Til hvers jafningjastuðningur við þolendur kynferðis- og heimilisofbeldis Ingibjörg Þórðardóttir skrifar 7. desember 2015 00:00 Allir þolendur ofbeldis eiga rétt á því að á þá sé hlustað, samkennd. Þeir eiga rétt á tíma til að vinna úr afleiðingunum sem ofbeldið hefur. Þeir eiga rétt á aðstoð til að ná bættri líðan. Til að verða heilli manneskjur. Að geta gengið í gegnum lífið án þess að bera skömmina og sektarkenndina, sem í raun er gerandans. Án þess að bera ótta til annars fólks. Allir þolendur eiga rétt á að geta gengið í gegnum lífið með fullu sjálfstraustu og virðinu fyrir sjálfu sér. Rétt á að vita að tilfinningar þeirra eru eðlilegar afleiðingar af óeðlilegu ástandi. Afleiðingar þess að önnur manneskja ákvað að beita þau ofbeldi. Allir þolendur ofbeldis eiga líka ekki bara rétt á, heldur hafa beinlínis þörf fyrir, að vita að þeir séu ekki einir. Ekki einir um að hafa upplifað ofbeldið eða einir um að hafa allar þessar erfiðu og óútskýranlegu tilfinningar. Tilfinningar sem eru svo bara alls ekki óútskýranlegar heldur mjög algengar meðal þeirra sem beittir hafa verið ofbeldi. Hvernig er hægt að tryggja öllum þolendum þá þjónustu sem þeir þurfa og eiga rétt á? Það er hægt með því að bjóða mismunandi þjónustu og þjónustu sem er þolendum að kostnaðarlausu. Hluti af þjónustu við þolendur fer fram hjá félagsþjónustu sveitarfélaga, innan heilbrigðiskerfisins og á einkastofum ýmissa fagaðila. Hluti af þjónustu við þolendur fer svo fram hjá samtökum eins og t.d. Aflinu, Sólstöfum, Drekaslóð og Stígamótum þar sem eingöngu er unnið út frá því að þolendur komi inn til samtakanna sem jafningjar þeirra sem þar starfa, óháð menntun starfsmanna sem getur verið af ýmsum toga. Flestir sem sinna ráðgjöf hjá þessum samtökum hafa sjálfir þá reynslu að hafa glímt við afleiðingar ofbeldis, unnið sig í gegnum þær og öðlast þjálfun í því að geta verið öðrum þolendum samferða í gegnum það ferli sem þeirra bíður. Þessi aðstoð við þolendur er gríðarlega mikilvægt verkfæri sem margir geta ekki verið án til þess að skilja sjálfa(n) sig til fulls. Skilja og virkilega finna að afleiðingarnar eru ekki bara sjúkdómsgreining heldur afleiðingar af óeðlilegu ástandi. Á hverju ári leita hundruð einstaklinga til slíkra samtaka og fá bætta líðan. Sumir hafa leitað til ýmissa fagaðila áður og unnið með þunglyndi, kvíða, félagsfælni og ýmsa aðra hluti en hafa jafnvel aldrei talað um ofbeldið þar. Hafa aldrei farið að rótinni heldur eingöngu unnið með sjúkdómseinkennin. Það er í sjálfu sér frábært og nauðsynlegt en það er ekki nóg. Þess vegna er jafningjastuðningur líka nauðsynlegur. Hann er nauðsynlegur vegna þess að hann hjálpar þolendum að skilja að þeir eru hluti af hópi sem þekkir tilfinningar þeirra og líðan af eigin raun. Hópi sem ekki lítur á afleiðingarnar sem neitt annað en nákvæmlega það, afleiðingar. Stöndum vörð um vellíðan allra í samfélaginu og tryggjum þolendum þá þjónustu sem þeim er nauðsynleg til að ná því sjálfstrausti og þeirri sjálfsvirðingu sem þeir eiga skilið. Tryggjum fjölbreytta þjónustu öllum þolendum til handa, hvar sem er á landinu.Þessi grein er hluti af 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Sjá meira
Allir þolendur ofbeldis eiga rétt á því að á þá sé hlustað, samkennd. Þeir eiga rétt á tíma til að vinna úr afleiðingunum sem ofbeldið hefur. Þeir eiga rétt á aðstoð til að ná bættri líðan. Til að verða heilli manneskjur. Að geta gengið í gegnum lífið án þess að bera skömmina og sektarkenndina, sem í raun er gerandans. Án þess að bera ótta til annars fólks. Allir þolendur eiga rétt á að geta gengið í gegnum lífið með fullu sjálfstraustu og virðinu fyrir sjálfu sér. Rétt á að vita að tilfinningar þeirra eru eðlilegar afleiðingar af óeðlilegu ástandi. Afleiðingar þess að önnur manneskja ákvað að beita þau ofbeldi. Allir þolendur ofbeldis eiga líka ekki bara rétt á, heldur hafa beinlínis þörf fyrir, að vita að þeir séu ekki einir. Ekki einir um að hafa upplifað ofbeldið eða einir um að hafa allar þessar erfiðu og óútskýranlegu tilfinningar. Tilfinningar sem eru svo bara alls ekki óútskýranlegar heldur mjög algengar meðal þeirra sem beittir hafa verið ofbeldi. Hvernig er hægt að tryggja öllum þolendum þá þjónustu sem þeir þurfa og eiga rétt á? Það er hægt með því að bjóða mismunandi þjónustu og þjónustu sem er þolendum að kostnaðarlausu. Hluti af þjónustu við þolendur fer fram hjá félagsþjónustu sveitarfélaga, innan heilbrigðiskerfisins og á einkastofum ýmissa fagaðila. Hluti af þjónustu við þolendur fer svo fram hjá samtökum eins og t.d. Aflinu, Sólstöfum, Drekaslóð og Stígamótum þar sem eingöngu er unnið út frá því að þolendur komi inn til samtakanna sem jafningjar þeirra sem þar starfa, óháð menntun starfsmanna sem getur verið af ýmsum toga. Flestir sem sinna ráðgjöf hjá þessum samtökum hafa sjálfir þá reynslu að hafa glímt við afleiðingar ofbeldis, unnið sig í gegnum þær og öðlast þjálfun í því að geta verið öðrum þolendum samferða í gegnum það ferli sem þeirra bíður. Þessi aðstoð við þolendur er gríðarlega mikilvægt verkfæri sem margir geta ekki verið án til þess að skilja sjálfa(n) sig til fulls. Skilja og virkilega finna að afleiðingarnar eru ekki bara sjúkdómsgreining heldur afleiðingar af óeðlilegu ástandi. Á hverju ári leita hundruð einstaklinga til slíkra samtaka og fá bætta líðan. Sumir hafa leitað til ýmissa fagaðila áður og unnið með þunglyndi, kvíða, félagsfælni og ýmsa aðra hluti en hafa jafnvel aldrei talað um ofbeldið þar. Hafa aldrei farið að rótinni heldur eingöngu unnið með sjúkdómseinkennin. Það er í sjálfu sér frábært og nauðsynlegt en það er ekki nóg. Þess vegna er jafningjastuðningur líka nauðsynlegur. Hann er nauðsynlegur vegna þess að hann hjálpar þolendum að skilja að þeir eru hluti af hópi sem þekkir tilfinningar þeirra og líðan af eigin raun. Hópi sem ekki lítur á afleiðingarnar sem neitt annað en nákvæmlega það, afleiðingar. Stöndum vörð um vellíðan allra í samfélaginu og tryggjum þolendum þá þjónustu sem þeim er nauðsynleg til að ná því sjálfstrausti og þeirri sjálfsvirðingu sem þeir eiga skilið. Tryggjum fjölbreytta þjónustu öllum þolendum til handa, hvar sem er á landinu.Þessi grein er hluti af 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar