Ritmálið, talmálið og Snorri Ari Páll Kristinsson skrifar 1. desember 2015 09:00 Tvennt stendur upp úr í umræðunni um stöðu íslenskrar tungu þessa dagana. Annars vegar er það að fleiri og fleiri átta sig á því hve það er brýnt að þjóðtunga Íslendinga verði nothæf og notuð í heimi stafrænnar tækni – og reyndar barst sú ánægjulega frétt á degi íslenskrar tungu að stjórnvöld og fyrirtæki hygðust blása til langþráðrar sóknar á því sviði. Hins vegar verður vart við gamalkunnar áhyggjur af því að færni í vandaðri málnotkun fari þverrandi. Þá er til dæmis átt við að fólk segi eða skrifi „víst að þú ferð ætla ég líka“ í stað „fyrst þú ferð ætla ég líka“ eða „ég er ekki að skilja þetta“ en ekki „þetta skil ég ekki“. Það er auðvitað misjafnt hvenær fólki þykir nauðsynlegt að vanda mál sitt en fæstir tala eins og upp úr bók alla daga. Í öllum rituðum tungumálum er nokkur munur á málsniði svokallaðs vandaðs ritmáls annars vegar og daglegs talaðs máls hins vegar. Meðal annars er alvanalegt í íslensku að sami málnotandi noti ýmsar erlendar slettur í tali en sneiði hjá þeim í rituðu máli. Matið á því hvers konar málfar á við í hvaða aðstæðum breytist með tímanum, bæði í samfélaginu almennt og í huga hvers og eins. Samt sem áður er og verður öllum mikilvægt að kunna skil á vönduðu máli.Brú úr talmáli nútímans Segja má að á síðari hluta síðustu aldar hafi verið orðinn til býsna þéttur „staðall“ um vandaða íslensku; ritmálsstaðall. Hann er í raun brú úr talmáli nútímans yfir í samfellda ritmálið sem þjóðin á frá upphafi sínu og varðveitir okkar merkustu bókmenntir. Ég nota stundum þá myndlíkingu að ritmálsstaðallinn sé fastastjarna en síkvika talmálið sé á sporbaug í kringum þessa miðju en fari aldrei úr sambandi við hana. Ég held að við eigum ekki að hverfa frá því að kenna ungu fólki þennan ritmálsstaðal. Það má vel reyna hér eftir sem hingað til. Helstu atriðum hans er lýst í kennslubókum og orðabókum og einnig leyfi ég mér að benda á kafla mína í Handbók um íslensku þar sem einnig er rætt um þær forsendur sem að baki búa. Þá eru notadrjúgar leiðbeiningar á vef Árnastofnunar. Auðvitað skrifum við ekki eins og Snorri Sturluson og eigum ekki að gera það þótt við getum enn komist án vandkvæða í gegnum Heimskringlu. En ef viðmiði um vandað ritmál í t.d. kennslubókum og fréttamiðlum verður breytt of mikið eða hratt gæti svo farið að við næstu aldamót hefði hinn lesandi unglingur enga brú lengur til að geta notið texta fyrri tíðar á frummálinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Katrín eða Bjarni Svandís Svavarsdóttir Skoðun Almenningssamgöngur barna og ungmenna Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Hversdagslega streitan Sveinbjörg Júlía Svavarsdóttir og Erna Stefánsdóttir Skoðanir Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Tvennt stendur upp úr í umræðunni um stöðu íslenskrar tungu þessa dagana. Annars vegar er það að fleiri og fleiri átta sig á því hve það er brýnt að þjóðtunga Íslendinga verði nothæf og notuð í heimi stafrænnar tækni – og reyndar barst sú ánægjulega frétt á degi íslenskrar tungu að stjórnvöld og fyrirtæki hygðust blása til langþráðrar sóknar á því sviði. Hins vegar verður vart við gamalkunnar áhyggjur af því að færni í vandaðri málnotkun fari þverrandi. Þá er til dæmis átt við að fólk segi eða skrifi „víst að þú ferð ætla ég líka“ í stað „fyrst þú ferð ætla ég líka“ eða „ég er ekki að skilja þetta“ en ekki „þetta skil ég ekki“. Það er auðvitað misjafnt hvenær fólki þykir nauðsynlegt að vanda mál sitt en fæstir tala eins og upp úr bók alla daga. Í öllum rituðum tungumálum er nokkur munur á málsniði svokallaðs vandaðs ritmáls annars vegar og daglegs talaðs máls hins vegar. Meðal annars er alvanalegt í íslensku að sami málnotandi noti ýmsar erlendar slettur í tali en sneiði hjá þeim í rituðu máli. Matið á því hvers konar málfar á við í hvaða aðstæðum breytist með tímanum, bæði í samfélaginu almennt og í huga hvers og eins. Samt sem áður er og verður öllum mikilvægt að kunna skil á vönduðu máli.Brú úr talmáli nútímans Segja má að á síðari hluta síðustu aldar hafi verið orðinn til býsna þéttur „staðall“ um vandaða íslensku; ritmálsstaðall. Hann er í raun brú úr talmáli nútímans yfir í samfellda ritmálið sem þjóðin á frá upphafi sínu og varðveitir okkar merkustu bókmenntir. Ég nota stundum þá myndlíkingu að ritmálsstaðallinn sé fastastjarna en síkvika talmálið sé á sporbaug í kringum þessa miðju en fari aldrei úr sambandi við hana. Ég held að við eigum ekki að hverfa frá því að kenna ungu fólki þennan ritmálsstaðal. Það má vel reyna hér eftir sem hingað til. Helstu atriðum hans er lýst í kennslubókum og orðabókum og einnig leyfi ég mér að benda á kafla mína í Handbók um íslensku þar sem einnig er rætt um þær forsendur sem að baki búa. Þá eru notadrjúgar leiðbeiningar á vef Árnastofnunar. Auðvitað skrifum við ekki eins og Snorri Sturluson og eigum ekki að gera það þótt við getum enn komist án vandkvæða í gegnum Heimskringlu. En ef viðmiði um vandað ritmál í t.d. kennslubókum og fréttamiðlum verður breytt of mikið eða hratt gæti svo farið að við næstu aldamót hefði hinn lesandi unglingur enga brú lengur til að geta notið texta fyrri tíðar á frummálinu.
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar