Tómstundir og nám ungra barna Jóhanna Einarsdóttir skrifar 4. desember 2015 07:00 Námsaðstæður og uppeldisskilyrði barna hafa tekið umtalsverðum breytingum á undanförnum áratugum. Börn hefja nú flest skólagöngu um tveggja ára aldur þegar þau byrja í leikskóla. Um leið og grunnskólagangan hefst sækir stór hópur barna jafnframt skipulagt æskulýðs- og tómstundastarf. Nám yngstu grunnskólabarnanna og félagsmótun fer nú í auknum mæli fram í gegnum óformlegt nám, t.d. á frístundaheimilum, þar sem börnum gefst kostur á að taka þátt í fjölbreyttu tómstundastarfi, íþróttum, listum, skapandi starfi og leik.Óformlegt nám Aukin þekking á námi og þekkingarsköpun barna hefur leitt í ljós mikilvægi þess náms sem fram fer utan formlegra kennslustunda, einkum hvað varðar félagsfærni, virkni og þátttöku barna. Innan frístundaheimila gefst börnum tækifæri til að nýta styrkleika sína og taka þátt í frjálsum leik og skapandi starfi með öðrum börnum. Ef vel er að verki staðið getur dvöl á frístundaheimilum stuðlað að sterkari félagslegri stöðu og eflt sjálfsmynd barna. Frístundaheimilið brýtur upp hefðbundið skólastarf, gefur möguleika á frjálsum leik, auk þess sem sjálfræði og frumkvæði barnanna er oft meira, þar sem þau hafa meiri möguleika á að hafa áhrif á viðfangsefnin. Í Danmörku starfa tómstunda- og félagsmálafræðingar við hlið kennara í leik- og grunnskólum og gegna frístundaheimili m.a. lykilhlutverki í að stuðla að farsælli grunnskólabyrjun og námi barna. Í sumum dönskum sveitarfélögum byrja börn á frístundaheimilum vorið áður en skólagangan hefst og aðlagast því smám saman breyttum aðstæðum.Tómstundir og nám ungra barna, grunndiplóma Frístundaheimilin eru mikilvægar uppeldis- og menntastofnanir og er mikið í húfi fyrir framtíð barna að þar starfi vel menntað og hæft starfsfólk. Menntavísindasvið Háskóla Íslands hefur boðið upp á nám í tómstunda- og félagsmálafræði frá árinu 2001. Fyrstu nemar með BA-gráðu voru brautskráðir vorið 2005. Nú um áramót verður í fyrsta sinn boðið upp á grunndiplómanám í faginu með sérstaka áherslu á nám og tómstundir yngstu grunnskólabarnanna. Markmið nýju námsleiðarinnar er að nemar öðlist þekkingu á uppeldi og menntun ungra barna innan skipulegs frístunda- og skólastarfs og kynnist fjölbreyttum og skapandi leiðum í starfi með börnum. Lögð er áhersla á að nemar tileinki sér fagleg viðhorf til uppeldis og menntunar ungra barna á skólaaldri, með áherslu á lýðræði, jafnrétti, og skapandi starf. Náminu er ætlað að koma til móts við þarfir samfélagsins fyrir menntað fólk á vettvangi skóla- og frístundastarfs. Námið er skipulagt sem hlutanám í þrjú misseri og er stúdentspróf eða sambærileg reynsla og menntun skilyrði. Námskeiðin eru kennd með sveigjanlegum hætti og geta nemendur valið hvort þeir taka þau í staðnámi eða fjarnámi með staðbundnum lotum. Grunndiplómanámið er þverfaglegt og taka nemendur helming námskeiða úr tómstunda- og félagsmálafræði og helming úr leik- og grunnskólakennarafræðum. Með aukinni samvinnu þessara námsleiða er komið til móts við nýja tíma og miðlað þekkingu á námi barna og félagsmótun. Jafnframt er lögð áhersla á mikilvægi þess að nám barna sé skipulagt sem heildstætt ferli með samvinnu og samstarfi fagfólks leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila. Með auknu samstarfi sameina ólíkar fagstéttir krafta sína og stuðla þannig að auknum gæðum í námi og leik barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Sjá meira
