Menning

Heimurinn horfir á karlinn í kassanum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Almar er að verða heimsfrægur.
Almar er að verða heimsfrægur. vísir

Almar Atlason, 23 ára myndlistarnemi, er farinn að vekja athygli út fyrir landsteinana en hann ætlar að dvelja nakinn í heila viku inni í glerkassa í  Listaháskólanum.

Huffington Post fjallar um gjörning Almars og er fréttinni lýst sem þeirri skrítnustu í vikunni á miðlinum.

Breski miðillinn Metro fjallar einnig um Almar. Fjölmargar athugasemdir hafa komið inn á Youtube rás hans og koma þær frá öllum heimshornum. Síðan hefur bandaríska síðan Digg einnig fjallað um Almar og verk hans. 

Uppfært kl. 16.00.
Daily MailCosmopolitan, Buzz í Austurríki, Pow í Hollandi, Stara í Finnlandi og Marie Claire í Suður-Ameríku eru meðal þeirra miðla sem hafa einnig fjallað um Almar í dag.


Mikil umræða hefur skapast um karlinn í kassanum á Twitter en hann er er á sínu fyrsta ári í Listaháskóla Íslands og er verkefnið hluti af lokaverkefni hans í námskeiðinu Leiðir og úrvinnsla.

Twitter-notendur styðjast við kassamerkið #nakinníkassa. Almar er búinn með tvo sólahringa og nú eru fimm eftir.


Tengdar fréttir

Kallinn í kassanum sagður vera sóði

Almar Atlason, 23 ára myndlistarnemi, ætlar næstu vikuna að dvelja inni í glerkassa í Listaháskólanum en gríðarleg umræða hefur skapast um þennan gjörning á Twitter.

Myndlistarneminn kúkaði í kassanum

Almar Atlason, 23 ára myndlistarnemi, ætlar næstu vikuna að dvelja inni í glerkassa í Listaháskólanum en margir hafa velt því fyrir sér hvernig hann ætli að gera þarfir sínar. Það liggur nú fyrir.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.