennslu. „Ef við drögum úr olíuvinnslu á þessu stigi málsins þá erum við að segja að kolabrennsla verði að aukast, - með sömu orkunotkun og sömu þörf. Besta ráðið er auðvitað að draga úr orkunotkun með betri orkunýtingu og síðan að framleiða orku með vistvænni aðferðum, - en ekki að taka út þá orkugjafa sem þó eru skárri heldur en kolin,“ segir orkumálastjóri. Rannsóknarskipið sem var á Drekasvæðinu í september.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Olíuleit á Drekasvæði Tengdar fréttir Norðmenn standa við útboð á meiri olíuleit í Barentshafi Ríkisstjórn Noregs heldur fast við áform um að úthluta 57 nýjum olíuleitarleyfum í Barentshafi og Noregshafi fyrir næsta sumar. 14. desember 2015 12:45 Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Íslenska ríkið gæti búist við skaðabótakröfum, ef hætt yrði við olíuleit á Drekasvæðinu, að mati orkumálastjóra. Hann áætlar að þegar sé búið að setja milljarða króna í rannsóknir á svæðinu. Það var í tíð síðustu ríkisstjórnar sem fyrstu sérleyfunum var úthlutað. Tveir hópar hafa nú leyfi, annar undir forystu kanadíska félagsins Ithaca og hinn undir forystu kínverska félagsins CNOOC. Eftir að loftlagsráðstefnunni lauk í París um helgina heyrast nú kröfur um að íslensk stjórnvöld falli frá olíuleitinni. Dæmi um þá miklu fjármuni sem þegar eru farnir í leitina sáum við í haust þegar rannsóknarskip kom til Reyðarfjarðar áður en það lagði í mánaðarlangan leiðangur á Drekasvæðið ásamt aðstoðarskipi. Kostnaður við þennan verkþátt var áætlaður um einn milljarður króna. Orkumálastjóri segir erfitt að meta hve háar skaðabótakröfur yrðu ef íslensk stjórnvöld hættu við. „Það hefur enginn ábyrgur aðili á Íslandi ákveðið að fara í slíka vegferð og ég á eftir að sjá það,“ segir Guðni A. Jóhannesson, spurður um þennan möguleika. Með því segir hann að verið væri að brjóta samninga, sem væri alvarlegt mál. Leyfin væru þannig að ef þessir aðildar fyndu olíu ættu þeir rétt á að vinna hana, svo fremi að þeir uppfylltu alla skilmála, eins og um öryggis- og umhverfisþætti. „Ég hugsa að þeir peningar sem eru komnir í þetta verkefni séu auðvitað einhverjir milljarðar. En hver stærðagráðan yrði á hugsanlegri skaðabótakröfu, það get ég ekkert sagt um,“ segir Guðni. Fyrstu sérleyfum á Drekasvæðið úthlutað í Ráðherrabústaðnum fyrir þremur árum.Vísir/Stefán. Orkumálastjóri telur það hins vegar ekki endilega víst að það sé best fyrir umhverfið að hætta við olíuleitina heldur gæti það haft öfug áhrif. Hann bendir á að mesti skaðinn sé vegna aukinnar kolabrennslu. „Ef við drögum úr olíuvinnslu á þessu stigi málsins þá erum við að segja að kolabrennsla verði að aukast, - með sömu orkunotkun og sömu þörf. Besta ráðið er auðvitað að draga úr orkunotkun með betri orkunýtingu og síðan að framleiða orku með vistvænni aðferðum, - en ekki að taka út þá orkugjafa sem þó eru skárri heldur en kolin,“ segir orkumálastjóri. Rannsóknarskipið sem var á Drekasvæðinu í september.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.
Olíuleit á Drekasvæði Tengdar fréttir Norðmenn standa við útboð á meiri olíuleit í Barentshafi Ríkisstjórn Noregs heldur fast við áform um að úthluta 57 nýjum olíuleitarleyfum í Barentshafi og Noregshafi fyrir næsta sumar. 14. desember 2015 12:45 Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Norðmenn standa við útboð á meiri olíuleit í Barentshafi Ríkisstjórn Noregs heldur fast við áform um að úthluta 57 nýjum olíuleitarleyfum í Barentshafi og Noregshafi fyrir næsta sumar. 14. desember 2015 12:45