Almenningssamgöngur barna og ungmenna Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 2. desember 2019 08:00 Í ört vaxandi sveitarfélagi eins og Garðabæ verða almenningssamgöngur veigameiri þáttur í allri uppbyggingu. Góðar samgöngur hafa áhrif á svo marga þætti samfélagsins. Vart þarf að nefna áhrif þeirra í baráttunni við loftslagsmál og minni mengun það ætti að vera öllum ljóst í dag. Aðrir veigamiklir áhrifaþættir er búseta fólks. Val um búsetu ungs fjölskyldufólks byggir á þeirri þjónustu sem boðið er upp á í sveitarfélaginu. Gott og metnaðrfullt skólastarf vegur þar einna þyngst en samhliða er það framboð á fjölbreyttu húsnæði, ódýru til eigu sem og leigu. Almenningssamgöngur er síðan sá þáttur sem ungt fólk aðhyllist meira og meira. Breytt lífssýn til umhverfismál og neysluhyggju gerir það að verkum að ungt fólk lítur alltaf nær og nær til þeirra þátta sem einfalda lífið í amstri dagsins. Í því felst að komast þokkalega hratt og örugglega á milli staða innan sveitarfélags sem og á milli staða utan búsetu. Á höfuðborgarsvæðinu skiptir þetta gríðarlega miklu máli. Í stóra samhenginu þá eiga sveitarfélögin sér sameiginlega sýn þegar kemur að byggðaþróun og skipulag almenningssamgangna líkt og borgarlínan sýnir og sannar. En almenningssamgöngur þarf ekki síður að hugsa út frá börnum og ungmennum sem eru á faraldsfæti daginn út og inn í og úr skóla yfir í íþrótta- og tómstundastarf. Því þarf að huga sérstaklega að þeirra notendaþörf og horfa ekki framhjá þeirri mikilvægu þjónustu sem felst í almenningssamgöngum sem mæta einmitt þeirra þörfum. Þá þarf sérstaklega að huga að aðgengi íbúa sem fjærst eru frá þeirri þjónustu sem sótt er í eins og íþróttastarf eða annað tómstundastarf sem miðar ekki að samfellu skóladagsins. Í dag er raunveruleikinn sá að ungmenni hvort heldur sem eru staðsett á Álftanesi eða í Urriðaholti komast með talsverðum erfiðleikum á milli staða eftir hinn hefðbundna dagvinnutíma þar sem tíðni almenningssamgangna er takmörkuð. Að mörgu er að hyggja og það skiptir máli að Garðabær hafi skýra stefnu um öruggar samgöngur þegar kemur að börnum og ungmennum og þær séu greiðfærar og styðji við öll ungmenni til félagslegrar þátttöku óháð búsetu í sveitarfélaginu. Nýverið fór fram málþing um samgöngur barna og ungmenna sem einmitt var haldið í Garðabæ þar sem voru flutt áhugaverð erindi og góð brýning um að gleyma ekki þessum hópi notenda sem þurfa svo sannarlega á því að halda að komast á milli staða og mikilvægi þess að allir hafi jafnan aðgang að þeirri þjónustu. Við höfum til að mynda Barnasáttmála sameinuðuþjóðanna sem kveða skýrt á um aðkomu barna og ungmenna þegar kemur að skipulagi samgangna. Á bæjarráðsfundi í vikunni flyt ég tillögu fyrir hönd Garðabæjarlistans um úttekt á samgöngum barna og ungmenna með það að leiðarljósi að varpa ljósi á þörfina og aðgengið sem og tillögu um að brugðist verði við þeirri niðurstöðu börnum og ungmennum til hagsbóta. Garðabær er ört vaxandi samfélag þar sem byggð er dreifð og íbúum fjölgar jafnt og þétt og því mál til komið að endurskoða fyrri umferðaröryggisstefnu Garðabæjar sem er frá árinu 2013 og því nokkuð ljóst að breytingar hafa orðið á þörf almenningsamgangna barna og ungmenna.Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarlína Garðabær Sara Dögg Svanhildardóttir Strætó Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Sjá meira
Í ört vaxandi sveitarfélagi eins og Garðabæ verða almenningssamgöngur veigameiri þáttur í allri uppbyggingu. Góðar samgöngur hafa áhrif á svo marga þætti samfélagsins. Vart þarf að nefna áhrif þeirra í baráttunni við loftslagsmál og minni mengun það ætti að vera öllum ljóst í dag. Aðrir veigamiklir áhrifaþættir er búseta fólks. Val um búsetu ungs fjölskyldufólks byggir á þeirri þjónustu sem boðið er upp á í sveitarfélaginu. Gott og metnaðrfullt skólastarf vegur þar einna þyngst en samhliða er það framboð á fjölbreyttu húsnæði, ódýru til eigu sem og leigu. Almenningssamgöngur er síðan sá þáttur sem ungt fólk aðhyllist meira og meira. Breytt lífssýn til umhverfismál og neysluhyggju gerir það að verkum að ungt fólk lítur alltaf nær og nær til þeirra þátta sem einfalda lífið í amstri dagsins. Í því felst að komast þokkalega hratt og örugglega á milli staða innan sveitarfélags sem og á milli staða utan búsetu. Á höfuðborgarsvæðinu skiptir þetta gríðarlega miklu máli. Í stóra samhenginu þá eiga sveitarfélögin sér sameiginlega sýn þegar kemur að byggðaþróun og skipulag almenningssamgangna líkt og borgarlínan sýnir og sannar. En almenningssamgöngur þarf ekki síður að hugsa út frá börnum og ungmennum sem eru á faraldsfæti daginn út og inn í og úr skóla yfir í íþrótta- og tómstundastarf. Því þarf að huga sérstaklega að þeirra notendaþörf og horfa ekki framhjá þeirri mikilvægu þjónustu sem felst í almenningssamgöngum sem mæta einmitt þeirra þörfum. Þá þarf sérstaklega að huga að aðgengi íbúa sem fjærst eru frá þeirri þjónustu sem sótt er í eins og íþróttastarf eða annað tómstundastarf sem miðar ekki að samfellu skóladagsins. Í dag er raunveruleikinn sá að ungmenni hvort heldur sem eru staðsett á Álftanesi eða í Urriðaholti komast með talsverðum erfiðleikum á milli staða eftir hinn hefðbundna dagvinnutíma þar sem tíðni almenningssamgangna er takmörkuð. Að mörgu er að hyggja og það skiptir máli að Garðabær hafi skýra stefnu um öruggar samgöngur þegar kemur að börnum og ungmennum og þær séu greiðfærar og styðji við öll ungmenni til félagslegrar þátttöku óháð búsetu í sveitarfélaginu. Nýverið fór fram málþing um samgöngur barna og ungmenna sem einmitt var haldið í Garðabæ þar sem voru flutt áhugaverð erindi og góð brýning um að gleyma ekki þessum hópi notenda sem þurfa svo sannarlega á því að halda að komast á milli staða og mikilvægi þess að allir hafi jafnan aðgang að þeirri þjónustu. Við höfum til að mynda Barnasáttmála sameinuðuþjóðanna sem kveða skýrt á um aðkomu barna og ungmenna þegar kemur að skipulagi samgangna. Á bæjarráðsfundi í vikunni flyt ég tillögu fyrir hönd Garðabæjarlistans um úttekt á samgöngum barna og ungmenna með það að leiðarljósi að varpa ljósi á þörfina og aðgengið sem og tillögu um að brugðist verði við þeirri niðurstöðu börnum og ungmennum til hagsbóta. Garðabær er ört vaxandi samfélag þar sem byggð er dreifð og íbúum fjölgar jafnt og þétt og því mál til komið að endurskoða fyrri umferðaröryggisstefnu Garðabæjar sem er frá árinu 2013 og því nokkuð ljóst að breytingar hafa orðið á þörf almenningsamgangna barna og ungmenna.Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun