Sport

Gunnar kýlir miklu fastar en Conor | Sjáðu fyrstu dagbókina

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Á laugardaginn stíga góðvinirnir Gunnar Nelson og Conor McGregor í búrið í Las Vegas þegar hið magnaða UFC 194-bardagakvöld fer fram.

Conor mætir loks Brasilíumanninum Jose Aldo í bardaga sem sker úr um hvor verður heimsmeistari í fjaðurvigt. Gunnar Nelson mætir öðru Brasilíumanni, Demian Maia, en um er að ræða lang stærsta bardaga Gunnars á hann ferli.

Myndbandsdagbókin sem er hluti af Embedded seríunni er hafinn á Youtube-síðu UFC, en þar er bardagamönnum kvöldsins fylgt eftir síðustu vikuna áður en þeir stíga inn í búrið.

Okkar menn voru að þessu sinni að æfa mjúkar hreyfingar og skiptust svo á að kýla með appi og kom í ljós að Gunnar kýlir miklu fastar heldur en Conor.

Sjón er sögu ríkari en þennan skemmtilega þátt má sjá í spilaranum hér að ofan.

UFC 194 verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Hægt er að kynna sér áskriftartilboð hér.

MMA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×