Námsaðstæður og uppeldisskilyrði barna hafa tekið umtalsverðum breytingum á undanförnum áratugum. Börn hefja nú flest skólagöngu um tveggja ára aldur þegar þau byrja í leikskóla. Um leið og grunnskólagangan hefst sækir stór hópur barna jafnframt skipulagt æskulýðs- og tómstundastarf. Nám yngstu grunnskólabarnanna og félagsmótun fer nú í auknum mæli fram í gegnum óformlegt nám, t.d. á frístundaheimilum, þar sem börnum gefst kostur á að taka þátt í fjölbreyttu tómstundastarfi, íþróttum, listum, skapandi starfi og leik.Óformlegt nám Aukin þekking á námi og þekkingarsköpun barna hefur leitt í ljós mikilvægi þess náms sem fram fer utan formlegra kennslustunda, einkum hvað varðar félagsfærni, virkni og þátttöku barna. Innan frístundaheimila gefst börnum tækifæri til að nýta styrkleika sína og taka þátt í frjálsum leik og skapandi starfi með öðrum börnum. Ef vel er að verki staðið getur dvöl á frístundaheimilum stuðlað að sterkari félagslegri stöðu og eflt sjálfsmynd barna. Frístundaheimilið brýtur upp hefðbundið skólastarf, gefur möguleika á frjálsum leik, auk þess sem sjálfræði og frumkvæði barnanna er oft meira, þar sem þau hafa meiri möguleika á að hafa áhrif á viðfangsefnin. Í Danmörku starfa tómstunda- og félagsmálafræðingar við hlið kennara í leik- og grunnskólum og gegna frístundaheimili m.a. lykilhlutverki í að stuðla að farsælli grunnskólabyrjun og námi barna. Í sumum dönskum sveitarfélögum byrja börn á frístundaheimilum vorið áður en skólagangan hefst og aðlagast því smám saman breyttum aðstæðum.Tómstundir og nám ungra barna, grunndiplóma Frístundaheimilin eru mikilvægar uppeldis- og menntastofnanir og er mikið í húfi fyrir framtíð barna að þar starfi vel menntað og hæft starfsfólk. Menntavísindasvið Háskóla Íslands hefur boðið upp á nám í tómstunda- og félagsmálafræði frá árinu 2001. Fyrstu nemar með BA-gráðu voru brautskráðir vorið 2005. Nú um áramót verður í fyrsta sinn boðið upp á grunndiplómanám í faginu með sérstaka áherslu á nám og tómstundir yngstu grunnskólabarnanna. Markmið nýju námsleiðarinnar er að nemar öðlist þekkingu á uppeldi og menntun ungra barna innan skipulegs frístunda- og skólastarfs og kynnist fjölbreyttum og skapandi leiðum í starfi með börnum. Lögð er áhersla á að nemar tileinki sér fagleg viðhorf til uppeldis og menntunar ungra barna á skólaaldri, með áherslu á lýðræði, jafnrétti, og skapandi starf. Náminu er ætlað að koma til móts við þarfir samfélagsins fyrir menntað fólk á vettvangi skóla- og frístundastarfs. Námið er skipulagt sem hlutanám í þrjú misseri og er stúdentspróf eða sambærileg reynsla og menntun skilyrði. Námskeiðin eru kennd með sveigjanlegum hætti og geta nemendur valið hvort þeir taka þau í staðnámi eða fjarnámi með staðbundnum lotum. Grunndiplómanámið er þverfaglegt og taka nemendur helming námskeiða úr tómstunda- og félagsmálafræði og helming úr leik- og grunnskólakennarafræðum. Með aukinni samvinnu þessara námsleiða er komið til móts við nýja tíma og miðlað þekkingu á námi barna og félagsmótun. Jafnframt er lögð áhersla á mikilvægi þess að nám barna sé skipulagt sem heildstætt ferli með samvinnu og samstarfi fagfólks leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila. Með auknu samstarfi sameina ólíkar fagstéttir krafta sína og stuðla þannig að auknum gæðum í námi og leik barna.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar