Ríflega þrisvar sinnum fleiri ofbeldiskonur leita meðferðar Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 5. desember 2015 07:00 Skömm, ótti við að missa börnin og mögulega staðalímyndir um karlmennsku koma í veg fyrir að karlmenn segi frá ofbeldinu. vísir/gva Átakið Karlar til ábyrgðar hefur boðið upp á meðferð fyrir gerendur heimilisofbeldis undanfarin ár. Fyrir tæpum tveimur árum var byrjað að bjóða konum upp á meðferð. Tvær konur höfðu leitað sér meðferðar fyrir rúmu ári. Í dag hafa níu konur leitað sér meðferðar. Vegna fleiri kvenna sem leita sér aðstoðar mun nafni meðferðar vera breytt í Heimilisfrið á næstu dögum. Aðstandendur meðferðarinnar segja nafnabreytinguna endurspegla breytta umræðu í samfélaginu. Samt sem áður eru mun fleiri karlmenn sem leita aðstoðar og þeim fjölgar ár frá ári. 42 prósentum fleiri karlmenn hafa sótt meðferð á fyrstu sex mánuðum þessa árs en í fyrra og frá byrjun hafa 450 karlar leitað sér aðstoðar. Andrés Ragnarsson, sálfræðingur hjá Körlum til ábyrgðar, segir skömm og litla umræðu um ofbeldi gegn körlum valda því að það fái frekar að þrífast í skjóli þagnar. „Það er gott að karlmenn stígi fram og segi frá sinni reynslu. Það opnar umræðuna og brýtur niður staðalmyndir. Aukin umræða um konur sem beita ofbeldi skilar sér vonandi í því að fleiri konur leita sér hjálpar hjá okkur,“ segir Andrés.Andrés Ragnarsson sálfræðingurAndrés segir ekki mikinn mun á hvernig ofbeldisbeiting er hjá kynjunum en það sé munur á afleiðingum ofbeldisins. „Almennt er það svo að afleiðingar ofbeldis karla gegn konum eru alvarlegri. Þá er ég ekki að gera lítið úr afleiðingum ofbeldis sem konur beita, en í krafti aflsmunar eru konurnar almennt í meiri hættu.“ Andrés segir ofbeldið geta verið stjórntæki en það sé ekki síður vanmáttur. „Þá kunna þau ekki að bregðast við ögrandi aðstæðum – eru fátæk á því sviði. Það koma upp ögrandi aðstæður, þeim finnst þeim ógnað og kunna jafnvel aðeins að bregðast við á einn hátt – eða eins og haft var fyrir þeim sem börnum. Hlutverk okkar er að kenna öðruvísi viðbrögð.“ Thelma ÁsdísardóttirKarlar óttast að missa börninDrekaslóð býður öllum fórnarlömbum ofbeldis ráðgjöf. Þangað leita meðal annars karlar sem verða fyrir heimilisofbeldi. „Karlmenn tala mikið um andlegt ofbeldi en það er sannarlega líka líkamlegt ofbeldi. Konur beita til að mynda frekar áhöldum,“ segir Thelma Ásdísardóttir ráðgjafi. Thelma segir tvennt koma til sem veldur því að færri karlar leiti sér aðstoðar. Konur eigi til að beita börnunum fyrir sig og hóta því að ef þeir fara þá fái þeir ekki að hitta börnin. „Og það er nú þannig að réttur kvenna í forræðismálum er mjög sterkur.“ Í öðru lagi sé eins og karlar geri sér síður grein fyrir að þeir séu beittir ofbeldi. „Það er eðlilegt út af skorti á umræðu og skömmin getur verið mikil. Margir menn hringja hingað til þess að fá staðfestingu á að það sé verið að beita þá ofbeldi og fá svo ráðgjöf í kjölfarið.“ Tengdar fréttir Sextán ára ofsafengin og ofbeldisfull sambúð Dofri Hermannsson óttast að missa tengslin við dætur sínar eftir skilnað við fyrrverandi eiginkonu sína sem hann segir hafa beitt sig miklu líkamlegu og andlegu ofbeldi í 16 ár. 3. desember 2015 20:40 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Trump kynnti friðarráðið Erlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Fleiri fréttir „Ég á þetta og má þetta“ Kærði mótmælendurna til að fæla aðra frá Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Sjá meira
Átakið Karlar til ábyrgðar hefur boðið upp á meðferð fyrir gerendur heimilisofbeldis undanfarin ár. Fyrir tæpum tveimur árum var byrjað að bjóða konum upp á meðferð. Tvær konur höfðu leitað sér meðferðar fyrir rúmu ári. Í dag hafa níu konur leitað sér meðferðar. Vegna fleiri kvenna sem leita sér aðstoðar mun nafni meðferðar vera breytt í Heimilisfrið á næstu dögum. Aðstandendur meðferðarinnar segja nafnabreytinguna endurspegla breytta umræðu í samfélaginu. Samt sem áður eru mun fleiri karlmenn sem leita aðstoðar og þeim fjölgar ár frá ári. 42 prósentum fleiri karlmenn hafa sótt meðferð á fyrstu sex mánuðum þessa árs en í fyrra og frá byrjun hafa 450 karlar leitað sér aðstoðar. Andrés Ragnarsson, sálfræðingur hjá Körlum til ábyrgðar, segir skömm og litla umræðu um ofbeldi gegn körlum valda því að það fái frekar að þrífast í skjóli þagnar. „Það er gott að karlmenn stígi fram og segi frá sinni reynslu. Það opnar umræðuna og brýtur niður staðalmyndir. Aukin umræða um konur sem beita ofbeldi skilar sér vonandi í því að fleiri konur leita sér hjálpar hjá okkur,“ segir Andrés.Andrés Ragnarsson sálfræðingurAndrés segir ekki mikinn mun á hvernig ofbeldisbeiting er hjá kynjunum en það sé munur á afleiðingum ofbeldisins. „Almennt er það svo að afleiðingar ofbeldis karla gegn konum eru alvarlegri. Þá er ég ekki að gera lítið úr afleiðingum ofbeldis sem konur beita, en í krafti aflsmunar eru konurnar almennt í meiri hættu.“ Andrés segir ofbeldið geta verið stjórntæki en það sé ekki síður vanmáttur. „Þá kunna þau ekki að bregðast við ögrandi aðstæðum – eru fátæk á því sviði. Það koma upp ögrandi aðstæður, þeim finnst þeim ógnað og kunna jafnvel aðeins að bregðast við á einn hátt – eða eins og haft var fyrir þeim sem börnum. Hlutverk okkar er að kenna öðruvísi viðbrögð.“ Thelma ÁsdísardóttirKarlar óttast að missa börninDrekaslóð býður öllum fórnarlömbum ofbeldis ráðgjöf. Þangað leita meðal annars karlar sem verða fyrir heimilisofbeldi. „Karlmenn tala mikið um andlegt ofbeldi en það er sannarlega líka líkamlegt ofbeldi. Konur beita til að mynda frekar áhöldum,“ segir Thelma Ásdísardóttir ráðgjafi. Thelma segir tvennt koma til sem veldur því að færri karlar leiti sér aðstoðar. Konur eigi til að beita börnunum fyrir sig og hóta því að ef þeir fara þá fái þeir ekki að hitta börnin. „Og það er nú þannig að réttur kvenna í forræðismálum er mjög sterkur.“ Í öðru lagi sé eins og karlar geri sér síður grein fyrir að þeir séu beittir ofbeldi. „Það er eðlilegt út af skorti á umræðu og skömmin getur verið mikil. Margir menn hringja hingað til þess að fá staðfestingu á að það sé verið að beita þá ofbeldi og fá svo ráðgjöf í kjölfarið.“
Tengdar fréttir Sextán ára ofsafengin og ofbeldisfull sambúð Dofri Hermannsson óttast að missa tengslin við dætur sínar eftir skilnað við fyrrverandi eiginkonu sína sem hann segir hafa beitt sig miklu líkamlegu og andlegu ofbeldi í 16 ár. 3. desember 2015 20:40 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Trump kynnti friðarráðið Erlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Fleiri fréttir „Ég á þetta og má þetta“ Kærði mótmælendurna til að fæla aðra frá Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Sjá meira
Sextán ára ofsafengin og ofbeldisfull sambúð Dofri Hermannsson óttast að missa tengslin við dætur sínar eftir skilnað við fyrrverandi eiginkonu sína sem hann segir hafa beitt sig miklu líkamlegu og andlegu ofbeldi í 16 ár. 3. desember 2015 20:40