Ritmálið, talmálið og Snorri Ari Páll Kristinsson skrifar 1. desember 2015 09:00 Tvennt stendur upp úr í umræðunni um stöðu íslenskrar tungu þessa dagana. Annars vegar er það að fleiri og fleiri átta sig á því hve það er brýnt að þjóðtunga Íslendinga verði nothæf og notuð í heimi stafrænnar tækni – og reyndar barst sú ánægjulega frétt á degi íslenskrar tungu að stjórnvöld og fyrirtæki hygðust blása til langþráðrar sóknar á því sviði. Hins vegar verður vart við gamalkunnar áhyggjur af því að færni í vandaðri málnotkun fari þverrandi. Þá er til dæmis átt við að fólk segi eða skrifi „víst að þú ferð ætla ég líka“ í stað „fyrst þú ferð ætla ég líka“ eða „ég er ekki að skilja þetta“ en ekki „þetta skil ég ekki“. Það er auðvitað misjafnt hvenær fólki þykir nauðsynlegt að vanda mál sitt en fæstir tala eins og upp úr bók alla daga. Í öllum rituðum tungumálum er nokkur munur á málsniði svokallaðs vandaðs ritmáls annars vegar og daglegs talaðs máls hins vegar. Meðal annars er alvanalegt í íslensku að sami málnotandi noti ýmsar erlendar slettur í tali en sneiði hjá þeim í rituðu máli. Matið á því hvers konar málfar á við í hvaða aðstæðum breytist með tímanum, bæði í samfélaginu almennt og í huga hvers og eins. Samt sem áður er og verður öllum mikilvægt að kunna skil á vönduðu máli.Brú úr talmáli nútímans Segja má að á síðari hluta síðustu aldar hafi verið orðinn til býsna þéttur „staðall“ um vandaða íslensku; ritmálsstaðall. Hann er í raun brú úr talmáli nútímans yfir í samfellda ritmálið sem þjóðin á frá upphafi sínu og varðveitir okkar merkustu bókmenntir. Ég nota stundum þá myndlíkingu að ritmálsstaðallinn sé fastastjarna en síkvika talmálið sé á sporbaug í kringum þessa miðju en fari aldrei úr sambandi við hana. Ég held að við eigum ekki að hverfa frá því að kenna ungu fólki þennan ritmálsstaðal. Það má vel reyna hér eftir sem hingað til. Helstu atriðum hans er lýst í kennslubókum og orðabókum og einnig leyfi ég mér að benda á kafla mína í Handbók um íslensku þar sem einnig er rætt um þær forsendur sem að baki búa. Þá eru notadrjúgar leiðbeiningar á vef Árnastofnunar. Auðvitað skrifum við ekki eins og Snorri Sturluson og eigum ekki að gera það þótt við getum enn komist án vandkvæða í gegnum Heimskringlu. En ef viðmiði um vandað ritmál í t.d. kennslubókum og fréttamiðlum verður breytt of mikið eða hratt gæti svo farið að við næstu aldamót hefði hinn lesandi unglingur enga brú lengur til að geta notið texta fyrri tíðar á frummálinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Agnar Már Másson Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Ölmusa útgerðarinnar Bolli Héðinsson Skoðun Skoðun Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Agnar Már Másson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Sjá meira
Tvennt stendur upp úr í umræðunni um stöðu íslenskrar tungu þessa dagana. Annars vegar er það að fleiri og fleiri átta sig á því hve það er brýnt að þjóðtunga Íslendinga verði nothæf og notuð í heimi stafrænnar tækni – og reyndar barst sú ánægjulega frétt á degi íslenskrar tungu að stjórnvöld og fyrirtæki hygðust blása til langþráðrar sóknar á því sviði. Hins vegar verður vart við gamalkunnar áhyggjur af því að færni í vandaðri málnotkun fari þverrandi. Þá er til dæmis átt við að fólk segi eða skrifi „víst að þú ferð ætla ég líka“ í stað „fyrst þú ferð ætla ég líka“ eða „ég er ekki að skilja þetta“ en ekki „þetta skil ég ekki“. Það er auðvitað misjafnt hvenær fólki þykir nauðsynlegt að vanda mál sitt en fæstir tala eins og upp úr bók alla daga. Í öllum rituðum tungumálum er nokkur munur á málsniði svokallaðs vandaðs ritmáls annars vegar og daglegs talaðs máls hins vegar. Meðal annars er alvanalegt í íslensku að sami málnotandi noti ýmsar erlendar slettur í tali en sneiði hjá þeim í rituðu máli. Matið á því hvers konar málfar á við í hvaða aðstæðum breytist með tímanum, bæði í samfélaginu almennt og í huga hvers og eins. Samt sem áður er og verður öllum mikilvægt að kunna skil á vönduðu máli.Brú úr talmáli nútímans Segja má að á síðari hluta síðustu aldar hafi verið orðinn til býsna þéttur „staðall“ um vandaða íslensku; ritmálsstaðall. Hann er í raun brú úr talmáli nútímans yfir í samfellda ritmálið sem þjóðin á frá upphafi sínu og varðveitir okkar merkustu bókmenntir. Ég nota stundum þá myndlíkingu að ritmálsstaðallinn sé fastastjarna en síkvika talmálið sé á sporbaug í kringum þessa miðju en fari aldrei úr sambandi við hana. Ég held að við eigum ekki að hverfa frá því að kenna ungu fólki þennan ritmálsstaðal. Það má vel reyna hér eftir sem hingað til. Helstu atriðum hans er lýst í kennslubókum og orðabókum og einnig leyfi ég mér að benda á kafla mína í Handbók um íslensku þar sem einnig er rætt um þær forsendur sem að baki búa. Þá eru notadrjúgar leiðbeiningar á vef Árnastofnunar. Auðvitað skrifum við ekki eins og Snorri Sturluson og eigum ekki að gera það þótt við getum enn komist án vandkvæða í gegnum Heimskringlu. En ef viðmiði um vandað ritmál í t.d. kennslubókum og fréttamiðlum verður breytt of mikið eða hratt gæti svo farið að við næstu aldamót hefði hinn lesandi unglingur enga brú lengur til að geta notið texta fyrri tíðar á frummálinu.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun