Tómstundir og nám ungra barna Jóhanna Einarsdóttir skrifar 4. desember 2015 07:00 Námsaðstæður og uppeldisskilyrði barna hafa tekið umtalsverðum breytingum á undanförnum áratugum. Börn hefja nú flest skólagöngu um tveggja ára aldur þegar þau byrja í leikskóla. Um leið og grunnskólagangan hefst sækir stór hópur barna jafnframt skipulagt æskulýðs- og tómstundastarf. Nám yngstu grunnskólabarnanna og félagsmótun fer nú í auknum mæli fram í gegnum óformlegt nám, t.d. á frístundaheimilum, þar sem börnum gefst kostur á að taka þátt í fjölbreyttu tómstundastarfi, íþróttum, listum, skapandi starfi og leik.Óformlegt nám Aukin þekking á námi og þekkingarsköpun barna hefur leitt í ljós mikilvægi þess náms sem fram fer utan formlegra kennslustunda, einkum hvað varðar félagsfærni, virkni og þátttöku barna. Innan frístundaheimila gefst börnum tækifæri til að nýta styrkleika sína og taka þátt í frjálsum leik og skapandi starfi með öðrum börnum. Ef vel er að verki staðið getur dvöl á frístundaheimilum stuðlað að sterkari félagslegri stöðu og eflt sjálfsmynd barna. Frístundaheimilið brýtur upp hefðbundið skólastarf, gefur möguleika á frjálsum leik, auk þess sem sjálfræði og frumkvæði barnanna er oft meira, þar sem þau hafa meiri möguleika á að hafa áhrif á viðfangsefnin. Í Danmörku starfa tómstunda- og félagsmálafræðingar við hlið kennara í leik- og grunnskólum og gegna frístundaheimili m.a. lykilhlutverki í að stuðla að farsælli grunnskólabyrjun og námi barna. Í sumum dönskum sveitarfélögum byrja börn á frístundaheimilum vorið áður en skólagangan hefst og aðlagast því smám saman breyttum aðstæðum.Tómstundir og nám ungra barna, grunndiplóma Frístundaheimilin eru mikilvægar uppeldis- og menntastofnanir og er mikið í húfi fyrir framtíð barna að þar starfi vel menntað og hæft starfsfólk. Menntavísindasvið Háskóla Íslands hefur boðið upp á nám í tómstunda- og félagsmálafræði frá árinu 2001. Fyrstu nemar með BA-gráðu voru brautskráðir vorið 2005. Nú um áramót verður í fyrsta sinn boðið upp á grunndiplómanám í faginu með sérstaka áherslu á nám og tómstundir yngstu grunnskólabarnanna. Markmið nýju námsleiðarinnar er að nemar öðlist þekkingu á uppeldi og menntun ungra barna innan skipulegs frístunda- og skólastarfs og kynnist fjölbreyttum og skapandi leiðum í starfi með börnum. Lögð er áhersla á að nemar tileinki sér fagleg viðhorf til uppeldis og menntunar ungra barna á skólaaldri, með áherslu á lýðræði, jafnrétti, og skapandi starf. Náminu er ætlað að koma til móts við þarfir samfélagsins fyrir menntað fólk á vettvangi skóla- og frístundastarfs. Námið er skipulagt sem hlutanám í þrjú misseri og er stúdentspróf eða sambærileg reynsla og menntun skilyrði. Námskeiðin eru kennd með sveigjanlegum hætti og geta nemendur valið hvort þeir taka þau í staðnámi eða fjarnámi með staðbundnum lotum. Grunndiplómanámið er þverfaglegt og taka nemendur helming námskeiða úr tómstunda- og félagsmálafræði og helming úr leik- og grunnskólakennarafræðum. Með aukinni samvinnu þessara námsleiða er komið til móts við nýja tíma og miðlað þekkingu á námi barna og félagsmótun. Jafnframt er lögð áhersla á mikilvægi þess að nám barna sé skipulagt sem heildstætt ferli með samvinnu og samstarfi fagfólks leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila. Með auknu samstarfi sameina ólíkar fagstéttir krafta sína og stuðla þannig að auknum gæðum í námi og leik barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Námsaðstæður og uppeldisskilyrði barna hafa tekið umtalsverðum breytingum á undanförnum áratugum. Börn hefja nú flest skólagöngu um tveggja ára aldur þegar þau byrja í leikskóla. Um leið og grunnskólagangan hefst sækir stór hópur barna jafnframt skipulagt æskulýðs- og tómstundastarf. Nám yngstu grunnskólabarnanna og félagsmótun fer nú í auknum mæli fram í gegnum óformlegt nám, t.d. á frístundaheimilum, þar sem börnum gefst kostur á að taka þátt í fjölbreyttu tómstundastarfi, íþróttum, listum, skapandi starfi og leik.Óformlegt nám Aukin þekking á námi og þekkingarsköpun barna hefur leitt í ljós mikilvægi þess náms sem fram fer utan formlegra kennslustunda, einkum hvað varðar félagsfærni, virkni og þátttöku barna. Innan frístundaheimila gefst börnum tækifæri til að nýta styrkleika sína og taka þátt í frjálsum leik og skapandi starfi með öðrum börnum. Ef vel er að verki staðið getur dvöl á frístundaheimilum stuðlað að sterkari félagslegri stöðu og eflt sjálfsmynd barna. Frístundaheimilið brýtur upp hefðbundið skólastarf, gefur möguleika á frjálsum leik, auk þess sem sjálfræði og frumkvæði barnanna er oft meira, þar sem þau hafa meiri möguleika á að hafa áhrif á viðfangsefnin. Í Danmörku starfa tómstunda- og félagsmálafræðingar við hlið kennara í leik- og grunnskólum og gegna frístundaheimili m.a. lykilhlutverki í að stuðla að farsælli grunnskólabyrjun og námi barna. Í sumum dönskum sveitarfélögum byrja börn á frístundaheimilum vorið áður en skólagangan hefst og aðlagast því smám saman breyttum aðstæðum.Tómstundir og nám ungra barna, grunndiplóma Frístundaheimilin eru mikilvægar uppeldis- og menntastofnanir og er mikið í húfi fyrir framtíð barna að þar starfi vel menntað og hæft starfsfólk. Menntavísindasvið Háskóla Íslands hefur boðið upp á nám í tómstunda- og félagsmálafræði frá árinu 2001. Fyrstu nemar með BA-gráðu voru brautskráðir vorið 2005. Nú um áramót verður í fyrsta sinn boðið upp á grunndiplómanám í faginu með sérstaka áherslu á nám og tómstundir yngstu grunnskólabarnanna. Markmið nýju námsleiðarinnar er að nemar öðlist þekkingu á uppeldi og menntun ungra barna innan skipulegs frístunda- og skólastarfs og kynnist fjölbreyttum og skapandi leiðum í starfi með börnum. Lögð er áhersla á að nemar tileinki sér fagleg viðhorf til uppeldis og menntunar ungra barna á skólaaldri, með áherslu á lýðræði, jafnrétti, og skapandi starf. Náminu er ætlað að koma til móts við þarfir samfélagsins fyrir menntað fólk á vettvangi skóla- og frístundastarfs. Námið er skipulagt sem hlutanám í þrjú misseri og er stúdentspróf eða sambærileg reynsla og menntun skilyrði. Námskeiðin eru kennd með sveigjanlegum hætti og geta nemendur valið hvort þeir taka þau í staðnámi eða fjarnámi með staðbundnum lotum. Grunndiplómanámið er þverfaglegt og taka nemendur helming námskeiða úr tómstunda- og félagsmálafræði og helming úr leik- og grunnskólakennarafræðum. Með aukinni samvinnu þessara námsleiða er komið til móts við nýja tíma og miðlað þekkingu á námi barna og félagsmótun. Jafnframt er lögð áhersla á mikilvægi þess að nám barna sé skipulagt sem heildstætt ferli með samvinnu og samstarfi fagfólks leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila. Með auknu samstarfi sameina ólíkar fagstéttir krafta sína og stuðla þannig að auknum gæðum í námi og leik barna.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun