Hversdagslega streitan Sveinbjörg Júlía Svavarsdóttir og Erna Stefánsdóttir skrifar 24. ágúst 2017 15:16 Nú er að koma sá tími árs að sumarfríum lýkur og hversdagsleikinn tekur við. Foreldrar fara til vinnu, börn að byrja í leikskóla og skóla og margt ungt fólk er að taka sín fyrstu skref á vinnumarkaði að loknu námi. Þessum tíma fylgir því oft mjög mikið álag og þau systkini „Kvíði og Streita“ eiga það til að koma í heimsókn og setjast að, óboðin. Aldrei er eins áberandi en á þessum árstíma hve kröfurnar eru miklar á einstaklinga, bæði börn og fullorðna. Það þarf að takast á við og sanna sig í vinnu, á heimili og í skóla. Sumum finnst þeir jafnvel þurfa að sanna sig fyrir lífinu sjálfu og samfélaginu öllu en vita ekki hvernig.VenjanVið förum út í lífið með ýmiskonar vana í veganesti, sem er misgóður og hollur án þess að hafa alltaf hugmynd um hvaðan hann kemur og viðbrögð okkar verða oft lík því sem við lærðum og sáum sem börn án þess að átta okkur á því.ArfleifðinFélagsleg sýn, sem skilgreind var á áttunda áratug síðustu aldar hefur breytt viðhorfi margra gagnvart einstaklingum með streitu. Hugað er meira að orsökum og hvort um keðjuverkun geti verið að ræða, arfleifð kynslóða, þroskakaferil þeirra og uppeldisskilyrði. Nýjustu rannsóknir sýna fram á mikilvægi tengslamyndunar frá því fyrir fæðingu. Barnið verður fyrir félagslegum áhrifum frá móður og umönnunaraðilum en fyrstu þrjú árin eru mikilvægust varðandi sálfélagslegan þroska. Mörg vandamál eiga því rót í erfiðleikum við tengslamyndun í frumbernsku eða jafnvel til fyrri kynslóða ef keðjuverkandi mynstur hefur ekki verið rofið. Þetta hefur áhrif á getu einstaklinga til að eiga í heilbrigðu parasambandi, að vera uppalendur eða góðir starfsmenn eða bara líða vel í eigin skinni. Einstaklingur sem ekki hefur lært að draga úr streitu í bernsku er í meiri hættu á að verða henni að bráð sem fullorðin manneskja ef ekki er tekið í taumana. Því fyrr sem við áttum okkur á þessu samhengi því auðveldara verður að taka á því og oft þarf einhvern utanaðkomandi til að benda okkur á það.ÁhrifinStreita getur haft áhrif á allt okkar líf, fjölskylduna, börnin, vini, skyldmenni, fyrirtæki og frama okkar, heilsu og andlegan þroska. Ómeðhöndluð streita hefur eyðileggjandi áhrif á okkur sjálf og aðra enn frekar. Mörg okkar komast í þá aðstöðu að þurfa að leita til annarra eftir hjálp. Viðkvæmni eða styrkur til að takast á við streitu er eitt af því sem við tökum með okkur úr bernsku og við förum út í lífið án þess að átta okkur á því eða velta því fyrir okkur. Streita foreldra yfirfærist auðveldlega yfir til barna en lítil börn hafa til að mynda ekki í grunninn getu til að takmarka sína eigin streitu og þurfa til þess hjálp fullorðinna. Ef það er ekki gert þá geta streituvaldar og áhrif streitu fylgt barni til fullorðinsára með tilheyrandi vanda. Slíkt hefur ekki einungis árhrif á einstaklinginn sjálfann heldur allt umhverfi hans hvort sem það eru vinir, fjölskylda eða vinnufélagar.AðstoðinNauðsynlegt er því að hjálpa uppalendum að þekkja steituvalda og streitueinkenni sín og barna sinna þannig að hægt sé að grípa inn í áður en streitan er komin á alvarlegt stig. Þannig verður auðveldara að læra að ná tökum á streitunni, greina streituvalda í eigin lífi og sjá áhrif hennar á heilsu og vellíðan. Aðferðir sem beinast að því að læra að þekkja eigin huga, og þekking sem hjálpar manni að mynda jákvæða huglæga skoðun á sjálfum sér er mjög árángursrík leið til að draga úr streitu. Fagfólk sem vinnur steituvaldandi störf þarf að þekkja eigin streitumörk og streituvalda til þess að geta varið sig fyrir streitunni í umhverfinu. Að öðrum kosti getur myndast keðjuverkun þar sem streita veldur enn meiri streitu. Einnig er nauðsynlegt fyrir fagfólk í heilbrigðis- og félagsþjónustu sem og yfirmenn almennt að þekkja steitueinkenni og álagsþætti þeirra sem til þeirra leita og hafa kunnáttu til að spyrja réttra spurninga. Það er oft ekki nægjanlegt að horfa aðeins á núverandi ástand, stundum þarf að leita lengra og kafa dýpra til þess að geta tekið á hinum raunverulegu orsökum og þar koma fagmenn til skjalanna. Það reynir einnig á þessa aðila að sameina hæfni, hlúa að og örva þá einstaklinga sem þeim tilheyra til að leysa mál í stað þess að vera í togstreitu. Þannig er hægt að hjálpa fólki að sjá bjargir sínar og hvernig hægt er að hafa áhrif með heilbrigðum og lausnarmiðuðum samskiptum hverju sinni. Meðferðaraðilar hafa orðið varir við mikla fjölgun einstaklinga sem glíma við streitu og aðferðir til að takast á við hana eru orðnar fjölbreyttari en áður var. Komið hefur í ljós hve streita hefur gífurleg keðjuverkandi áhrif á einstaklinginn sjálfan, fjölskyldu hans og allt umhverfi hans og getur þannig orðið andlega og heilsufarslega ógnandi ef ekkert er að gert. Við erum einstaklingar með tilfinningar, óskir þrár og þarfir og aðlögun okkar að samfélaginu er ferli þrautseigju og spannar lífshlaup hvers og eins. Það sama gildir um aðlögunarferli að öllum breytingum í lífinu. Við getum haft áhrif á það hvernig samskipti okkar við aðra þróast og haft áhrif á hvernig við vinnum úr keðjuverkandi áhrifum streitunnar í lífi okkar.Höfundar þessarar greinar eru félagsráðgjafi og þroskaþjálfi, sem báðar eru með sérmenntun í fjölskyldumeðferð og starfa sem ráðgjafar hjá Forvörnum ehf.Heimildir:Relier, J. P. (2001). Influence of maternal stress on fetal behavior and brain development. Biology of the Neonate. Your stress is my stress (2014). https://www.mpg.de/research/stress-empathy Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Nú er að koma sá tími árs að sumarfríum lýkur og hversdagsleikinn tekur við. Foreldrar fara til vinnu, börn að byrja í leikskóla og skóla og margt ungt fólk er að taka sín fyrstu skref á vinnumarkaði að loknu námi. Þessum tíma fylgir því oft mjög mikið álag og þau systkini „Kvíði og Streita“ eiga það til að koma í heimsókn og setjast að, óboðin. Aldrei er eins áberandi en á þessum árstíma hve kröfurnar eru miklar á einstaklinga, bæði börn og fullorðna. Það þarf að takast á við og sanna sig í vinnu, á heimili og í skóla. Sumum finnst þeir jafnvel þurfa að sanna sig fyrir lífinu sjálfu og samfélaginu öllu en vita ekki hvernig.VenjanVið förum út í lífið með ýmiskonar vana í veganesti, sem er misgóður og hollur án þess að hafa alltaf hugmynd um hvaðan hann kemur og viðbrögð okkar verða oft lík því sem við lærðum og sáum sem börn án þess að átta okkur á því.ArfleifðinFélagsleg sýn, sem skilgreind var á áttunda áratug síðustu aldar hefur breytt viðhorfi margra gagnvart einstaklingum með streitu. Hugað er meira að orsökum og hvort um keðjuverkun geti verið að ræða, arfleifð kynslóða, þroskakaferil þeirra og uppeldisskilyrði. Nýjustu rannsóknir sýna fram á mikilvægi tengslamyndunar frá því fyrir fæðingu. Barnið verður fyrir félagslegum áhrifum frá móður og umönnunaraðilum en fyrstu þrjú árin eru mikilvægust varðandi sálfélagslegan þroska. Mörg vandamál eiga því rót í erfiðleikum við tengslamyndun í frumbernsku eða jafnvel til fyrri kynslóða ef keðjuverkandi mynstur hefur ekki verið rofið. Þetta hefur áhrif á getu einstaklinga til að eiga í heilbrigðu parasambandi, að vera uppalendur eða góðir starfsmenn eða bara líða vel í eigin skinni. Einstaklingur sem ekki hefur lært að draga úr streitu í bernsku er í meiri hættu á að verða henni að bráð sem fullorðin manneskja ef ekki er tekið í taumana. Því fyrr sem við áttum okkur á þessu samhengi því auðveldara verður að taka á því og oft þarf einhvern utanaðkomandi til að benda okkur á það.ÁhrifinStreita getur haft áhrif á allt okkar líf, fjölskylduna, börnin, vini, skyldmenni, fyrirtæki og frama okkar, heilsu og andlegan þroska. Ómeðhöndluð streita hefur eyðileggjandi áhrif á okkur sjálf og aðra enn frekar. Mörg okkar komast í þá aðstöðu að þurfa að leita til annarra eftir hjálp. Viðkvæmni eða styrkur til að takast á við streitu er eitt af því sem við tökum með okkur úr bernsku og við förum út í lífið án þess að átta okkur á því eða velta því fyrir okkur. Streita foreldra yfirfærist auðveldlega yfir til barna en lítil börn hafa til að mynda ekki í grunninn getu til að takmarka sína eigin streitu og þurfa til þess hjálp fullorðinna. Ef það er ekki gert þá geta streituvaldar og áhrif streitu fylgt barni til fullorðinsára með tilheyrandi vanda. Slíkt hefur ekki einungis árhrif á einstaklinginn sjálfann heldur allt umhverfi hans hvort sem það eru vinir, fjölskylda eða vinnufélagar.AðstoðinNauðsynlegt er því að hjálpa uppalendum að þekkja steituvalda og streitueinkenni sín og barna sinna þannig að hægt sé að grípa inn í áður en streitan er komin á alvarlegt stig. Þannig verður auðveldara að læra að ná tökum á streitunni, greina streituvalda í eigin lífi og sjá áhrif hennar á heilsu og vellíðan. Aðferðir sem beinast að því að læra að þekkja eigin huga, og þekking sem hjálpar manni að mynda jákvæða huglæga skoðun á sjálfum sér er mjög árángursrík leið til að draga úr streitu. Fagfólk sem vinnur steituvaldandi störf þarf að þekkja eigin streitumörk og streituvalda til þess að geta varið sig fyrir streitunni í umhverfinu. Að öðrum kosti getur myndast keðjuverkun þar sem streita veldur enn meiri streitu. Einnig er nauðsynlegt fyrir fagfólk í heilbrigðis- og félagsþjónustu sem og yfirmenn almennt að þekkja steitueinkenni og álagsþætti þeirra sem til þeirra leita og hafa kunnáttu til að spyrja réttra spurninga. Það er oft ekki nægjanlegt að horfa aðeins á núverandi ástand, stundum þarf að leita lengra og kafa dýpra til þess að geta tekið á hinum raunverulegu orsökum og þar koma fagmenn til skjalanna. Það reynir einnig á þessa aðila að sameina hæfni, hlúa að og örva þá einstaklinga sem þeim tilheyra til að leysa mál í stað þess að vera í togstreitu. Þannig er hægt að hjálpa fólki að sjá bjargir sínar og hvernig hægt er að hafa áhrif með heilbrigðum og lausnarmiðuðum samskiptum hverju sinni. Meðferðaraðilar hafa orðið varir við mikla fjölgun einstaklinga sem glíma við streitu og aðferðir til að takast á við hana eru orðnar fjölbreyttari en áður var. Komið hefur í ljós hve streita hefur gífurleg keðjuverkandi áhrif á einstaklinginn sjálfan, fjölskyldu hans og allt umhverfi hans og getur þannig orðið andlega og heilsufarslega ógnandi ef ekkert er að gert. Við erum einstaklingar með tilfinningar, óskir þrár og þarfir og aðlögun okkar að samfélaginu er ferli þrautseigju og spannar lífshlaup hvers og eins. Það sama gildir um aðlögunarferli að öllum breytingum í lífinu. Við getum haft áhrif á það hvernig samskipti okkar við aðra þróast og haft áhrif á hvernig við vinnum úr keðjuverkandi áhrifum streitunnar í lífi okkar.Höfundar þessarar greinar eru félagsráðgjafi og þroskaþjálfi, sem báðar eru með sérmenntun í fjölskyldumeðferð og starfa sem ráðgjafar hjá Forvörnum ehf.Heimildir:Relier, J. P. (2001). Influence of maternal stress on fetal behavior and brain development. Biology of the Neonate. Your stress is my stress (2014). https://www.mpg.de/research/stress-empathy
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar